Ekki hlaupið að því að finna eftirmann Heimis Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 19. júní 2018 22:00 Heimir Hallgrímsson hefur stýrt íslenska landsliðinu í á sjöunda ár. Hann fagnaði á dögunum 51 árs afmæli sínu. Vísir/Vilhelm Líklega eru fáir landsliðsþjálfarar sem hafa vakið meiri athygli undanfarin misseri en Eyjapeyinn Heimir Hallgrímsson. Samningur hans við KSÍ rennur út eftir heimsmeistaramótið og hafa Heimir og KSÍ ákveðið að bíða með frekari viðræður þar til eftir HM.Sjálfur hefur Heimir sagst vilja skoða hvað verði í boði. Sem verður alveg örugglega eitthvað gott að mati Rúnars Vífils Arnarsonar landsliðsnefndarmanns. Rúnar Vífill mætti til Moskvu á laugardaginn en komu hans út seinkaði vegna veikinda. Hann fékk röng lyf sem gerðu honum erfitt fyrir. „Ég veiktist aðeins rétt áður en við fórum út. Ég varð að sitja eftir og jafna mig,“ segir Rúnar sem var til svara í Akraborginni á X-inu 977. Hann óttaðist að hann myndi missa af Argentínuleiknum. „Auðvitað hvarflaði það að mér en fór betur en á horfðist.“Rúnar Vífill var formaður landsliðsnefndar en Magnús Gylfason er það nú.Vísir/HjörturLandsliðsnefndin til aðstoðar og stuðnings Spurður um hlutverk sitt hér úti segist Rúnar auðvitað bara nýkominn út til móts við hina landsliðsnefndarmennina. Þar fer fremstur í flokki Magnús Gylfason, formaður nefndarinnar, sem mætti kalla leikjasérfræðing en hann sló í gegn á EM í Frakklandi að sögn strákanna. Hann kann þá list betur en flestir að stytta sér stundir. Þá er landsliðsmaðurinn fyrrverandi Ríkharður Daðason í nefndinni auk Jóhannesar Ólafssonar, yfirlögregluþjóns í Vestmannaeyjum.Frægt var að Lars Lagerbäck sagðist á sínum tíma ekki átta sig á hlutverki nefndarinnar. Hún lifir þó góðu lífi og virðist hafa skapast meiri ánægja með hana innan landsliðsins sjálfs þar sem var sömuleiðis lítill skilningur á hlutverki hennar. „Okkar hlutverk er svona að halda utan um þetta, vera okkar fólki til aðstoðar og stuðnings,“ segir Rúnar Vífill um hlutverk nefndarinnar.Formaður landsliðsnefndar, Magnús Gylfason, var til viðtals í Akraborginni á dögunum.Á von á að tilboð streymi til Heimis Rúnar, sem var formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur í langan tíma, hrósar landsliðsþjálfaranum í hástert. „Skipulagið er gríðarlega gott og hrein unun að fylgjast með Heimi þegar hann er að undirbúa strákana. Allt skipulag er engu líkt. Eitthvað sem við þekktum ekki fyrir tíu árum síðan. Lars innleiðir þetta, Heimir fylgdi þessu eftir og setti sinn stimpil á þetta.“ Hins vegar gæti staðreyndin verið sú að þegar landsliðið hefur keppni í Þjóðadeildinni í haust að Heimir verði farin á vit nýrra ævintýra. „Við verðum að íhuga að það geti verið niðurstaðan. Það kæmi mér verulega á óvart ef Heimir fengi ekki einhver tilboð,“ segir Rúnar Vífill.Guðni Bergsson, formaður KSÍ, á þingi FIFA á dögunum þar sem ákveðið var að HM 2026 færi fram í Norður-Ameríku.Vísir/GettyKSÍ með varaáætlun ef Heimir hættir Heimir grínast reglulega með það að hann sé svo vel launaður hjá KSÍ. Í erlendri samantekt í apríl kom fram að hann væri með sjö milljónir króna á mánuði. Það hefur ekki fengist staðfest. „Ég held að það sé allt til þess vinnandi að halda honum. En lífið er nú þannig að það er erfitt að halda honum ef hann fær gott tilboð. Við verðum að sýna því skilning,“ segir Rúnar Vífill. KSÍ sé bundinn ákveðinn stakkur. „Ef Heimi býðst eitthvað spennandi tækifæri, og hann telur að það sé gott, verðum við bara að sætta okkur við það. Þá vandast málið að finna eftirmann. Það verður ekki hlaupið að því.“ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagðist í upphafi árs vera bjartsýnn á að halda Heimi en sagði enn fremur að KSÍ ætli að vera tilbúið með varaáætlun fari svo að Heimir yfirgefi landsliðið. „Við verðum að sjálfsögðu tilbúin með varaáætlun ef til þess kemur en fyrsti kostur er eins og ég segi að semja aftur við Heimi Hallgrímsson,“ segir Guðni Bergsson.Viðtalið við Rúnar Vífil má heyra í heild hér að neðan.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira
Líklega eru fáir landsliðsþjálfarar sem hafa vakið meiri athygli undanfarin misseri en Eyjapeyinn Heimir Hallgrímsson. Samningur hans við KSÍ rennur út eftir heimsmeistaramótið og hafa Heimir og KSÍ ákveðið að bíða með frekari viðræður þar til eftir HM.Sjálfur hefur Heimir sagst vilja skoða hvað verði í boði. Sem verður alveg örugglega eitthvað gott að mati Rúnars Vífils Arnarsonar landsliðsnefndarmanns. Rúnar Vífill mætti til Moskvu á laugardaginn en komu hans út seinkaði vegna veikinda. Hann fékk röng lyf sem gerðu honum erfitt fyrir. „Ég veiktist aðeins rétt áður en við fórum út. Ég varð að sitja eftir og jafna mig,“ segir Rúnar sem var til svara í Akraborginni á X-inu 977. Hann óttaðist að hann myndi missa af Argentínuleiknum. „Auðvitað hvarflaði það að mér en fór betur en á horfðist.“Rúnar Vífill var formaður landsliðsnefndar en Magnús Gylfason er það nú.Vísir/HjörturLandsliðsnefndin til aðstoðar og stuðnings Spurður um hlutverk sitt hér úti segist Rúnar auðvitað bara nýkominn út til móts við hina landsliðsnefndarmennina. Þar fer fremstur í flokki Magnús Gylfason, formaður nefndarinnar, sem mætti kalla leikjasérfræðing en hann sló í gegn á EM í Frakklandi að sögn strákanna. Hann kann þá list betur en flestir að stytta sér stundir. Þá er landsliðsmaðurinn fyrrverandi Ríkharður Daðason í nefndinni auk Jóhannesar Ólafssonar, yfirlögregluþjóns í Vestmannaeyjum.Frægt var að Lars Lagerbäck sagðist á sínum tíma ekki átta sig á hlutverki nefndarinnar. Hún lifir þó góðu lífi og virðist hafa skapast meiri ánægja með hana innan landsliðsins sjálfs þar sem var sömuleiðis lítill skilningur á hlutverki hennar. „Okkar hlutverk er svona að halda utan um þetta, vera okkar fólki til aðstoðar og stuðnings,“ segir Rúnar Vífill um hlutverk nefndarinnar.Formaður landsliðsnefndar, Magnús Gylfason, var til viðtals í Akraborginni á dögunum.Á von á að tilboð streymi til Heimis Rúnar, sem var formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur í langan tíma, hrósar landsliðsþjálfaranum í hástert. „Skipulagið er gríðarlega gott og hrein unun að fylgjast með Heimi þegar hann er að undirbúa strákana. Allt skipulag er engu líkt. Eitthvað sem við þekktum ekki fyrir tíu árum síðan. Lars innleiðir þetta, Heimir fylgdi þessu eftir og setti sinn stimpil á þetta.“ Hins vegar gæti staðreyndin verið sú að þegar landsliðið hefur keppni í Þjóðadeildinni í haust að Heimir verði farin á vit nýrra ævintýra. „Við verðum að íhuga að það geti verið niðurstaðan. Það kæmi mér verulega á óvart ef Heimir fengi ekki einhver tilboð,“ segir Rúnar Vífill.Guðni Bergsson, formaður KSÍ, á þingi FIFA á dögunum þar sem ákveðið var að HM 2026 færi fram í Norður-Ameríku.Vísir/GettyKSÍ með varaáætlun ef Heimir hættir Heimir grínast reglulega með það að hann sé svo vel launaður hjá KSÍ. Í erlendri samantekt í apríl kom fram að hann væri með sjö milljónir króna á mánuði. Það hefur ekki fengist staðfest. „Ég held að það sé allt til þess vinnandi að halda honum. En lífið er nú þannig að það er erfitt að halda honum ef hann fær gott tilboð. Við verðum að sýna því skilning,“ segir Rúnar Vífill. KSÍ sé bundinn ákveðinn stakkur. „Ef Heimi býðst eitthvað spennandi tækifæri, og hann telur að það sé gott, verðum við bara að sætta okkur við það. Þá vandast málið að finna eftirmann. Það verður ekki hlaupið að því.“ Guðni Bergsson, formaður KSÍ, sagðist í upphafi árs vera bjartsýnn á að halda Heimi en sagði enn fremur að KSÍ ætli að vera tilbúið með varaáætlun fari svo að Heimir yfirgefi landsliðið. „Við verðum að sjálfsögðu tilbúin með varaáætlun ef til þess kemur en fyrsti kostur er eins og ég segi að semja aftur við Heimi Hallgrímsson,“ segir Guðni Bergsson.Viðtalið við Rúnar Vífil má heyra í heild hér að neðan.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Sjá meira