Að kjósa það versta Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 19. júní 2018 07:00 Eldri karli, sem vinnur á kaffiteríunni á hóteli einu í bænum Baza, er skelfilega illa við mig. Ástæðan er örugglega sú að ég á það til að koma þarna inn og sitja tímunum saman yfir einum skitnum kaffibolla. Þar að auki sting ég tölvu minni í samband og ráfa um veraldarvefinn í boði hótelsins. Ef ég leyfi mér að fara á salernið mæti ég síðan svip hans sem segir: já, var það ekki? Rennerí á snyrtinguna í þokkabót. Hann afgreiðir mig venjulega ekki fyrr en hann er búinn að klappa vaskinum drykklanga stund. En ég hef líka horn í síðu hans. Ekki fyrir hundshausinn gagnvart mér. Hins vegar dettur þarna inn góðmenni eitt á hverjum morgni sem er svo líkur argentínska skáldinu Jorge Luis Borges að ég var að spá í að fá Guðberg til að þýða hann. Hann er reyndar haltur en ekki blindur en það breytir því ekki að þegar ég sit og skrifa heyri ég rödd Borges koma úr munni þessa manns sem er ósköp vinalegt. Mér var því illa brugðið þegar sá þykkjufulli fer að skamma Borges fyrir að hafa skilið eitthvað eftir í sambandi uppi á herbergi og rekur hann eins og rakka til að kippa því í liðinn. En hvað er ég þá að gera þarna? Jú, mig grunar að eftir allt saman höfum við lúmskt gaman af því sem hæfir okkur illa. Eða hvernig öðruvísi má útskýra það að fólk horfi á sápuóperur, hlusti á Enrique Iglesias, kjósi auðkýfingaflokka þó það sé blankt og leiti að fréttum og ummælum sem skaprauna því til að getað skrifa önnur ummæli sem enn minni sómi er að? Hvað ætli Borges segi um það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Eldri karli, sem vinnur á kaffiteríunni á hóteli einu í bænum Baza, er skelfilega illa við mig. Ástæðan er örugglega sú að ég á það til að koma þarna inn og sitja tímunum saman yfir einum skitnum kaffibolla. Þar að auki sting ég tölvu minni í samband og ráfa um veraldarvefinn í boði hótelsins. Ef ég leyfi mér að fara á salernið mæti ég síðan svip hans sem segir: já, var það ekki? Rennerí á snyrtinguna í þokkabót. Hann afgreiðir mig venjulega ekki fyrr en hann er búinn að klappa vaskinum drykklanga stund. En ég hef líka horn í síðu hans. Ekki fyrir hundshausinn gagnvart mér. Hins vegar dettur þarna inn góðmenni eitt á hverjum morgni sem er svo líkur argentínska skáldinu Jorge Luis Borges að ég var að spá í að fá Guðberg til að þýða hann. Hann er reyndar haltur en ekki blindur en það breytir því ekki að þegar ég sit og skrifa heyri ég rödd Borges koma úr munni þessa manns sem er ósköp vinalegt. Mér var því illa brugðið þegar sá þykkjufulli fer að skamma Borges fyrir að hafa skilið eitthvað eftir í sambandi uppi á herbergi og rekur hann eins og rakka til að kippa því í liðinn. En hvað er ég þá að gera þarna? Jú, mig grunar að eftir allt saman höfum við lúmskt gaman af því sem hæfir okkur illa. Eða hvernig öðruvísi má útskýra það að fólk horfi á sápuóperur, hlusti á Enrique Iglesias, kjósi auðkýfingaflokka þó það sé blankt og leiti að fréttum og ummælum sem skaprauna því til að getað skrifa önnur ummæli sem enn minni sómi er að? Hvað ætli Borges segi um það?
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar