Ísland fékk flest stig frá vinaþjóðum sínum í Eurovison Birgir Olgeirsson skrifar 15. maí 2017 12:45 Svala Björgvinsdóttir var fulltrúi Íslendinga í Eurovision í ár. Vísir/EPA Íslenska dómnefndin og íslenskir áhorfendur voru hjartanlega sammála um hvaða lag átti að vinna Eurovision í ár. Það var framlag Portúgal sem fékk bæði 12 stig frá íslensku dómnefndinni og Íslendingum heima í stofu og var yfirburða sigurvegari í keppninni.Neðst í greininni má sjá súlurit yfir stigagjöfina. Þegar kom að því að gefa tíu stig í úrslitunum voru Íslendingar og íslenska dómnefndin hins vegar hjartanlega ósammála. Íslenska dómnefndin gaf Ástralíu 10 stig á meðan Íslendingar heima í stofu gáfu Belgíu 10 stig. Almenningur og dómnefnd voru sammála um sænska framlagið og gáfu því 8 stig. Þegar kom að 7 stigunum í úrslitunum gáfu áhorfendur á Íslandi Ítalíu 7 stig á meðan dómnefndin gaf Bretlandi sjö stig í úrslitum. Almenningur á Íslandi gaf Moldavíu sex stig en Búlgaría fékk sex stig frá dómnefndinni. Rúmenía fékk 5 stig frá íslenskum áhorfendum en 5 stigin frá íslensku dómnefndinni féll í skaut Ítalíu. Áhorfendur á Íslandi gáfu Búlgaríu 4 stig en íslenska dómnefndin gaf Ungverjalandi 4 stig. Pólland fékk 3 stig frá áhorfendum á Íslandi en Danmörk fékk 3 stig frá íslensku dómnefndinni. Noregur fékk síðan 1 stig frá bæði dómnefnd og áhorfendum á Íslandi.Salvador Sobral fagnar sigri í Eurovision ásamt systur sinni Amar Pelos DoisVísir/EPAStigin frá Íslandi í fyrri undanriðlinumÍ undanriðlinum sem Svala Björgvinsdóttir tók þátt í síðastliðið þriðjudagskvöld fékk Portúgalinn aftur flest stig frá bæði íslensku dómnefndinni og áhorfendum heima í stofu, eða tólf.Áhorfendur voru hrifnari af sænska atriðinu en dómnefndin. Svíinn fékk 10 stig frá íslenskum áhorfendum en Ástralía fékk 10 stig frá íslensku dómnefndinni.Moldavía fékk 8 stig frá áhorfendum á Íslandi en Svíinn fékk 8 stig frá íslensku dómnefndinni.Belgía fékk 7 stig frá íslenskum áhorfendum en stigin 7 frá íslensku dómnefndinni fóru til Georgíu.Almenningur á Íslandi gaf Ástralíu 6 stig en Aserbaídsjan fékk 6 stig frá íslensku dómnefndinni.Pólland fékk 5 stig frá almenningi á Íslandi en Tékkland fékk 5 stig frá íslensku dómnefndinni.Kýpur fékk 4 stig frá íslensku dómnefndinni og einnig frá áhorfendum.Finnland fékk 3 stig frá dómnefndinni og áhorfendum.Svartfjallaland fékk 2 stig frá áhorfendum á Íslandi en Belgía fékk 2 stig frá íslensku dómnefndinni.Lettland fékk 1 stig frá almenningi á Íslandi en Grikkland fékk 1 stig frá dómnefndinni.Flest stigin til Svölu frá Lettlandi Eins og áður hefur komið fram komst Svala ekki upp úr fyrri undanriðlinum. Hún fékk í heildina 60 stig, 31 frá áhorfendum en 29 frá dómnefndum. Flest stigin komu frá Lettlandi, eða 12 talsins, og svo frá Finnlandi, 10 stig. Símaatkvæði til Svölu:1 stig Pólland1 stig Georgía2 stig Bretland4 stig Lettland4 stig frá Albaníu5 stig frá Finnlandi7 stig frá Svíþjóð7 stig frá Spáni Stig frá dómnefndum:1 stig frá Spáni2 stig frá Ástralíu2 stig frá Aserbaídsjan2 stig frá Belgíu2 stig frá Moldavíu2 stig frá Svíþjóð2 stig frá Georgíu3 stig Armenía5 stig frá Finnlandi8 stig frá Lettlandi Það þarf svo sem ekki að koma á óvart að Íslandi hafi fengið lang flest af sínum stigum frá Lettlandi, Finnlandi og Svíþjóð, en samkvæmt úttekt breska fjölmiðilsins The Telegraph eru Íslendingar í einu af þremur stærstu kosningabandalögum Eurovision. Ísland er í kosningabandalagi sem er kennt við Skandinavíu, en þar eru talin upp löndin Svíþjóð, Noregur, Finnland, Danmörk, Ísland og eystrasaltsríkin Litháen og Lettlandi. Eurovision Tengdar fréttir Erlendur Eurovision-fræðingur fer yfir slakt gengi Íslands í Eurovision síðustu ár Lögin of lík og skara ekki fram úr og sviðsetningin of einföld. Vill sjá meiri frumleika frá Íslandi. 11. maí 2017 18:00 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira
Íslenska dómnefndin og íslenskir áhorfendur voru hjartanlega sammála um hvaða lag átti að vinna Eurovision í ár. Það var framlag Portúgal sem fékk bæði 12 stig frá íslensku dómnefndinni og Íslendingum heima í stofu og var yfirburða sigurvegari í keppninni.Neðst í greininni má sjá súlurit yfir stigagjöfina. Þegar kom að því að gefa tíu stig í úrslitunum voru Íslendingar og íslenska dómnefndin hins vegar hjartanlega ósammála. Íslenska dómnefndin gaf Ástralíu 10 stig á meðan Íslendingar heima í stofu gáfu Belgíu 10 stig. Almenningur og dómnefnd voru sammála um sænska framlagið og gáfu því 8 stig. Þegar kom að 7 stigunum í úrslitunum gáfu áhorfendur á Íslandi Ítalíu 7 stig á meðan dómnefndin gaf Bretlandi sjö stig í úrslitum. Almenningur á Íslandi gaf Moldavíu sex stig en Búlgaría fékk sex stig frá dómnefndinni. Rúmenía fékk 5 stig frá íslenskum áhorfendum en 5 stigin frá íslensku dómnefndinni féll í skaut Ítalíu. Áhorfendur á Íslandi gáfu Búlgaríu 4 stig en íslenska dómnefndin gaf Ungverjalandi 4 stig. Pólland fékk 3 stig frá áhorfendum á Íslandi en Danmörk fékk 3 stig frá íslensku dómnefndinni. Noregur fékk síðan 1 stig frá bæði dómnefnd og áhorfendum á Íslandi.Salvador Sobral fagnar sigri í Eurovision ásamt systur sinni Amar Pelos DoisVísir/EPAStigin frá Íslandi í fyrri undanriðlinumÍ undanriðlinum sem Svala Björgvinsdóttir tók þátt í síðastliðið þriðjudagskvöld fékk Portúgalinn aftur flest stig frá bæði íslensku dómnefndinni og áhorfendum heima í stofu, eða tólf.Áhorfendur voru hrifnari af sænska atriðinu en dómnefndin. Svíinn fékk 10 stig frá íslenskum áhorfendum en Ástralía fékk 10 stig frá íslensku dómnefndinni.Moldavía fékk 8 stig frá áhorfendum á Íslandi en Svíinn fékk 8 stig frá íslensku dómnefndinni.Belgía fékk 7 stig frá íslenskum áhorfendum en stigin 7 frá íslensku dómnefndinni fóru til Georgíu.Almenningur á Íslandi gaf Ástralíu 6 stig en Aserbaídsjan fékk 6 stig frá íslensku dómnefndinni.Pólland fékk 5 stig frá almenningi á Íslandi en Tékkland fékk 5 stig frá íslensku dómnefndinni.Kýpur fékk 4 stig frá íslensku dómnefndinni og einnig frá áhorfendum.Finnland fékk 3 stig frá dómnefndinni og áhorfendum.Svartfjallaland fékk 2 stig frá áhorfendum á Íslandi en Belgía fékk 2 stig frá íslensku dómnefndinni.Lettland fékk 1 stig frá almenningi á Íslandi en Grikkland fékk 1 stig frá dómnefndinni.Flest stigin til Svölu frá Lettlandi Eins og áður hefur komið fram komst Svala ekki upp úr fyrri undanriðlinum. Hún fékk í heildina 60 stig, 31 frá áhorfendum en 29 frá dómnefndum. Flest stigin komu frá Lettlandi, eða 12 talsins, og svo frá Finnlandi, 10 stig. Símaatkvæði til Svölu:1 stig Pólland1 stig Georgía2 stig Bretland4 stig Lettland4 stig frá Albaníu5 stig frá Finnlandi7 stig frá Svíþjóð7 stig frá Spáni Stig frá dómnefndum:1 stig frá Spáni2 stig frá Ástralíu2 stig frá Aserbaídsjan2 stig frá Belgíu2 stig frá Moldavíu2 stig frá Svíþjóð2 stig frá Georgíu3 stig Armenía5 stig frá Finnlandi8 stig frá Lettlandi Það þarf svo sem ekki að koma á óvart að Íslandi hafi fengið lang flest af sínum stigum frá Lettlandi, Finnlandi og Svíþjóð, en samkvæmt úttekt breska fjölmiðilsins The Telegraph eru Íslendingar í einu af þremur stærstu kosningabandalögum Eurovision. Ísland er í kosningabandalagi sem er kennt við Skandinavíu, en þar eru talin upp löndin Svíþjóð, Noregur, Finnland, Danmörk, Ísland og eystrasaltsríkin Litháen og Lettlandi.
Eurovision Tengdar fréttir Erlendur Eurovision-fræðingur fer yfir slakt gengi Íslands í Eurovision síðustu ár Lögin of lík og skara ekki fram úr og sviðsetningin of einföld. Vill sjá meiri frumleika frá Íslandi. 11. maí 2017 18:00 Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Fleiri fréttir Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Sjá meira
Erlendur Eurovision-fræðingur fer yfir slakt gengi Íslands í Eurovision síðustu ár Lögin of lík og skara ekki fram úr og sviðsetningin of einföld. Vill sjá meiri frumleika frá Íslandi. 11. maí 2017 18:00