Nýtt skráningarkerfi átti að vera komið Sæunn Gísladóttir skrifar 15. maí 2017 07:00 Mikil töf hefur verið á afhendingu innfluttra bíla. Vísir/GVA Nýtt skráningarkerfi til að bæta afgreiðsluhraða í forskráningum bíla átti að vera komið í gagnið á vormánuðum 2017. Það hefur frestast og stefnt er að því að það verði tekið í notkun í haust. Fréttablaðið hefur undanfarna daga greint frá ósætti bílasala, bílaleiga og annarra aðila við biðtíma eftir forskráningu nýrra bíla. Hagsmunaaðilar hafa átt samtöl við Samgöngustofu um langan afgreiðslutíma og leiðir til að stytta hann undanfarin misseri. Biðtími hefur aukist allverulega undanfarna mánuði og nemur nú allt að mánuði. Áður tók afgreiðsla umsókna einungis tvo til þrjá daga.Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu. Fréttablaðið/GVAÍ svari innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) vegna tafa á forskráningu bifreiða hjá Samgöngustofu kom fram að Samgöngustofa væri að leita leiða til að stytta afgreiðslutímann til framtíðar með því að gera skráningar rafrænar. Gert var ráð fyrir að nýtt kerfi yrði komið í gagnið á vormánuðum 2017, segir í svarinu. „Þetta er þvert ofan í það sem okkur var lofað, við höfðum staðfestingu fyrir því úr ráðuneytinu að sett yrði fjármagn í þetta til að tryggja að þetta væri komið í gegn í vor, það hefur ekki gengið í gegn og þess vegna er ástandið eins og það er,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ. Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, segir að aukinn mannafli verði settur í að sinna forskráningum. „Ég tók ákvörðun í vikunni um að stofna til útgjalda þó ég hafi ekki fjárheimildir fyrir því, því að þetta er ástand sem er ekki ásættanlegt. Því miður er okkur mjög þröngt skorinn stakkur í fjárlögum og ekkert tillit tekið til aukinna verkefna." „Ég er líka að setja í hugbúnaðarvinnu umfram fjárheimildir, við vonum að nýja kerfið verði þá komið með haustinu,“ segir Þórólfur. „Ég er að reyna þetta með þær veiku fjárheimildir sem ég hef í því trausti að fjárveitingavaldið muni láta hluta af þeim miklu tekjum sem ríkið er að njóta af þessum skráningum að sjálfsögðu renna til að kosta til þess sem þarf.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fljúga bílstjórum út að sækja rúturnar til að komast hjá bið SBA Norðurleið þarf að leggja í mikinn kostnað við að koma rútum til landsins. Samgöngustofa flöskuháls fyrir ferðaþjónustuna. Galin vinnubrögð að mati framkvæmdastjóra SBA. 13. maí 2017 07:00 Allt að mánaðarbið eftir nýjum bílum Langt skráningarferli, óvenjumargir frídagar og árstíðabundin sala til bílaleiga veldur því að mikill fjöldi bíla situr nú fastur hjá flutningafyrirtækjum landsins. Fyrirtækin hafa brugðið á það ráð að stafla bílum upp í gámum 12. maí 2017 07:00 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Nýtt skráningarkerfi til að bæta afgreiðsluhraða í forskráningum bíla átti að vera komið í gagnið á vormánuðum 2017. Það hefur frestast og stefnt er að því að það verði tekið í notkun í haust. Fréttablaðið hefur undanfarna daga greint frá ósætti bílasala, bílaleiga og annarra aðila við biðtíma eftir forskráningu nýrra bíla. Hagsmunaaðilar hafa átt samtöl við Samgöngustofu um langan afgreiðslutíma og leiðir til að stytta hann undanfarin misseri. Biðtími hefur aukist allverulega undanfarna mánuði og nemur nú allt að mánuði. Áður tók afgreiðsla umsókna einungis tvo til þrjá daga.Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu. Fréttablaðið/GVAÍ svari innanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ) vegna tafa á forskráningu bifreiða hjá Samgöngustofu kom fram að Samgöngustofa væri að leita leiða til að stytta afgreiðslutímann til framtíðar með því að gera skráningar rafrænar. Gert var ráð fyrir að nýtt kerfi yrði komið í gagnið á vormánuðum 2017, segir í svarinu. „Þetta er þvert ofan í það sem okkur var lofað, við höfðum staðfestingu fyrir því úr ráðuneytinu að sett yrði fjármagn í þetta til að tryggja að þetta væri komið í gegn í vor, það hefur ekki gengið í gegn og þess vegna er ástandið eins og það er,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ. Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, segir að aukinn mannafli verði settur í að sinna forskráningum. „Ég tók ákvörðun í vikunni um að stofna til útgjalda þó ég hafi ekki fjárheimildir fyrir því, því að þetta er ástand sem er ekki ásættanlegt. Því miður er okkur mjög þröngt skorinn stakkur í fjárlögum og ekkert tillit tekið til aukinna verkefna." „Ég er líka að setja í hugbúnaðarvinnu umfram fjárheimildir, við vonum að nýja kerfið verði þá komið með haustinu,“ segir Þórólfur. „Ég er að reyna þetta með þær veiku fjárheimildir sem ég hef í því trausti að fjárveitingavaldið muni láta hluta af þeim miklu tekjum sem ríkið er að njóta af þessum skráningum að sjálfsögðu renna til að kosta til þess sem þarf.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fljúga bílstjórum út að sækja rúturnar til að komast hjá bið SBA Norðurleið þarf að leggja í mikinn kostnað við að koma rútum til landsins. Samgöngustofa flöskuháls fyrir ferðaþjónustuna. Galin vinnubrögð að mati framkvæmdastjóra SBA. 13. maí 2017 07:00 Allt að mánaðarbið eftir nýjum bílum Langt skráningarferli, óvenjumargir frídagar og árstíðabundin sala til bílaleiga veldur því að mikill fjöldi bíla situr nú fastur hjá flutningafyrirtækjum landsins. Fyrirtækin hafa brugðið á það ráð að stafla bílum upp í gámum 12. maí 2017 07:00 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Fljúga bílstjórum út að sækja rúturnar til að komast hjá bið SBA Norðurleið þarf að leggja í mikinn kostnað við að koma rútum til landsins. Samgöngustofa flöskuháls fyrir ferðaþjónustuna. Galin vinnubrögð að mati framkvæmdastjóra SBA. 13. maí 2017 07:00
Allt að mánaðarbið eftir nýjum bílum Langt skráningarferli, óvenjumargir frídagar og árstíðabundin sala til bílaleiga veldur því að mikill fjöldi bíla situr nú fastur hjá flutningafyrirtækjum landsins. Fyrirtækin hafa brugðið á það ráð að stafla bílum upp í gámum 12. maí 2017 07:00