Sigurjón Örn nýr stjórnarformaður Sólheima Atli Ísleifsson skrifar 15. maí 2017 09:59 Ný stjórn Sólheima. Sólheimar Sigurjón Örn Þórsson hefur verið kjörinn nýr stjórnarformaður Sólheima. Aðalfundur sjálfseignastofnunarinnar var haldinn í gær, en Pétur Sveinbjarnarson, fyrrverandi stjórnarformaður, hafði áður tilkynnt stjórn að hann sæktist ekki eftir endurkjöri. Margrét Tómasdóttir bauð sig einnig fram í embætti stjórnarformanns. Í tilkynningu segir að ný stjórn hafi verið sjálfkjörin, en í henni sitja auk Sigurjóns, Magnús Ólafsson, Sigríður Jóna Friðriksdóttir, Hildur Ómarsdóttir og Ómar Einarsson. Arna Einarsdóttir kemur ný inn í stjórn sem varamaður og tekur við af Óðinni Helga Jónssyni sem sóttist ekki eftir endurkjöri. „Sigurjón Örn Þórsson hefur setið stjórn Sólheima í 6 ár. Sigurjón hefur m.a. sinnt starfi aðstoðarmanns félagsmálaráðherra, formennsku í félagsmálaráði Kópavogs og var formaður stjórnar Framkvæmdasjóðs fatlaðra. Sigurjón er stjórnmálafræðingur að mennt og er í dag framkvæmdastjóri rekstrarfélags Kringlunnar. Á aðalfundinum var fjallað um erfiða rekstrarstöðu Sólheima og þá umfjöllun sem birst hefur í fjölmiðlum á undanförnum mánuðum. Það var niðurstaða fundarins að vinna markvisst að því að bæta starfseminina meðal annars með auknu samtali við alla hagsmunaaðila Sólheima og í samræmi við niðurstöður þjónustukönnunar sem unnin var af óháðum ráðgjafa. Á fundinum var Pétri Sveinbjarnarsyni þakkað fyrir gott samstarf og hans framlag í uppbyggingu Sólheima,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að Pétur hafi þakkað stjórnarmönnum og starfsfólki fyrir gott og farsælt samstarf í gegnum árin á aðalfundinum. „Ég vil einkum þakka íbúum Sólheima fyrir einstaklega góða samveru síðustu 38 ár. Það hefur verið virkilega gefandi að koma að uppbyggingu Sólheima og halda arfleið Sesselju á lífi en Sólheimar er nú elsta sjálfbæra samfélagið í heiminum og hér hefur verið unnið mikið brautryðjanda starf,“ sagði Pétur. Sigurjón Örn segur það ánægjulegt að fá tækifæri til að taka við stjórnarformennsku þar sem að það sé mikill og samhentur vilji hjá stjórninni og stjórnendum að efla starf Sólheima til framtíðar. „Meginmarkmið Sólheima er að skapa samfélag sem veitir öllum íbúum tækifæri til að vaxa, þroskast og að vera nauðsynlegur og virkur þátttakandi í samfélaginu. Ég vil leggja áherslu á aukið samtal meðal íbúa og hagsmunaaðila til að styrkja stöðu Sólheima þannig að hlúið sé að þörfum allra á Sólheimum,“ sagði Sigurjón Örn Þórsson. Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira
Sigurjón Örn Þórsson hefur verið kjörinn nýr stjórnarformaður Sólheima. Aðalfundur sjálfseignastofnunarinnar var haldinn í gær, en Pétur Sveinbjarnarson, fyrrverandi stjórnarformaður, hafði áður tilkynnt stjórn að hann sæktist ekki eftir endurkjöri. Margrét Tómasdóttir bauð sig einnig fram í embætti stjórnarformanns. Í tilkynningu segir að ný stjórn hafi verið sjálfkjörin, en í henni sitja auk Sigurjóns, Magnús Ólafsson, Sigríður Jóna Friðriksdóttir, Hildur Ómarsdóttir og Ómar Einarsson. Arna Einarsdóttir kemur ný inn í stjórn sem varamaður og tekur við af Óðinni Helga Jónssyni sem sóttist ekki eftir endurkjöri. „Sigurjón Örn Þórsson hefur setið stjórn Sólheima í 6 ár. Sigurjón hefur m.a. sinnt starfi aðstoðarmanns félagsmálaráðherra, formennsku í félagsmálaráði Kópavogs og var formaður stjórnar Framkvæmdasjóðs fatlaðra. Sigurjón er stjórnmálafræðingur að mennt og er í dag framkvæmdastjóri rekstrarfélags Kringlunnar. Á aðalfundinum var fjallað um erfiða rekstrarstöðu Sólheima og þá umfjöllun sem birst hefur í fjölmiðlum á undanförnum mánuðum. Það var niðurstaða fundarins að vinna markvisst að því að bæta starfseminina meðal annars með auknu samtali við alla hagsmunaaðila Sólheima og í samræmi við niðurstöður þjónustukönnunar sem unnin var af óháðum ráðgjafa. Á fundinum var Pétri Sveinbjarnarsyni þakkað fyrir gott samstarf og hans framlag í uppbyggingu Sólheima,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að Pétur hafi þakkað stjórnarmönnum og starfsfólki fyrir gott og farsælt samstarf í gegnum árin á aðalfundinum. „Ég vil einkum þakka íbúum Sólheima fyrir einstaklega góða samveru síðustu 38 ár. Það hefur verið virkilega gefandi að koma að uppbyggingu Sólheima og halda arfleið Sesselju á lífi en Sólheimar er nú elsta sjálfbæra samfélagið í heiminum og hér hefur verið unnið mikið brautryðjanda starf,“ sagði Pétur. Sigurjón Örn segur það ánægjulegt að fá tækifæri til að taka við stjórnarformennsku þar sem að það sé mikill og samhentur vilji hjá stjórninni og stjórnendum að efla starf Sólheima til framtíðar. „Meginmarkmið Sólheima er að skapa samfélag sem veitir öllum íbúum tækifæri til að vaxa, þroskast og að vera nauðsynlegur og virkur þátttakandi í samfélaginu. Ég vil leggja áherslu á aukið samtal meðal íbúa og hagsmunaaðila til að styrkja stöðu Sólheima þannig að hlúið sé að þörfum allra á Sólheimum,“ sagði Sigurjón Örn Þórsson.
Mest lesið „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Viðskipti innlent KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Viðskipti innlent VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi Viðskipti innlent Jón Guðni tekur við formennsku Viðskipti innlent Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Sjá meira