Viðskipti innlent

Róbert segist ekki ætla að "eltast við rangfærslur Björgólfs“ en býður honum í Color Run

ingvar haraldsson skrifar
Róbert býður Björgólfi í Color Run um helgina.
Róbert býður Björgólfi í Color Run um helgina. Vísir/Stefán/Vilhelm
„Ég ætla ekki að eltast við rangfærslur Björgólfs Thors í Fréttablaðinu í morgun,“ segir Róbert Wessman, forstjóri Alvogen.

Björgólfur skrifaði aðsenda grein í Fréttablaðið þar sem hann svaraði orðum Róberts í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins, um samskipti þeirra í gegnum tíðina en þeir hafa átt í deilum um langt skeið fyrir dómstólum og í fjölmiðlum.

Sjá einnig: Björgólfur dregur ekkert undan í harðorðu svari til Róberts



„En mig langar að bjóða honum og félögum hans í Color Run á morgun en við eigum nokkra miða eftir óselda. Það hafa allir gott af góðri hreyfingu og skemmtilegum félagsskap,“ segir Róbert. 

Litahlaupið fer fram á laugardaginn undir merkjum Alvogen í miðborg Reykjavíkur en búist er við rúmlega tíu þúsund þátttakendum.

Róber hefur áður farið svipaða leið við ritdeilur þeirra en árið 2014 skoraði Róbert á Björgólf að taka ísfötuáskorunni svokölluðu þar sem einstaklingar heltu yfir sig fötu af klakavatni til að vekja athygli á MND sjúkdómnum.


Tengdar fréttir

Fastur í speglasal

Róbert Wessman gaf lesendum Markaðarins innsýn í hugarheim sinn í gær. Að horfa á þá mynd var eins og að svipast um í speglasal, allt bjagað og snúið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×