Segja veikindi hrossa í Hvalfirði mega rekja til flúormengunar Birgir Olgeirsson skrifar 9. júní 2016 11:54 Að minnsta kosti 50 prósent hrossa á Kúludalsá eiga við veikindi að stríða samkvæmt niðurstöðu rannsóknarinnar. Vísir/Stefán Fullyrt er í nýrri skýrslu að veikindi hrossa á bænum Kúludalsá í Hvalfirði megi rekja til flúormengunar sem talin er stafa frá álverinu á Grundartanga. Skýrslan er unnin af þeim Jakobi Kristinssyni prófessor og Sigurði Sigurðssyni dýralækni að beiðni atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.Matvælastofnun hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem hún andmælir þeirri ályktun skýrsluhöfunda að nánast útilokað sé að rekja megi veikindi hrossanna á Kúludalsá til offóðrunar eða rangrar meðferðar og að orsök efnaskiptaröskunar í hrossunum megi líklega rekja til flúormengunar.Telja útilokað að rekja megi veikindin til offóðrunar Að minnsta kosti 50 prósent hrossa á Kúludalsá eiga við veikindi að stríða samkvæmt niðurstöðu rannsóknar þeirra Jakobs og Sigurðar, vegna efnaskiptaröskunar sem líkist mjög sjúkdómsheilkenninu EMS (equine metabolic syndrome). Fylgdust þeir Jakob og Sigurður með fóðrun hrossa á Kúludalsá, hagagöngu, holdafari og einkennum sjúkdómsins.Eftir þá skoðun telja þeir nánast útilokað að rekja megi veikindi hrossanna til offóðrunar eða rangrar meðferðar, sem eru taldir helstu áhættuþættir EMS. Þeir segja engan vafa á að flúormengun á bænum sé umtalsverð miðað við þann styrk flúóríðs sem fannst í beinum hrossa. „Er styrkur hans í beinum um fjórfalt hærri en á svæðum þar sem ekki gætir flúormengunar af völdum eldvirkni eða iðjuvera,“ segir í samantekt skýrslunnar.„Kemur frá álverinu á Grundartanga“ Segja skýrsluhöfundar rannsóknir þeirra sýna marktæka fylgni á milli efnaskiptaröskunarinnar og styrk flúoríðs í blóði hrossanna á Kúludalsá. Segja þeir áhrifin aukast með vaxandi styrk flúoríðs og þessar niðurstöður í samræmi við það sem fundist hefur í erlendum rannsóknum á áhrifum flúoríðs á efnaskipti insúlíns og glúkósa í rottum og mönnum. „Flúormengun fylgir í sumum tilfellum heitum uppsprettum, eldfjallaösku, tilbúnum túnáburði og fóðurbæti, sem skepnum er oft gefinn. Engar heitar uppsprettur eru á því landi, sem hrossin hafa gengið á og ekki er vitað um flúormengun af völdum eldfjallaösku á því tímabili, sem veikindin hafa staðið. Túnáburður með flúor hefur ekki verið notaður á bænum og fóðurbæti hafa hrossin ekki fengið. Er því tæpast hafið yfir nokkurn vafa að flúormengunin kemur frá álverinu á Grundartanga,“ segja skýrsluhöfundar. Eigandi hrossanna telur að ástæða sjúkdómsins sé mengun frá verksmiðjunum. Veikindin hófust árið 2007. Árið áður, 2006, varð óhapp í framleiðslu á iðnaðarsvæðinu og barst mikil mengun þaðan. Mikið af flúoríði mældist strax í gróðri og beinum sauðfjár á viðmiðunarbæjum, sem eru dreifðir um sveitir við Hvalfjörð.Matvælastofnun segir hrossin of feit Í tilkynningu sem Matvælastofnun sendir frá sér vegna niðurstöðu skýrsluhöfunda segir að árið 2011 hafi skoðun Matvælastofnunar sannarlega leitt í ljós að flest hrossanna hafi verið of feit. „Því fer fjarri að hægt sé að útiloka offitu sem orsök veikinda hrossa á Kúludalsá eins og skýrsluhöfundar gera,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar sem segir ljóst að efnaskiptaröskunin megi rekja til offitu í hrossunum. Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Sjá meira
Fullyrt er í nýrri skýrslu að veikindi hrossa á bænum Kúludalsá í Hvalfirði megi rekja til flúormengunar sem talin er stafa frá álverinu á Grundartanga. Skýrslan er unnin af þeim Jakobi Kristinssyni prófessor og Sigurði Sigurðssyni dýralækni að beiðni atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.Matvælastofnun hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem hún andmælir þeirri ályktun skýrsluhöfunda að nánast útilokað sé að rekja megi veikindi hrossanna á Kúludalsá til offóðrunar eða rangrar meðferðar og að orsök efnaskiptaröskunar í hrossunum megi líklega rekja til flúormengunar.Telja útilokað að rekja megi veikindin til offóðrunar Að minnsta kosti 50 prósent hrossa á Kúludalsá eiga við veikindi að stríða samkvæmt niðurstöðu rannsóknar þeirra Jakobs og Sigurðar, vegna efnaskiptaröskunar sem líkist mjög sjúkdómsheilkenninu EMS (equine metabolic syndrome). Fylgdust þeir Jakob og Sigurður með fóðrun hrossa á Kúludalsá, hagagöngu, holdafari og einkennum sjúkdómsins.Eftir þá skoðun telja þeir nánast útilokað að rekja megi veikindi hrossanna til offóðrunar eða rangrar meðferðar, sem eru taldir helstu áhættuþættir EMS. Þeir segja engan vafa á að flúormengun á bænum sé umtalsverð miðað við þann styrk flúóríðs sem fannst í beinum hrossa. „Er styrkur hans í beinum um fjórfalt hærri en á svæðum þar sem ekki gætir flúormengunar af völdum eldvirkni eða iðjuvera,“ segir í samantekt skýrslunnar.„Kemur frá álverinu á Grundartanga“ Segja skýrsluhöfundar rannsóknir þeirra sýna marktæka fylgni á milli efnaskiptaröskunarinnar og styrk flúoríðs í blóði hrossanna á Kúludalsá. Segja þeir áhrifin aukast með vaxandi styrk flúoríðs og þessar niðurstöður í samræmi við það sem fundist hefur í erlendum rannsóknum á áhrifum flúoríðs á efnaskipti insúlíns og glúkósa í rottum og mönnum. „Flúormengun fylgir í sumum tilfellum heitum uppsprettum, eldfjallaösku, tilbúnum túnáburði og fóðurbæti, sem skepnum er oft gefinn. Engar heitar uppsprettur eru á því landi, sem hrossin hafa gengið á og ekki er vitað um flúormengun af völdum eldfjallaösku á því tímabili, sem veikindin hafa staðið. Túnáburður með flúor hefur ekki verið notaður á bænum og fóðurbæti hafa hrossin ekki fengið. Er því tæpast hafið yfir nokkurn vafa að flúormengunin kemur frá álverinu á Grundartanga,“ segja skýrsluhöfundar. Eigandi hrossanna telur að ástæða sjúkdómsins sé mengun frá verksmiðjunum. Veikindin hófust árið 2007. Árið áður, 2006, varð óhapp í framleiðslu á iðnaðarsvæðinu og barst mikil mengun þaðan. Mikið af flúoríði mældist strax í gróðri og beinum sauðfjár á viðmiðunarbæjum, sem eru dreifðir um sveitir við Hvalfjörð.Matvælastofnun segir hrossin of feit Í tilkynningu sem Matvælastofnun sendir frá sér vegna niðurstöðu skýrsluhöfunda segir að árið 2011 hafi skoðun Matvælastofnunar sannarlega leitt í ljós að flest hrossanna hafi verið of feit. „Því fer fjarri að hægt sé að útiloka offitu sem orsök veikinda hrossa á Kúludalsá eins og skýrsluhöfundar gera,“ segir í tilkynningu Matvælastofnunar sem segir ljóst að efnaskiptaröskunin megi rekja til offitu í hrossunum.
Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Sjá meira