Lífið

Saka Ed Sheeran um lagastuld og vilja tvo milljarða frá honum

Birgir Olgeirsson skrifar
Lagahöfundarnir Martin Harrington og Thomas Leonard og útgáfufyrirtæki þeirra vilja meina að Sheeran hafi tekið ansi mikið úr lagi þeirra sem nefnist Amazing sem var gefið út í flutningi Matt Cardle sem vann breska X-Factor árið 2010.

Þeir hafa fengið lögmanninn Richard Busch með sér í lið sem sótti málið gegn Robin Thicke og Pharrell Williams vegna lagsins Blurred Lines. Var niðurstaða þess máls að Thicke og Williams þurftu að borga erfingjum Marvin Gaye milljónir dollara í bætur fyrir að hafa stolið úr lagi tónlistarmannsins sáluga Got To Give It Up. 

Í stefnu Harrington og Leonard gegn Sheeran segir að lag breska tónlistarmannsins, Photograph, sé of líkt laginu Amazing og þeirri útgáfu sem leit dagsins ljós í flutningi Matt Cardle.  Vilja Harrington og Leonard meina að lögin tvö, Photograph og Amazing, deili 39 nótum sem eru alveg eins. 

„Líkindi orða, raddbeitingar, melódíu og takts eru greinileg merki þess að Photograph hermir eftir Amazing,“ segir í stefnunni sem hefur verið birt Sheeran. Samkvæmt vef Billboard hefur Sheeran þénað um 20 milljónir dollara, sem nemur um 2,4 milljörðum íslenskra króna, á laginu Photograph. 

Hægt er að hlusta á lögin hér fyrir neðan en líkindin eru hvað greinilegust í viðlögum þeirra: 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.