Brjálæðislegt úthald trommuleikarans Jónas Sen skrifar 9. júní 2016 09:30 Tónlist Djasstónleikar Terri Lyne Carrington ásamt sjö manna sveit á Listahátíð í Reykjavík. Eldborg í Hörpu Sunnudaginn 5. júní Lokatónleikarnir á Listahátíð skörtuðu heimsfrægum djassista, Terri Lyne Carrington. Hún er trommuleikari og þrefaldur Grammy-verðlaunahafi. Með henni voru sex hljóðfæraleikarar sem spiluðu á píanó, tvo saxófóna, gítar, bassa og flautu. Byrjun tónleikanna var kröftug. Spilað var ákaft lag, hálfgerður frjálsdjass þar sem allt er leyfilegt. Hljóðmixið var sérstakt, venjulega heyrist ekki svona mikið í trommunum. En það var ekki leiðinlegt. Carrington er magnaður trommuleikari, leikur hennar var sérlega margbrotinn og oft ótrúlega hraður. Hið sérstaka var þó hve hann var í leiðinni afslappaður, það var engin stífni í áslættinum. Allt lék í höndunum á trommuleikaranum. Minnist maður orða Roberts Schumanns, sem sagði: „Sá sem ekki leikur við hljóðfærið, leikur ekki heldur á það.“ Tónleikarnir tóku klukkutíma og þrjú korter án hlés. Carrington lamdi trommurnar allan tímann af sama fjörinu, hún gaf aldrei eftir. Hvílíkt úthald! Hinir hljóðfæraleikararnir voru einnig með allt sitt á hreinu. Saxófónarnir voru dillandi og litríkir, píanóleikurinn var skemmtilega snarpur, bassinn pottþéttur, gítarinn glitrandi og flautuleikur hinnar tvítugu Elenu Pinderhughes dásamlega breiður og munúðarfullur. Sú síðastnefnda hóf líka upp raust sína á köflum, en hún var fyrst og fremst bakrödd. Hún gerði það þó fallega. Dagskráin var fjölbreytt. Þarna voru „standardar“ á borð við Body and Soul eftir Johnny Green, Unconditional Love eftir Nick Drake og Come Sunday eftir Duke Ellington. Svo voru lög af plötunni The Mosaic Project sem kom út árið 2011. Það er frábær plata þar sem allir músíkantarnir eru kvenkyns. Í fyrra kom út eins konar framhald plötunnar, hún er aðeins poppaðri en ekkert síður skemmtileg. Söngkonan Lizz Wright kom fram með bandinu og söng nokkur lög. Röddin var svo unaðslega safarík og fögur að maður hreinlega gleymdi stund og stað. Þetta var í einu orði sagt: Snilld.Niðurstaða: Algerlega frábærir djasstónleikar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016. Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist Djasstónleikar Terri Lyne Carrington ásamt sjö manna sveit á Listahátíð í Reykjavík. Eldborg í Hörpu Sunnudaginn 5. júní Lokatónleikarnir á Listahátíð skörtuðu heimsfrægum djassista, Terri Lyne Carrington. Hún er trommuleikari og þrefaldur Grammy-verðlaunahafi. Með henni voru sex hljóðfæraleikarar sem spiluðu á píanó, tvo saxófóna, gítar, bassa og flautu. Byrjun tónleikanna var kröftug. Spilað var ákaft lag, hálfgerður frjálsdjass þar sem allt er leyfilegt. Hljóðmixið var sérstakt, venjulega heyrist ekki svona mikið í trommunum. En það var ekki leiðinlegt. Carrington er magnaður trommuleikari, leikur hennar var sérlega margbrotinn og oft ótrúlega hraður. Hið sérstaka var þó hve hann var í leiðinni afslappaður, það var engin stífni í áslættinum. Allt lék í höndunum á trommuleikaranum. Minnist maður orða Roberts Schumanns, sem sagði: „Sá sem ekki leikur við hljóðfærið, leikur ekki heldur á það.“ Tónleikarnir tóku klukkutíma og þrjú korter án hlés. Carrington lamdi trommurnar allan tímann af sama fjörinu, hún gaf aldrei eftir. Hvílíkt úthald! Hinir hljóðfæraleikararnir voru einnig með allt sitt á hreinu. Saxófónarnir voru dillandi og litríkir, píanóleikurinn var skemmtilega snarpur, bassinn pottþéttur, gítarinn glitrandi og flautuleikur hinnar tvítugu Elenu Pinderhughes dásamlega breiður og munúðarfullur. Sú síðastnefnda hóf líka upp raust sína á köflum, en hún var fyrst og fremst bakrödd. Hún gerði það þó fallega. Dagskráin var fjölbreytt. Þarna voru „standardar“ á borð við Body and Soul eftir Johnny Green, Unconditional Love eftir Nick Drake og Come Sunday eftir Duke Ellington. Svo voru lög af plötunni The Mosaic Project sem kom út árið 2011. Það er frábær plata þar sem allir músíkantarnir eru kvenkyns. Í fyrra kom út eins konar framhald plötunnar, hún er aðeins poppaðri en ekkert síður skemmtileg. Söngkonan Lizz Wright kom fram með bandinu og söng nokkur lög. Röddin var svo unaðslega safarík og fögur að maður hreinlega gleymdi stund og stað. Þetta var í einu orði sagt: Snilld.Niðurstaða: Algerlega frábærir djasstónleikar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016.
Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira