Mikill heiður og ögrun fyrir mig Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 9. júní 2016 09:45 "Ég sé fram á ærin verkefni framundan og veit að fókusinn verður að vera á réttum stað,“ segir Katrín Hall. Vísir/Stefán Ég sótti um starfið eftir að hafa fengið póst frá óperunni um hvort ég hefði ekki hugsað mér að sækja um, það hvatti mig til að láta vaða. Svo var ég valin, það er mikill heiður og ögrun fyrir mig,“ segir Katrín Hall, sem er nýráðin listrænn stjórnandi dansflokks Gautaborgaróperunnar í Svíþjóð. Hún kveðst fylgst með Gautaborgardansflokknum, enda hafi hann verið leiðandi í sínu starfi. Hún hafi farið á sýningar með honum og þekkt tvo síðustu stjórnendur hans. „Það er oft samgangur og aðstoð milli dansflokka,“ útskýrir hún. Fráfarandi stjórnanda hjá Gautaborgardansflokknum, Adolphe Binder, kveðst Katrín hafa kynnst ágætlega og segir hana hafa gert gríðarlega góða hluti í sínu starfi. „Leikárið fram undan er skipulagt af Binder og ég get fyllilega staðið undir því með stolti. Það er metnaðarfullt og nokkurn veginn eins og ég hefði getað sett saman, þar eru danshöfundar sem ég hef starfað með og átt önnur samskipti við. Mér finnst góð tilfinning að geta staðið 100% við bakið á leiktíð sem ég planaði ekki sjálf.“ Katrín var í 16 ár með Íslenska dansflokkinn, frá 1996 til 2012. Síðan kveðst hún hafa verið í lausamennsku við að semja dansverk fyrir hina og þessa dansflokka, auk þess að kenna bæði við Listaháskólann og á alþjóðlegum vettvangi. „Mestmegnis er ég búin að vera á fartinni erlendis, markaðurinn er nú ekki stór í þessu fagi hér á landi.“ Katrín tekur formlega við nýju stöðunni 1. ágúst en samdi um að verða einhverja daga í burtu vegna annarra verkefna sem hún þarf að ljúka. „Auk þess er í samningnum að mér er veitt öðru hverju launalaust leyfi til að semja verk fyrir aðra dansflokka því ég tel mikilvægt að listrænn stjórnandi sé líka starfandi listamaður,“ segir hún og bætir við: „Ekki það að ég ætli að nýta mér það strax. Ég sé fram á ærin verkefni fram undan og veit að fókusinn verður að vera á réttum stað.“ Þrjátíu og átta dansarar eru við dansflokk Gautaborgaróperunnar eins og er, að sögn Katrínar. Hún kveðst hlakka til að kynnast þeim, finna út þeirra styrkleika, hvað þeir hafi að bjóða sem listamenn og hvernig þeir nái að blómstra og vaxa. „Þetta er mikið samspil. Ég hef alltaf lagt áherslu á að vinna í teymi, það er ekki einræðishyggja ríkjandi þar sem ég stjórna, mér finnst mikilvægt að allir séu með um borð, upplýsingaflæðið sé gott og gagnkvæm virðing ríki innan hópsins.“ Matthea Lára, dóttir Katrínar og Guðjóns Pedersen, var að útskrifast úr Hagaskóla í fyrradag og Katrín kveðst vona að hún fái inni í menntaskóla í Gautaborg. „Við reiknum öll með að vera sem mest í Svíþjóð, kannski á það eftir að gerast í einhverjum skrefum, það kemur í ljós. Þetta er svo nýtilkomið.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016. Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Ég sótti um starfið eftir að hafa fengið póst frá óperunni um hvort ég hefði ekki hugsað mér að sækja um, það hvatti mig til að láta vaða. Svo var ég valin, það er mikill heiður og ögrun fyrir mig,“ segir Katrín Hall, sem er nýráðin listrænn stjórnandi dansflokks Gautaborgaróperunnar í Svíþjóð. Hún kveðst fylgst með Gautaborgardansflokknum, enda hafi hann verið leiðandi í sínu starfi. Hún hafi farið á sýningar með honum og þekkt tvo síðustu stjórnendur hans. „Það er oft samgangur og aðstoð milli dansflokka,“ útskýrir hún. Fráfarandi stjórnanda hjá Gautaborgardansflokknum, Adolphe Binder, kveðst Katrín hafa kynnst ágætlega og segir hana hafa gert gríðarlega góða hluti í sínu starfi. „Leikárið fram undan er skipulagt af Binder og ég get fyllilega staðið undir því með stolti. Það er metnaðarfullt og nokkurn veginn eins og ég hefði getað sett saman, þar eru danshöfundar sem ég hef starfað með og átt önnur samskipti við. Mér finnst góð tilfinning að geta staðið 100% við bakið á leiktíð sem ég planaði ekki sjálf.“ Katrín var í 16 ár með Íslenska dansflokkinn, frá 1996 til 2012. Síðan kveðst hún hafa verið í lausamennsku við að semja dansverk fyrir hina og þessa dansflokka, auk þess að kenna bæði við Listaháskólann og á alþjóðlegum vettvangi. „Mestmegnis er ég búin að vera á fartinni erlendis, markaðurinn er nú ekki stór í þessu fagi hér á landi.“ Katrín tekur formlega við nýju stöðunni 1. ágúst en samdi um að verða einhverja daga í burtu vegna annarra verkefna sem hún þarf að ljúka. „Auk þess er í samningnum að mér er veitt öðru hverju launalaust leyfi til að semja verk fyrir aðra dansflokka því ég tel mikilvægt að listrænn stjórnandi sé líka starfandi listamaður,“ segir hún og bætir við: „Ekki það að ég ætli að nýta mér það strax. Ég sé fram á ærin verkefni fram undan og veit að fókusinn verður að vera á réttum stað.“ Þrjátíu og átta dansarar eru við dansflokk Gautaborgaróperunnar eins og er, að sögn Katrínar. Hún kveðst hlakka til að kynnast þeim, finna út þeirra styrkleika, hvað þeir hafi að bjóða sem listamenn og hvernig þeir nái að blómstra og vaxa. „Þetta er mikið samspil. Ég hef alltaf lagt áherslu á að vinna í teymi, það er ekki einræðishyggja ríkjandi þar sem ég stjórna, mér finnst mikilvægt að allir séu með um borð, upplýsingaflæðið sé gott og gagnkvæm virðing ríki innan hópsins.“ Matthea Lára, dóttir Katrínar og Guðjóns Pedersen, var að útskrifast úr Hagaskóla í fyrradag og Katrín kveðst vona að hún fái inni í menntaskóla í Gautaborg. „Við reiknum öll með að vera sem mest í Svíþjóð, kannski á það eftir að gerast í einhverjum skrefum, það kemur í ljós. Þetta er svo nýtilkomið.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 9. júní 2016.
Menning Mest lesið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Lífið „Loksins kominn til okkar“ Lífið Hittast á laun Lífið „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira