Ólympíufarinn Irina Sazonova: Var svo hrifin af Íslandi að ég vildi ekki fara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júní 2016 12:30 Irina Sazonova. Vísir/Ernir Irina Sazonova verður í ágúst fyrsta íslenska konan sem keppir í fimleikum á Ólympíuleikum en hún tryggði sér á dögunum farseðilinn til Ríó. Irina Sazonova var í tekin í viðtal fyrir erlenda fimleikblaðið International Gymnast Magazine í tilefni af tímamótunum. „Ég trúi því varla ennþá að ég sé að fara að keppa á Ólympíuleikunum og á móti bestu fimleikakonum heimsins. Þetta hefur verið draumur minn síðan í æsku," sagði Irina Sazonova. Irina Sazonova var spurð út í gengi hennar á nýloknu Evrópumóti í Bern. „Bern var eitt prófið í viðbót fyrir mig. Ég er sátt við frammistöðuna en það er mikið verk eftir ennþá til að koma mér þangað sem ég vil vera á leikunum," sagði Irina sem er á leiðinni í æfingabúðir í Stuttgart. „Ég mun fara seinna í þessum mánuði til Stuttgart þar sem ég mun geta einbeitt mér að æfingunum og gera æfingarnar mínar erfiðari. Það verður á sinn átt lokaæfingin mín fyrir Ólympíuleikana," sagði Irina en hvernig stendur á því að hún er kominn til Íslands „Ég hóf ferillinn minn í Vologda en fór fimmtán ára til Sankti Pétursborgar. Hjónin Svetlana Kolomenskaya og Yury Kolomensky þjálfuðu mig þar en núna þjálfar mig landi minn Vladimir Antonov. Svetlana Kolomenskaya var að þjálfa á Íslandi og tók mig með sér. Ég vildi prófa eitthvað nýtt," sagði Irina.Ólympíufarinn Irina Sazonova.Vísir/Ernir„Svetlana fór fljótlega heim en ég ákvað að vera áfram á Íslandi. Ég var svo hrifin af þessu landi að ég vildi ekki fara. Ísland varð því mitt heimili. Ég keppti fyrst bara fyrir Ármann en ég fékk ríkisborgararétt 13. ágúst 2015 og gat því farið að keppa fyrir Ísland í kjölfarið," sagði Irina. „Ég get ekki borið saman líf mitt í Rússlandi og hvernig ég bý hér á Íslandi. Það er allt öðruvísi. Ég var líka krakki í Rússlandi en er nú orðin fullorðin. Ég er ekki bara að æfa sjálf á Íslandi því ég hef einnig fengið tækifæri til að hefja þjálfaraferil minn," sagði Irina. „Íslenska tungumáli er erfitt en ég tel samt að ég nái fljótlega tökum á því," sagði Irina og hún sér fram á það að halda áfram á fullu í fimleikunum. „Fyrstu Ólympíuleikarnir mínir verða í Ríó en ég vona að þeir verði ekki síðustu leikarnir mínir líka. Ég stefni á það að æfa áfram á fullu og komast líka á leikana í Tókýó 2020," sagði Irina en það er hægt að lesa allt viðtalið við hana hér. Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sjá meira
Irina Sazonova verður í ágúst fyrsta íslenska konan sem keppir í fimleikum á Ólympíuleikum en hún tryggði sér á dögunum farseðilinn til Ríó. Irina Sazonova var í tekin í viðtal fyrir erlenda fimleikblaðið International Gymnast Magazine í tilefni af tímamótunum. „Ég trúi því varla ennþá að ég sé að fara að keppa á Ólympíuleikunum og á móti bestu fimleikakonum heimsins. Þetta hefur verið draumur minn síðan í æsku," sagði Irina Sazonova. Irina Sazonova var spurð út í gengi hennar á nýloknu Evrópumóti í Bern. „Bern var eitt prófið í viðbót fyrir mig. Ég er sátt við frammistöðuna en það er mikið verk eftir ennþá til að koma mér þangað sem ég vil vera á leikunum," sagði Irina sem er á leiðinni í æfingabúðir í Stuttgart. „Ég mun fara seinna í þessum mánuði til Stuttgart þar sem ég mun geta einbeitt mér að æfingunum og gera æfingarnar mínar erfiðari. Það verður á sinn átt lokaæfingin mín fyrir Ólympíuleikana," sagði Irina en hvernig stendur á því að hún er kominn til Íslands „Ég hóf ferillinn minn í Vologda en fór fimmtán ára til Sankti Pétursborgar. Hjónin Svetlana Kolomenskaya og Yury Kolomensky þjálfuðu mig þar en núna þjálfar mig landi minn Vladimir Antonov. Svetlana Kolomenskaya var að þjálfa á Íslandi og tók mig með sér. Ég vildi prófa eitthvað nýtt," sagði Irina.Ólympíufarinn Irina Sazonova.Vísir/Ernir„Svetlana fór fljótlega heim en ég ákvað að vera áfram á Íslandi. Ég var svo hrifin af þessu landi að ég vildi ekki fara. Ísland varð því mitt heimili. Ég keppti fyrst bara fyrir Ármann en ég fékk ríkisborgararétt 13. ágúst 2015 og gat því farið að keppa fyrir Ísland í kjölfarið," sagði Irina. „Ég get ekki borið saman líf mitt í Rússlandi og hvernig ég bý hér á Íslandi. Það er allt öðruvísi. Ég var líka krakki í Rússlandi en er nú orðin fullorðin. Ég er ekki bara að æfa sjálf á Íslandi því ég hef einnig fengið tækifæri til að hefja þjálfaraferil minn," sagði Irina. „Íslenska tungumáli er erfitt en ég tel samt að ég nái fljótlega tökum á því," sagði Irina og hún sér fram á það að halda áfram á fullu í fimleikunum. „Fyrstu Ólympíuleikarnir mínir verða í Ríó en ég vona að þeir verði ekki síðustu leikarnir mínir líka. Ég stefni á það að æfa áfram á fullu og komast líka á leikana í Tókýó 2020," sagði Irina en það er hægt að lesa allt viðtalið við hana hér.
Fimleikar Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Æsispennandi úrslitaleikir í keilunni Hareide hættur með landsliðið Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Grindvíkingar þétta raðirnar Sameinast litla bróður hjá Kolstad Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sjá meira