Ferrari hefur tilkynnt um að Ferrari Purosangue sé væntanlegur á götuna árið 2021. Hönnun bílsins byggir að miklu leyti á nýjasta bíl ítalska framleiðandans, Roma. LACO Design hefur gert tilraun til að setja saman líklegt útlit bílsins.
Purosangue verður fyrsti jeppinn frá Ferrari. Myndirnar sem sjá má í fréttinni eru hugmyndir hönnunarstofunnar LACO, en ekki formlega útgefnar af Ferrari.

Það eru því talsverðar líkur á að Purosangue muni líta allt öðruvísi út. Ferrari mun nú sennilega ekki einfaldlega flytja Roma upp á hærra plan, með aukinni veghæð. Framleiðandinn hefur þó gefið út að Roma verði fyrirmynd eins og áður segir. Jeppinn verður þó með fjórar hurðar ólíkt Roma.