Tomsick fékk betri samning á Króknum en í Garðabænum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. apríl 2020 14:13 Nikolas Tomsick var stigahæsti leikmaður Stjörnunnar í vetur. vísir/bára Körfuboltamaðurinn Nikolas Tomsick fékk betri samning hjá Tindastóli en hann hefði fengið hjá Stjörnunni. Þetta kemur fram í færslu Hilmars Júlíussonar, formanns körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, á Facebook. Tomsick lék með Stjörnunni í vetur og varð deildar- og bikarmeistari með liðinu. Fyrir viku var greint frá því að hann væri genginn í raðir Tindastóls. Þar fékk hann einfaldlega hagstæðari samning en Stjörnumenn gátu boðið honum. „Það er að sjálfsögðu mikil eftirsjá af Nick, ekki bara einn mesti skemmtikraftur og „game winner“ sem leikið hefur í Stjörnubúningnum heldur frábær karakter og ekki spurning að hans verður sárt saknað. En á tímum þegar flestir íþróttamenn í heiminum eru að lækka í launum og leikmanni býðst á sama tíma betri samningur en hann hafði fyrir þá getur maður ekki annað gert en ráðlagt viðkomandi að stökkva á tækifærið sem var nákvæmlega það sem við gerðum,“ segir Hilmar í færslunni á Facebook. Hann bætir við að laun allra leikmanna Stjörnunnar lækki vegna ástandsins í þjóðfélaginu. „Launahækkanir á þessum tíma eru ekki í boði hjá Stjörnunni og við ekki á þeim stað að geta sagt við hann að honum standi til boða sami samningur og í raun ólíklegt þar sem allir leikmenn eru að taka á sig launalækkanir og þá er óeðlilegt að taka einn leikmann út fyrir sviga í þeim aðgerðum.“ Galið að semja við erlenda leikmenn á þessum tímapunkti Hilmar segir að Stjarnan muni tefla fram sterku liði á næsta tímabili en ekki spenna bogann of hátt. Hann segir ekki ráðlagt að semja við erlenda leikmenn á þessum tíma. „En mín persónulega skoðun er að það sé galið að semja við erlenda leikmenn á þessum tímapunkti, aðrir sjá það öðruvísi greinilega og þannig er það nú oft, sem betur fer. Í fyrsta lagi er algerlega í lausu lofti hver fjárhagsstaða deildarinnar verður í haust, tekjur úr úrslitakeppninni sem yfirleitt eru notaðar til að byrja næsta tímabil eru ekki fyrir hendi og ekki ljóst hver staða okkar styrktaraðila verður í haust. Flestir þeir sem til þekkja segja að leikmannamarkaðurinn sé á hraðri niðurleið,“ segir Hilmar. „Sterkar deildir eins og á Spáni, Ítalíu og jafnvel Þýskalandi sjá fram á að jafnvel fjöldi félaga fari á hausinn. Þetta hefur allt áhrif á hvað erlendir leikmenn munu kosta í haust og kæmi ekki á óvart þó við sæjum sterkari leikmenn i deildinni en verið hefur og fyrir minni pening. Einnig er í fullum gangi núna vinna við björgunarpakka frá ríkinu fyrir íþróttahreyfinguna og við værum að senda frá okkur sérstök skilaboð með því að ráða erlenda leikmenn meðan á þeirri vinnu stendur.“ Í færslunni fer Hilmar einnig yfir frumlega fjáröflun Stjörnunnar og hverju hún skilaði. Færsluna má lesa hér fyrir neðan. Dominos-deild karla Stjarnan Tindastóll Tengdar fréttir Tomsick til liðs við Tindastól Körfuknattleiksmaðurinn Nikolas Tomsick mun spila á ný undir stjórn þjálfarans Baldurs Þórs Ragnarssonar á næstu leiktíð en hann hefur samið við Tindastól. 14. apríl 2020 17:50 Sportið í dag: „Get varla ímyndað mér að allir hafi haft efni á þessu“ Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, segir að hann haldi að nokkur lið í körfuboltanum hér heima hafi farið fram úr sér fjárhagslega í vetur. 27. mars 2020 21:00 Stjörnumenn ætla að slá aðsóknarmetið á leik sem fer aldrei fram Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta ætla að fara sérstaka leið til að fjármagna liðið sitt nú þegar ljóst er að úrslitakeppnin fer ekki fram. 26. mars 2020 18:00 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Sjá meira
Körfuboltamaðurinn Nikolas Tomsick fékk betri samning hjá Tindastóli en hann hefði fengið hjá Stjörnunni. Þetta kemur fram í færslu Hilmars Júlíussonar, formanns körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, á Facebook. Tomsick lék með Stjörnunni í vetur og varð deildar- og bikarmeistari með liðinu. Fyrir viku var greint frá því að hann væri genginn í raðir Tindastóls. Þar fékk hann einfaldlega hagstæðari samning en Stjörnumenn gátu boðið honum. „Það er að sjálfsögðu mikil eftirsjá af Nick, ekki bara einn mesti skemmtikraftur og „game winner“ sem leikið hefur í Stjörnubúningnum heldur frábær karakter og ekki spurning að hans verður sárt saknað. En á tímum þegar flestir íþróttamenn í heiminum eru að lækka í launum og leikmanni býðst á sama tíma betri samningur en hann hafði fyrir þá getur maður ekki annað gert en ráðlagt viðkomandi að stökkva á tækifærið sem var nákvæmlega það sem við gerðum,“ segir Hilmar í færslunni á Facebook. Hann bætir við að laun allra leikmanna Stjörnunnar lækki vegna ástandsins í þjóðfélaginu. „Launahækkanir á þessum tíma eru ekki í boði hjá Stjörnunni og við ekki á þeim stað að geta sagt við hann að honum standi til boða sami samningur og í raun ólíklegt þar sem allir leikmenn eru að taka á sig launalækkanir og þá er óeðlilegt að taka einn leikmann út fyrir sviga í þeim aðgerðum.“ Galið að semja við erlenda leikmenn á þessum tímapunkti Hilmar segir að Stjarnan muni tefla fram sterku liði á næsta tímabili en ekki spenna bogann of hátt. Hann segir ekki ráðlagt að semja við erlenda leikmenn á þessum tíma. „En mín persónulega skoðun er að það sé galið að semja við erlenda leikmenn á þessum tímapunkti, aðrir sjá það öðruvísi greinilega og þannig er það nú oft, sem betur fer. Í fyrsta lagi er algerlega í lausu lofti hver fjárhagsstaða deildarinnar verður í haust, tekjur úr úrslitakeppninni sem yfirleitt eru notaðar til að byrja næsta tímabil eru ekki fyrir hendi og ekki ljóst hver staða okkar styrktaraðila verður í haust. Flestir þeir sem til þekkja segja að leikmannamarkaðurinn sé á hraðri niðurleið,“ segir Hilmar. „Sterkar deildir eins og á Spáni, Ítalíu og jafnvel Þýskalandi sjá fram á að jafnvel fjöldi félaga fari á hausinn. Þetta hefur allt áhrif á hvað erlendir leikmenn munu kosta í haust og kæmi ekki á óvart þó við sæjum sterkari leikmenn i deildinni en verið hefur og fyrir minni pening. Einnig er í fullum gangi núna vinna við björgunarpakka frá ríkinu fyrir íþróttahreyfinguna og við værum að senda frá okkur sérstök skilaboð með því að ráða erlenda leikmenn meðan á þeirri vinnu stendur.“ Í færslunni fer Hilmar einnig yfir frumlega fjáröflun Stjörnunnar og hverju hún skilaði. Færsluna má lesa hér fyrir neðan.
Dominos-deild karla Stjarnan Tindastóll Tengdar fréttir Tomsick til liðs við Tindastól Körfuknattleiksmaðurinn Nikolas Tomsick mun spila á ný undir stjórn þjálfarans Baldurs Þórs Ragnarssonar á næstu leiktíð en hann hefur samið við Tindastól. 14. apríl 2020 17:50 Sportið í dag: „Get varla ímyndað mér að allir hafi haft efni á þessu“ Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, segir að hann haldi að nokkur lið í körfuboltanum hér heima hafi farið fram úr sér fjárhagslega í vetur. 27. mars 2020 21:00 Stjörnumenn ætla að slá aðsóknarmetið á leik sem fer aldrei fram Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta ætla að fara sérstaka leið til að fjármagna liðið sitt nú þegar ljóst er að úrslitakeppnin fer ekki fram. 26. mars 2020 18:00 Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ „Það er fjandskapur þarna á milli sem er óútskýrður“ Sjá meira
Tomsick til liðs við Tindastól Körfuknattleiksmaðurinn Nikolas Tomsick mun spila á ný undir stjórn þjálfarans Baldurs Þórs Ragnarssonar á næstu leiktíð en hann hefur samið við Tindastól. 14. apríl 2020 17:50
Sportið í dag: „Get varla ímyndað mér að allir hafi haft efni á þessu“ Hilmar Júlíusson, formaður körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar, segir að hann haldi að nokkur lið í körfuboltanum hér heima hafi farið fram úr sér fjárhagslega í vetur. 27. mars 2020 21:00
Stjörnumenn ætla að slá aðsóknarmetið á leik sem fer aldrei fram Deildar- og bikarmeistarar Stjörnunnar í Domino´s deild karla í körfubolta ætla að fara sérstaka leið til að fjármagna liðið sitt nú þegar ljóst er að úrslitakeppnin fer ekki fram. 26. mars 2020 18:00