Kolbrún Bergþórs á Römblunni: „Ég var að tala við konu áðan og bíllinn rétt fór fram hjá henni“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 17:13 Kolbrún var stödd í súpermarkaði á Römblunni þegar fólk þusti inn skelfingu lostið. Vísir Kolbrún Bergþórsdóttir, ritstjóri DV, er stödd í Barcelona. Hún er stödd núna í stórum súpermarkaði á Römblunni ásamt um hundrað manns til viðbótar og varð vitni að því þegar fólk kom skelfingu lostið inn í búðina. „Ég var hérna og var að borga þegar kemur hópur af fólki, tíu manns, og hrópar skelfingu lostið. Fólkið var á flótta og þusti inn í búðina. Fyrsta sem manni dettur í hug er hryðjuverkaárás og það reyndist rétt. Umsjónarmenn búðarinnar voru fljótir að sjá það og búðinni var lokað, settir hlerar niður,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi.Talaði við fólk sem varð vitni að árásinni Kolbrún segir að inni í búðinni sé fólk sem varð vitni að árásinni. „Þarna var maður sem ýtti börnunum sínum frá. Ég var að tala við konu áðan og bíllinn rétt fór fram hjá henni. Það er furðurlegt að þetta fólk erí sjálfu sér rólegt miðað við aðstæður,“ segir Kolbrún. Kolbrún segir að hún sjái ekkert út úr búðinni vegna hleranna sem liggja fyrir. Hún segir þó að allt sé fullt af lögreglumönnum og þyrlum. Hún nefnir að enginn sé særður inn í búðinni. Hún veit ekki hvenær þeim verður hleypt út.Rólegt andrúmsloft Aðspurð um andrúmsloftið þarna inni segir Kolbrún fólk vera tiltölulega rólegt. Sumir séu frosnir og samhugur sé bersýnilegur. „Fólk situr á gólfinu, það er að borða. Sumir eru að lesa. Börnin eru merkilega róleg en þetta er mjög sérstakt,“ segir Kolbrún. Hún segir að henni líði ágætlega. „Ég bjóst aldrei við að lenda í svona aðstæðum en ég er mjög róleg, ég er ekkert hrædd eða neitt slíkt,“ segir Kolbrún og nefnir að allir þarna inni séu sammála um að það sé hræðilegt hvernig heimurinn sé orðinn og þetta sé orðinn veruleikinn. Kolbrún hefur verið í langri Evrópureisu en stefnir á að snúa heim á laugardaginn næstkomandi. Hryðjuverk í Barcelona Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira
Kolbrún Bergþórsdóttir, ritstjóri DV, er stödd í Barcelona. Hún er stödd núna í stórum súpermarkaði á Römblunni ásamt um hundrað manns til viðbótar og varð vitni að því þegar fólk kom skelfingu lostið inn í búðina. „Ég var hérna og var að borga þegar kemur hópur af fólki, tíu manns, og hrópar skelfingu lostið. Fólkið var á flótta og þusti inn í búðina. Fyrsta sem manni dettur í hug er hryðjuverkaárás og það reyndist rétt. Umsjónarmenn búðarinnar voru fljótir að sjá það og búðinni var lokað, settir hlerar niður,“ segir Kolbrún í samtali við Vísi.Talaði við fólk sem varð vitni að árásinni Kolbrún segir að inni í búðinni sé fólk sem varð vitni að árásinni. „Þarna var maður sem ýtti börnunum sínum frá. Ég var að tala við konu áðan og bíllinn rétt fór fram hjá henni. Það er furðurlegt að þetta fólk erí sjálfu sér rólegt miðað við aðstæður,“ segir Kolbrún. Kolbrún segir að hún sjái ekkert út úr búðinni vegna hleranna sem liggja fyrir. Hún segir þó að allt sé fullt af lögreglumönnum og þyrlum. Hún nefnir að enginn sé særður inn í búðinni. Hún veit ekki hvenær þeim verður hleypt út.Rólegt andrúmsloft Aðspurð um andrúmsloftið þarna inni segir Kolbrún fólk vera tiltölulega rólegt. Sumir séu frosnir og samhugur sé bersýnilegur. „Fólk situr á gólfinu, það er að borða. Sumir eru að lesa. Börnin eru merkilega róleg en þetta er mjög sérstakt,“ segir Kolbrún. Hún segir að henni líði ágætlega. „Ég bjóst aldrei við að lenda í svona aðstæðum en ég er mjög róleg, ég er ekkert hrædd eða neitt slíkt,“ segir Kolbrún og nefnir að allir þarna inni séu sammála um að það sé hræðilegt hvernig heimurinn sé orðinn og þetta sé orðinn veruleikinn. Kolbrún hefur verið í langri Evrópureisu en stefnir á að snúa heim á laugardaginn næstkomandi.
Hryðjuverk í Barcelona Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Fleiri fréttir Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Sjá meira