Hryðjuverk í Barcelona: Sendiferðabíl ekið á fólk á Römblunni Atli Ísleifsson, Hulda Hólmkelsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 17. ágúst 2017 15:26 Ramblan í Barcelona. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Afp Sendiferðabíl hefur verið ekið á hóp fólks á Römblunni í Barcelona. Innanríkisráðherra Katalóníu segir að 13 séu látnir og rúmlega 100 særðir, þar af 15 alvarlega. Óttast er að mun fleiri hafi látið lífið. Lögregla segir að um hryðjuverkaárás sé að ræða.Blaðið La Vanguardia greinir frá því að bíllinn hafi stöðvast eftir að hafa verið ekið á sjoppu á mótum Römblunnar og Carrer Bonsucces.Sendiferðabíllinn var af gerðinni Fíat og hvítur að lit. Ökumaður bílsins stakk af frá vettvangi og er enn ófundinn. Lögreglan handtók mann að nafni Driss Oukabir sem talið er að hafi leigt sendiferðabílinn. Þá var annar maður handtekinn á áttunda tímanum, hann hefur ekki verið nafngreindur. Hvorugur þeirra er sagður vera ökumaður bílsins sem notaður var í árásinni.Lögreglan hefur fundið annan bíl sem sagður er hafa notaður við árásina í bænum Vic, 72 kílómetra frá Barcelona.Ökumaður bíls, sem tengdist árásinni ekki á nokkurn hátt, var skotinn til bana eftir að hafa ekið á tvo lögreglumenn í útjaðri borgarinnar. Mikil lögregluaðgerð stendur enn yfir í Barcelona.Fréttir hafa borist um að árásarmennirnir, einn eða fleiri, hafi tekið fólk í gíslingu á veitingastað nærri La Boqueria. Lögreglan í Katalóníu segir ekkert hæft í þeim fréttum.Tilkynning um málið barst lögreglu klukkan 17:05 að staðartíma, eða 15:05 að íslenskum tíma.Búið er að opna Römbluna aftur eftir að hafa verið lokuð í rúmlega 6 klukkustundir. Vegfarendur eru þó beðnir um að hafa varann á og fylgja fyrirmælum lögreglunnar.Íslamska ríkið segir árásarmennina hafa verið á sínum vegum.Fréttin verður uppfærð, en fylgjast má með nýjustu tíðindum af málinu í vaktinni að neðan.
Sendiferðabíl hefur verið ekið á hóp fólks á Römblunni í Barcelona. Innanríkisráðherra Katalóníu segir að 13 séu látnir og rúmlega 100 særðir, þar af 15 alvarlega. Óttast er að mun fleiri hafi látið lífið. Lögregla segir að um hryðjuverkaárás sé að ræða.Blaðið La Vanguardia greinir frá því að bíllinn hafi stöðvast eftir að hafa verið ekið á sjoppu á mótum Römblunnar og Carrer Bonsucces.Sendiferðabíllinn var af gerðinni Fíat og hvítur að lit. Ökumaður bílsins stakk af frá vettvangi og er enn ófundinn. Lögreglan handtók mann að nafni Driss Oukabir sem talið er að hafi leigt sendiferðabílinn. Þá var annar maður handtekinn á áttunda tímanum, hann hefur ekki verið nafngreindur. Hvorugur þeirra er sagður vera ökumaður bílsins sem notaður var í árásinni.Lögreglan hefur fundið annan bíl sem sagður er hafa notaður við árásina í bænum Vic, 72 kílómetra frá Barcelona.Ökumaður bíls, sem tengdist árásinni ekki á nokkurn hátt, var skotinn til bana eftir að hafa ekið á tvo lögreglumenn í útjaðri borgarinnar. Mikil lögregluaðgerð stendur enn yfir í Barcelona.Fréttir hafa borist um að árásarmennirnir, einn eða fleiri, hafi tekið fólk í gíslingu á veitingastað nærri La Boqueria. Lögreglan í Katalóníu segir ekkert hæft í þeim fréttum.Tilkynning um málið barst lögreglu klukkan 17:05 að staðartíma, eða 15:05 að íslenskum tíma.Búið er að opna Römbluna aftur eftir að hafa verið lokuð í rúmlega 6 klukkustundir. Vegfarendur eru þó beðnir um að hafa varann á og fylgja fyrirmælum lögreglunnar.Íslamska ríkið segir árásarmennina hafa verið á sínum vegum.Fréttin verður uppfærð, en fylgjast má með nýjustu tíðindum af málinu í vaktinni að neðan.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira