TAKK #SAS: Íslendingar féllu í hrönnum fyrir Facebook-svindli Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. ágúst 2017 13:15 Áður en ljóst var að um gabb væri að ræða deildu Íslendingar könnuninni í hrönnum, vongóðir um að geta skellt sér í frí með SAS. Vísir/Skjáskot Facebook-svindl, þar sem notendum var boðið að taka þátt í könnun á vegum flugfélagsins SAS í von um að vinna flugmiða, fór eins og eldur í sinu um vefinn í gær. Íslendingar deildu könnuninni í hrönnum en SAS sendi frá sér sérstaka yfirlýsingu um málið þar sem ítrekað var að um gabb væri að ræða. Facebook-notendum var boðið að taka þátt í könnun á starfsemi flugfélagsins SAS. Þegar svörin höfðu verið „send til SAS“ og „greind“ var notandanum tilkynnt um að hann hefði unnið tvo flugmiða með flugfélaginu. Til þess að innheimta miðana þurfti að því búnu að deila könnuninni á Facebook og skrifa Takk #SAS við deilinguna en öll umgjörð þótti nokkuð sannfærandi. Þá virðist sambærilegt svindl, sem gert er út fyrir að vera á vegum norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian, einnig vera í gangi. Fyrirtæki notast gjarnan við gjafaleiki af þessu tagi til að auka við fylgjendafjölda sinn á samfélagsmiðlum og vekja athygli á vörumerki sínu. Oft getur verið erfitt að greina á milli leikja, sem bjóða upp á raunveruleg verðlaun, og leikja sem eru aðeins til þess gerðir að villa um fyrir notendum.Notendum var tilkynnt um að þeir hefðu unnið tvo flugmiða að lokinni könnuninni. Miðarnir voru þó skilyrðum háðir.SkjáskotFjölmargir hugsuðu sér gott til glóðarinnar Áður en ljóst var að um gabb væri að ræða deildu Íslendingar könnuninni í hrönnum, vongóðir um að geta skellt sér í frí með SAS. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, deildi til að mynda umbeðnu myllumerki, Takk #SAS, á Facebook-síðu sinni. Honum var þó fljótlega bent á að könnunin væri svindl.Skarphéðni var fljótlega bent á að um svindl væri að ræða.SkjáskotÞá deildu Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins, og Sigríður Björg Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Kópavogs, könnuninni í von um að vinna flugmiða - auk fjölmargra annarra.Þórður Snær Júlíusson sá sér gott til góðarinnar.SkjáskotVigdís Hauksdóttir lét einnig freistast.SkjáskotÞá var Sigríður Björg Tómasdóttir í ferðastuði.SkjáskotFlugfélagið SAS, skandinavískt flugfélag sem Íslendingar hafa löngum ferðast með, sendi frá sér yfirlýsingu í gærmorgun og ítrekaði að könnunin væri ekki á vegum félagsins og ekki stæði til að útdeila ókeypis flugmiðum. Þá voru Facebook-notendur vinsamlegast beðnir um að hætta að deila og taka þátt í könnuninni. Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Trudeau segir af sér Erlent Fleiri fréttir Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Sjá meira
Facebook-svindl, þar sem notendum var boðið að taka þátt í könnun á vegum flugfélagsins SAS í von um að vinna flugmiða, fór eins og eldur í sinu um vefinn í gær. Íslendingar deildu könnuninni í hrönnum en SAS sendi frá sér sérstaka yfirlýsingu um málið þar sem ítrekað var að um gabb væri að ræða. Facebook-notendum var boðið að taka þátt í könnun á starfsemi flugfélagsins SAS. Þegar svörin höfðu verið „send til SAS“ og „greind“ var notandanum tilkynnt um að hann hefði unnið tvo flugmiða með flugfélaginu. Til þess að innheimta miðana þurfti að því búnu að deila könnuninni á Facebook og skrifa Takk #SAS við deilinguna en öll umgjörð þótti nokkuð sannfærandi. Þá virðist sambærilegt svindl, sem gert er út fyrir að vera á vegum norska lággjaldaflugfélagsins Norwegian, einnig vera í gangi. Fyrirtæki notast gjarnan við gjafaleiki af þessu tagi til að auka við fylgjendafjölda sinn á samfélagsmiðlum og vekja athygli á vörumerki sínu. Oft getur verið erfitt að greina á milli leikja, sem bjóða upp á raunveruleg verðlaun, og leikja sem eru aðeins til þess gerðir að villa um fyrir notendum.Notendum var tilkynnt um að þeir hefðu unnið tvo flugmiða að lokinni könnuninni. Miðarnir voru þó skilyrðum háðir.SkjáskotFjölmargir hugsuðu sér gott til glóðarinnar Áður en ljóst var að um gabb væri að ræða deildu Íslendingar könnuninni í hrönnum, vongóðir um að geta skellt sér í frí með SAS. Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins, deildi til að mynda umbeðnu myllumerki, Takk #SAS, á Facebook-síðu sinni. Honum var þó fljótlega bent á að könnunin væri svindl.Skarphéðni var fljótlega bent á að um svindl væri að ræða.SkjáskotÞá deildu Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingkona Framsóknarflokksins, og Sigríður Björg Tómasdóttir, upplýsingafulltrúi Kópavogs, könnuninni í von um að vinna flugmiða - auk fjölmargra annarra.Þórður Snær Júlíusson sá sér gott til góðarinnar.SkjáskotVigdís Hauksdóttir lét einnig freistast.SkjáskotÞá var Sigríður Björg Tómasdóttir í ferðastuði.SkjáskotFlugfélagið SAS, skandinavískt flugfélag sem Íslendingar hafa löngum ferðast með, sendi frá sér yfirlýsingu í gærmorgun og ítrekaði að könnunin væri ekki á vegum félagsins og ekki stæði til að útdeila ókeypis flugmiðum. Þá voru Facebook-notendur vinsamlegast beðnir um að hætta að deila og taka þátt í könnuninni.
Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Trudeau segir af sér Erlent Fleiri fréttir Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Sjá meira