Tólf konur valdar í fjölmiðlaþjálfun Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. janúar 2020 15:00 Silja Úlfarsdóttir og Ásta Sigríður Fjeldsted eru á meðal þeirra sem fá fjölmiðlaþjálfunina hjá FKA. Félag kvenna í atvinnulífinu og Ríkisútvarpið hafa hleypt af stokkunum verkefni til þriggja ára sem ætlað er að auka fjölbreytni viðmælenda í íslenskum fjölmiðlum. Verkefninu er um leið ætlað að bæta aðgengi fjölmiðlafólks að konum með sérþekkingu sem algengt er að skorti þegar leitað er að viðmælendum í fréttir og fréttatengda þætti. Auk Ríkisútvarpsins og FKA kemur starfsfólk Stöðvar 2 og Hringbrautar að framtakinu að þessu sinni. Um verður að ræða eins dags hagnýta þjálfun laugardaginn 8. febrúar 2020 í húsakynnum Ríkisútvarpsins í Efstaleiti 1. Sérstök valnefnd sá um yfirferð umsókna og hefur skilað tillögum til FKA. Hana skipuðu Hulda Bjarnadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri FKA, Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, sjónvarpskona hjá Stöð 2, Gunnar Hansson, útvarpsmaður á Rás 1 og Sigmundur Ernir Rúnarsson, sjónvarpsstjóri á Hringbraut. Til stóð að velja tíu konur en urðu þær á endanum tólf. Nöfnin má sjá hér að neðan en meðal kvennanna er frjálsíþróttakempan Silja Úlfarsdóttir og Ásta Sigríður Fjeldsted formaður Viðskiptaráðs. Íþróttir: Silja Úlfarsdóttir Nýsköpun: Elísabet Hjaltadóttir Kolbrún Hrafnkelsdóttir Orkumál: Kolbrún Reinholdsdóttir Sjávarútvegur: Ásta Dís Óladóttir Erla Ósk Pétursdóttir Alþjóða stjórnmál: Guðrún Helga Jóhannsdóttir Upplýsingatækni: Ásta Fjeldsted Ragnhildur Ágústsdóttir Viðskipti: Ásthildur Otharsdóttir Vísindi: Bryndís Marteinsdóttir Hulda Ragnheiður Árnadóttir formaður FKA verður fulltrúi stjórnar á námskeiðinu. Reynslumiklir leiðbeinendur Þátttakendur fá þar leiðsögn reynds fjölmiðlafólks og tækifæri til að spreyta sig sem viðmælendur við raunverulegar aðstæður í útvarpi og sjónvarpi. Þátttakendur læra m.a. um framkomu í fjölmiðlum, fá undirbúning fyrir viðtöl, setja sig í spor fréttamannsins og fara í viðtöl í myndverum Ríkisútvarpsins. Leiðbeinendur eru Þórhallur Gunnarsson, fjölmiðlamaður og Andrés Jónsson almannatengill. Einnig koma Sirrý Arnardóttir stjórnendaþjálfari, háskólakennari, rithöfundur og fyrrverandi fjölmiðlakona og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, sjónvarpskona hjá Stöð 2, ástríðukokkur og bókaútgefandi að þjálfuninni. Þátttakendur fá einnig tækifæri til að hitta og spjalla við Bergstein Sigurðsson og Huldu Geirsdóttur, fjölmiðlafólk á Ríkisútvarpinu. FKA gerði könnun meðal frétta- og dagskrárgerðarmanna í fréttatengdum þáttum á ljósvakamiðlum Ríkisútvarpsins, Stöðvar 2 og Hringbraut. Spurt var hvort erfiðara væri að finna konur sem viðmælendur á einhverjum tilteknum sérsviðum. Níu sérsvið voru oftast nefnd; Sjávarútvegur og tæknimál voru þar efst á blaði, auk upplýsingatækni, upplýsingaöryggis, orkumála, íþrótta, viðskipta, nýsköpunar, vísinda og stjórnmála. Því var óskað eftir konum með sérþekkingu á þessum sviðum í þetta skipti. Þá segir í tilkynningu á vef FKA að konunum 104 sem komust ekki í tólf manna lokahópinn verði boðið á þriggja tíma námskeið hjá Eddu Hermannsdóttur, samskiptastjóra Íslandsbanka. Fjölmiðlar Tengdar fréttir 120 konur berjast um tíu laus sæti í viðmælendaþjálfun Rúmlega 120 konur með sérfræðiþekkingu vilja taka þátt í Hagnýtu viðmælendanámskeið sem Félag kvenna í atvinnulífinu stendur fyrir í samstarfi við RÚV, starfsfólk Stöðvar 2 og Hringbrautar. 16. janúar 2020 10:48 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Félag kvenna í atvinnulífinu og Ríkisútvarpið hafa hleypt af stokkunum verkefni til þriggja ára sem ætlað er að auka fjölbreytni viðmælenda í íslenskum fjölmiðlum. Verkefninu er um leið ætlað að bæta aðgengi fjölmiðlafólks að konum með sérþekkingu sem algengt er að skorti þegar leitað er að viðmælendum í fréttir og fréttatengda þætti. Auk Ríkisútvarpsins og FKA kemur starfsfólk Stöðvar 2 og Hringbrautar að framtakinu að þessu sinni. Um verður að ræða eins dags hagnýta þjálfun laugardaginn 8. febrúar 2020 í húsakynnum Ríkisútvarpsins í Efstaleiti 1. Sérstök valnefnd sá um yfirferð umsókna og hefur skilað tillögum til FKA. Hana skipuðu Hulda Bjarnadóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri FKA, Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, sjónvarpskona hjá Stöð 2, Gunnar Hansson, útvarpsmaður á Rás 1 og Sigmundur Ernir Rúnarsson, sjónvarpsstjóri á Hringbraut. Til stóð að velja tíu konur en urðu þær á endanum tólf. Nöfnin má sjá hér að neðan en meðal kvennanna er frjálsíþróttakempan Silja Úlfarsdóttir og Ásta Sigríður Fjeldsted formaður Viðskiptaráðs. Íþróttir: Silja Úlfarsdóttir Nýsköpun: Elísabet Hjaltadóttir Kolbrún Hrafnkelsdóttir Orkumál: Kolbrún Reinholdsdóttir Sjávarútvegur: Ásta Dís Óladóttir Erla Ósk Pétursdóttir Alþjóða stjórnmál: Guðrún Helga Jóhannsdóttir Upplýsingatækni: Ásta Fjeldsted Ragnhildur Ágústsdóttir Viðskipti: Ásthildur Otharsdóttir Vísindi: Bryndís Marteinsdóttir Hulda Ragnheiður Árnadóttir formaður FKA verður fulltrúi stjórnar á námskeiðinu. Reynslumiklir leiðbeinendur Þátttakendur fá þar leiðsögn reynds fjölmiðlafólks og tækifæri til að spreyta sig sem viðmælendur við raunverulegar aðstæður í útvarpi og sjónvarpi. Þátttakendur læra m.a. um framkomu í fjölmiðlum, fá undirbúning fyrir viðtöl, setja sig í spor fréttamannsins og fara í viðtöl í myndverum Ríkisútvarpsins. Leiðbeinendur eru Þórhallur Gunnarsson, fjölmiðlamaður og Andrés Jónsson almannatengill. Einnig koma Sirrý Arnardóttir stjórnendaþjálfari, háskólakennari, rithöfundur og fyrrverandi fjölmiðlakona og Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, sjónvarpskona hjá Stöð 2, ástríðukokkur og bókaútgefandi að þjálfuninni. Þátttakendur fá einnig tækifæri til að hitta og spjalla við Bergstein Sigurðsson og Huldu Geirsdóttur, fjölmiðlafólk á Ríkisútvarpinu. FKA gerði könnun meðal frétta- og dagskrárgerðarmanna í fréttatengdum þáttum á ljósvakamiðlum Ríkisútvarpsins, Stöðvar 2 og Hringbraut. Spurt var hvort erfiðara væri að finna konur sem viðmælendur á einhverjum tilteknum sérsviðum. Níu sérsvið voru oftast nefnd; Sjávarútvegur og tæknimál voru þar efst á blaði, auk upplýsingatækni, upplýsingaöryggis, orkumála, íþrótta, viðskipta, nýsköpunar, vísinda og stjórnmála. Því var óskað eftir konum með sérþekkingu á þessum sviðum í þetta skipti. Þá segir í tilkynningu á vef FKA að konunum 104 sem komust ekki í tólf manna lokahópinn verði boðið á þriggja tíma námskeið hjá Eddu Hermannsdóttur, samskiptastjóra Íslandsbanka.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir 120 konur berjast um tíu laus sæti í viðmælendaþjálfun Rúmlega 120 konur með sérfræðiþekkingu vilja taka þátt í Hagnýtu viðmælendanámskeið sem Félag kvenna í atvinnulífinu stendur fyrir í samstarfi við RÚV, starfsfólk Stöðvar 2 og Hringbrautar. 16. janúar 2020 10:48 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
120 konur berjast um tíu laus sæti í viðmælendaþjálfun Rúmlega 120 konur með sérfræðiþekkingu vilja taka þátt í Hagnýtu viðmælendanámskeið sem Félag kvenna í atvinnulífinu stendur fyrir í samstarfi við RÚV, starfsfólk Stöðvar 2 og Hringbrautar. 16. janúar 2020 10:48