Mér þykir fúlt að þessi staða sé komin upp Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. ágúst 2017 07:00 Jón Guðmundsson að dæma leik. Vísir/Anton „Ég er hvorki tilbúinn til að hætta að dæma né þjálfa þannig að þetta er frekar erfið staða,“ segir Jón Guðmundsson körfuboltadómari, sem einnig er yngriflokkaþjálfari hjá Keflavík. Eftir að hafa þjálfað í 33 ár og dæmt í 15 er komið að því að hann verður að velja á milli. Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, hefur gefið það út að dómarar megi ekki lengur þjálfa samhliða dómgæslunni.Ekki setja dómara í erfiða stöðu „Þessi ákvörðun er almenns eðlis og snýr að því að dómarar séu ekki settir í þá stöðu að þurfa að dæma leiki með félaga sínum sem þeir hafa dæmt hjá, stundum kvöldið áður eða seinna auk þess sem slíkt kann að þykja ósanngjarnt gagnvart þriðja aðila,“ segir meðal annars í yfirlýsingu KKÍ um málið. Þar segir einnig að þessi regla hafi verið við lýði undanfarin ár en undanþágur hafi verið veittar. Nú hafi aftur á móti verið ákveðið að fylgja reglunni eftir til hins ítrasta. „Í samtölum við fulltrúa FIBA kom skýrt fram að önnur sjónarmið, hver sem þau kunni að vera, vegi ekki þyngra en þau að allur vafi um hlutleysi eða vanhæfi geti aldrei verið vefengd,“ segir líka í yfirlýsingu KKÍ.Jón Guðmundsson að störfum með þeim Halldóri Geir Jenssyni og Eggerti Þór Aðalsteinssyni.Vísir/ErnirEr í algjörri óvissu Jón getur legið undir feldi í um hálfan mánuð áður en hann tekur ákvörðun um hvað hann ætlar sér að gera næsta vetur; dæma eða þjálfa. „Það er ekkert leyndarmál að mér þykir það vera fúlt að þessi staða sé komin upp. Ég fer fram og til baka með ákvörðunina og núna er ég í algjörri óvissu. Þetta hefur gengið upp hjá mér í öll þessi ár því Keflvíkingar hafa verið mjög sveigjanlegir þegar kemur að dómgæslunni hjá mér,“ segir Jón en það hefur augljóslega verið mikið að gera hjá honum á síðustu árum með öll þessi verkefni. „Ég er ekki í þessu til þess að verða ríkur. Það er alveg klárt. Mér finnst ógeðslega gaman að dæma og þess vegna er ég ekki tilbúinn til að hætta. Maður fær ekki bara drull á vellinum. Maður fær alveg hrós líka þótt ótrúlegt megi virðast,“ segir Jón og hlær dátt. Á öllum þessum árum segist Jón aldrei hafa lent í nokkrum vandræðum vegna þess að hann sinnir báðum störfum. Það hafi gengið vel að aðgreina hlutverkin gagnvart öðrum. „Ég hef dæmt hjá mönnum sem hafa síðan dæmt hjá mér. Ég er þjálfari þegar svo ber undir og hef fengið tæknivillur og verið kastað út úr húsi, sællar minningar. Ég fæ enga sérmeðferð frekar en aðrir fá sérmeðferð hjá mér,“ segir Jón en hann hefur líka skilning á afstöðu KKÍ. „KKÍ telur að þetta sé allra meina bót og ég ætla ekkert að segja að þetta sé eitthvað rangt hjá þeim. Það er bara fúlt að vera í þessari stöðu. Að þurfa að velja. Ég verð að virða það sem þeir ákveða og ég geri það.“Hannes Jónsson.Vísir/EyþórÁkvörðunin stendur Keflvíkingar hafa reynt að fá þessu breytt en Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að það muni engu breyta. Ákvörðunin standi. „Hún stendur og mun standa. Við erum ekki að fara að breyta henni. Við skiljum vel að það séu skiptar skoðanir á málinu. Það má ræða það málefnalega. Sú umræða á að fara fram á réttum stöðum en ekki á samfélagsmiðlum,“ segir Hannes Sigurbjörn Jónsson. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Jón Axel og félagar spila til úrslita Körfubolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira
„Ég er hvorki tilbúinn til að hætta að dæma né þjálfa þannig að þetta er frekar erfið staða,“ segir Jón Guðmundsson körfuboltadómari, sem einnig er yngriflokkaþjálfari hjá Keflavík. Eftir að hafa þjálfað í 33 ár og dæmt í 15 er komið að því að hann verður að velja á milli. Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, hefur gefið það út að dómarar megi ekki lengur þjálfa samhliða dómgæslunni.Ekki setja dómara í erfiða stöðu „Þessi ákvörðun er almenns eðlis og snýr að því að dómarar séu ekki settir í þá stöðu að þurfa að dæma leiki með félaga sínum sem þeir hafa dæmt hjá, stundum kvöldið áður eða seinna auk þess sem slíkt kann að þykja ósanngjarnt gagnvart þriðja aðila,“ segir meðal annars í yfirlýsingu KKÍ um málið. Þar segir einnig að þessi regla hafi verið við lýði undanfarin ár en undanþágur hafi verið veittar. Nú hafi aftur á móti verið ákveðið að fylgja reglunni eftir til hins ítrasta. „Í samtölum við fulltrúa FIBA kom skýrt fram að önnur sjónarmið, hver sem þau kunni að vera, vegi ekki þyngra en þau að allur vafi um hlutleysi eða vanhæfi geti aldrei verið vefengd,“ segir líka í yfirlýsingu KKÍ.Jón Guðmundsson að störfum með þeim Halldóri Geir Jenssyni og Eggerti Þór Aðalsteinssyni.Vísir/ErnirEr í algjörri óvissu Jón getur legið undir feldi í um hálfan mánuð áður en hann tekur ákvörðun um hvað hann ætlar sér að gera næsta vetur; dæma eða þjálfa. „Það er ekkert leyndarmál að mér þykir það vera fúlt að þessi staða sé komin upp. Ég fer fram og til baka með ákvörðunina og núna er ég í algjörri óvissu. Þetta hefur gengið upp hjá mér í öll þessi ár því Keflvíkingar hafa verið mjög sveigjanlegir þegar kemur að dómgæslunni hjá mér,“ segir Jón en það hefur augljóslega verið mikið að gera hjá honum á síðustu árum með öll þessi verkefni. „Ég er ekki í þessu til þess að verða ríkur. Það er alveg klárt. Mér finnst ógeðslega gaman að dæma og þess vegna er ég ekki tilbúinn til að hætta. Maður fær ekki bara drull á vellinum. Maður fær alveg hrós líka þótt ótrúlegt megi virðast,“ segir Jón og hlær dátt. Á öllum þessum árum segist Jón aldrei hafa lent í nokkrum vandræðum vegna þess að hann sinnir báðum störfum. Það hafi gengið vel að aðgreina hlutverkin gagnvart öðrum. „Ég hef dæmt hjá mönnum sem hafa síðan dæmt hjá mér. Ég er þjálfari þegar svo ber undir og hef fengið tæknivillur og verið kastað út úr húsi, sællar minningar. Ég fæ enga sérmeðferð frekar en aðrir fá sérmeðferð hjá mér,“ segir Jón en hann hefur líka skilning á afstöðu KKÍ. „KKÍ telur að þetta sé allra meina bót og ég ætla ekkert að segja að þetta sé eitthvað rangt hjá þeim. Það er bara fúlt að vera í þessari stöðu. Að þurfa að velja. Ég verð að virða það sem þeir ákveða og ég geri það.“Hannes Jónsson.Vísir/EyþórÁkvörðunin stendur Keflvíkingar hafa reynt að fá þessu breytt en Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að það muni engu breyta. Ákvörðunin standi. „Hún stendur og mun standa. Við erum ekki að fara að breyta henni. Við skiljum vel að það séu skiptar skoðanir á málinu. Það má ræða það málefnalega. Sú umræða á að fara fram á réttum stöðum en ekki á samfélagsmiðlum,“ segir Hannes Sigurbjörn Jónsson.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Jón Axel og félagar spila til úrslita Körfubolti „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Fleiri fréttir Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Sjá meira