Um fluglest Runólfur Ágústsson skrifar 17. ágúst 2017 06:00 Töluverð umræða hefur nú í sumar orðið á vettvangi fjölmiðla um fyrirhugaða fluglest milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur og er áhugi fólks á verkefninu eðlilegur í ljósi stærðar framkvæmdarinnar og þess hve miklu máli hún skiptir fyrir íslenskt samfélag. Sitt sýnist hverjum og hefur umræðan mestan part verið málefnaleg og uppbyggileg. Nokkrir hafa þó stungið niður penna til að mótmæla þessari fyrirhuguðu framkvæmd út frá meintum forsendum, fyrirframgefnum skoðunum eða niðurstöðu. Slíkt gefur tilefni til að draga fram nokkur lykilatriði varðandi fluglestina fyrir þá sem hafa áhuga á málefnalegri umræðu um verkefnið: 1. Fluglestin er hrein einkaframkvæmd og er ekki kostuð eða styrkt af hinu opinbera. Ekki hefur verið óskað eftir ríkisábyrgðum til verkefnisins, öfugt við t.a.m. Vaðlaheiðargöng. 2. Fluglestinni má ekki rugla saman við Borgarlínu, sem er opinber framkvæmd á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægt er hins vegar að þessi tvö samgöngukerfi hafi góða tengipunkta og styðji þannig hvort við annað. 3. Gert er ráð fyrir að 70-80% tekna fluglestarinnar komi frá erlendum ferðamönnum á leið milli flugvallarins og höfuðborgarsvæðisins og að fjármögnun verkefnisins endurspegli þetta, þ.e. verkefnið verði að langmestu leyti fjármagnað erlendis. Fjármagn til verkefnisins verður því hrein viðbót við þær opinberu framkvæmdir í samgöngumálum sem fyrirhugaðar eru næsta áratuginn og skerða ekki opinber framlög til þess málaflokks. 4. Samfélagslegur ábati af fluglestinni var árið 2014, út frá þáverandi forsendum um fjölda ferðamanna, áætlaður 40-60 milljarðar króna. Lestin myndi draga verulega úr kolefnislosun í samgöngum miðað við núverandi stöðu þeirra og minnka umferðarálag á Reykjanesbraut og höfuðborgarsvæðinu á leiðinni Hafnarfjörður – miðborg. 5. Miðaverð tekur mið af því sem þekkist í sambærilegum verkefnum í nágrannalöndum okkar s.s. í Ósló (Flytoget), Stokkhólmi (Arlanda Express) og London (Heathrow Express og Gatwick Express) og verður u.þ.b. tvöfalt á við far með rútu. Ferðatíminn mun verða innan við 20 mínútur. 6. Áætlanir þróunarfélagsins um fjölgun ferðamanna eru varfærnar. Við gerum ráð fyrir að verulega dragi úr fjölgun þeirra strax á næsta ári og að langtímavöxtur verði sambærilegur við það sem spáð er almennt í aljóðlegu farþegaflugi. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir að fluglestin verði með um 30% markaðshlutdeild meðal flugfarþega til og frá Keflavíkurflugvelli. 7. Sá samningur sem Fluglestin – þróunarfélag hefur gert við þau sveitarfélög sem í hlut eiga fjallar um samstarf í skipulagsmálum. Þegar hafa Reykjavíkurborg, Garðabær, Sveitafélagið Vogar, Reykjanesbær, Sveitarfélagið Garður og Sandgerðisbær samþykkt slíkan samning og bíður hann nú afgreiðslu í Kópavogi og Hafnarfirði. Mikil samstaða hefur verið innan þeirra sveitarstjórna sem þegar hafa afgreitt samninginn um afgreiðslu hans, enda bera sveitarfélögin ekki kostnað af þeirri þróunar-, rannsóknar- og skipulagsvinnu sem framundan er, heldur þróunarfélagið. Sveitarfélögin bera ekki áhættu eða kostnað af verkefninu, hvorki undirbúningi þess, framkvæmd né rekstri. 8. Framganga verkefnisins mun hins vegar ráðast af tiltrú fjárfesta á því, fyrst og fremst alþjóðlegra. Í þeim efnum má m.a. vísa til viðtals Viðskiptablaðsins frá í fyrra við Cristian Popa, aðstoðarbankastjóra Evrópska fjárfestingarbankans en þar segir: „Ég held að hraðlest sé lykilatriði með hliðsjón af umfangi ferðaþjónustunnar á Íslandi … Hann bætir við að hann telji að hagkerfið geti ráðið mun betur við vöxtinn í ferðaþjónustunni þegar hraðlestin er komin í gagnið.“ Ég vona að ofangreindar upplýsingar séu til þess fallnar að stuðla að málefnalegri umræðu um þetta stóra verkefni sem eðlilegt er að sé umdeilt. Slíkt þekkja menn frá því Hvalfjarðargöngin voru gerð og væri sumum þeirra sem stungið hafa niður penna um fluglestina hollt að spegla sig og viðhorf sín í orðum þeirra sem á sínum tíma voru sem mest á móti göngunum.Höfundur er framkvæmdastjóri Fluglestarinnar – þróunarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Töluverð umræða hefur nú í sumar orðið á vettvangi fjölmiðla um fyrirhugaða fluglest milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur og er áhugi fólks á verkefninu eðlilegur í ljósi stærðar framkvæmdarinnar og þess hve miklu máli hún skiptir fyrir íslenskt samfélag. Sitt sýnist hverjum og hefur umræðan mestan part verið málefnaleg og uppbyggileg. Nokkrir hafa þó stungið niður penna til að mótmæla þessari fyrirhuguðu framkvæmd út frá meintum forsendum, fyrirframgefnum skoðunum eða niðurstöðu. Slíkt gefur tilefni til að draga fram nokkur lykilatriði varðandi fluglestina fyrir þá sem hafa áhuga á málefnalegri umræðu um verkefnið: 1. Fluglestin er hrein einkaframkvæmd og er ekki kostuð eða styrkt af hinu opinbera. Ekki hefur verið óskað eftir ríkisábyrgðum til verkefnisins, öfugt við t.a.m. Vaðlaheiðargöng. 2. Fluglestinni má ekki rugla saman við Borgarlínu, sem er opinber framkvæmd á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægt er hins vegar að þessi tvö samgöngukerfi hafi góða tengipunkta og styðji þannig hvort við annað. 3. Gert er ráð fyrir að 70-80% tekna fluglestarinnar komi frá erlendum ferðamönnum á leið milli flugvallarins og höfuðborgarsvæðisins og að fjármögnun verkefnisins endurspegli þetta, þ.e. verkefnið verði að langmestu leyti fjármagnað erlendis. Fjármagn til verkefnisins verður því hrein viðbót við þær opinberu framkvæmdir í samgöngumálum sem fyrirhugaðar eru næsta áratuginn og skerða ekki opinber framlög til þess málaflokks. 4. Samfélagslegur ábati af fluglestinni var árið 2014, út frá þáverandi forsendum um fjölda ferðamanna, áætlaður 40-60 milljarðar króna. Lestin myndi draga verulega úr kolefnislosun í samgöngum miðað við núverandi stöðu þeirra og minnka umferðarálag á Reykjanesbraut og höfuðborgarsvæðinu á leiðinni Hafnarfjörður – miðborg. 5. Miðaverð tekur mið af því sem þekkist í sambærilegum verkefnum í nágrannalöndum okkar s.s. í Ósló (Flytoget), Stokkhólmi (Arlanda Express) og London (Heathrow Express og Gatwick Express) og verður u.þ.b. tvöfalt á við far með rútu. Ferðatíminn mun verða innan við 20 mínútur. 6. Áætlanir þróunarfélagsins um fjölgun ferðamanna eru varfærnar. Við gerum ráð fyrir að verulega dragi úr fjölgun þeirra strax á næsta ári og að langtímavöxtur verði sambærilegur við það sem spáð er almennt í aljóðlegu farþegaflugi. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir að fluglestin verði með um 30% markaðshlutdeild meðal flugfarþega til og frá Keflavíkurflugvelli. 7. Sá samningur sem Fluglestin – þróunarfélag hefur gert við þau sveitarfélög sem í hlut eiga fjallar um samstarf í skipulagsmálum. Þegar hafa Reykjavíkurborg, Garðabær, Sveitafélagið Vogar, Reykjanesbær, Sveitarfélagið Garður og Sandgerðisbær samþykkt slíkan samning og bíður hann nú afgreiðslu í Kópavogi og Hafnarfirði. Mikil samstaða hefur verið innan þeirra sveitarstjórna sem þegar hafa afgreitt samninginn um afgreiðslu hans, enda bera sveitarfélögin ekki kostnað af þeirri þróunar-, rannsóknar- og skipulagsvinnu sem framundan er, heldur þróunarfélagið. Sveitarfélögin bera ekki áhættu eða kostnað af verkefninu, hvorki undirbúningi þess, framkvæmd né rekstri. 8. Framganga verkefnisins mun hins vegar ráðast af tiltrú fjárfesta á því, fyrst og fremst alþjóðlegra. Í þeim efnum má m.a. vísa til viðtals Viðskiptablaðsins frá í fyrra við Cristian Popa, aðstoðarbankastjóra Evrópska fjárfestingarbankans en þar segir: „Ég held að hraðlest sé lykilatriði með hliðsjón af umfangi ferðaþjónustunnar á Íslandi … Hann bætir við að hann telji að hagkerfið geti ráðið mun betur við vöxtinn í ferðaþjónustunni þegar hraðlestin er komin í gagnið.“ Ég vona að ofangreindar upplýsingar séu til þess fallnar að stuðla að málefnalegri umræðu um þetta stóra verkefni sem eðlilegt er að sé umdeilt. Slíkt þekkja menn frá því Hvalfjarðargöngin voru gerð og væri sumum þeirra sem stungið hafa niður penna um fluglestina hollt að spegla sig og viðhorf sín í orðum þeirra sem á sínum tíma voru sem mest á móti göngunum.Höfundur er framkvæmdastjóri Fluglestarinnar – þróunarfélags.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar