

Um fluglest
Sitt sýnist hverjum og hefur umræðan mestan part verið málefnaleg og uppbyggileg. Nokkrir hafa þó stungið niður penna til að mótmæla þessari fyrirhuguðu framkvæmd út frá meintum forsendum, fyrirframgefnum skoðunum eða niðurstöðu. Slíkt gefur tilefni til að draga fram nokkur lykilatriði varðandi fluglestina fyrir þá sem hafa áhuga á málefnalegri umræðu um verkefnið:
1. Fluglestin er hrein einkaframkvæmd og er ekki kostuð eða styrkt af hinu opinbera. Ekki hefur verið óskað eftir ríkisábyrgðum til verkefnisins, öfugt við t.a.m. Vaðlaheiðargöng.
2. Fluglestinni má ekki rugla saman við Borgarlínu, sem er opinber framkvæmd á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægt er hins vegar að þessi tvö samgöngukerfi hafi góða tengipunkta og styðji þannig hvort við annað.
3. Gert er ráð fyrir að 70-80% tekna fluglestarinnar komi frá erlendum ferðamönnum á leið milli flugvallarins og höfuðborgarsvæðisins og að fjármögnun verkefnisins endurspegli þetta, þ.e. verkefnið verði að langmestu leyti fjármagnað erlendis. Fjármagn til verkefnisins verður því hrein viðbót við þær opinberu framkvæmdir í samgöngumálum sem fyrirhugaðar eru næsta áratuginn og skerða ekki opinber framlög til þess málaflokks.
4. Samfélagslegur ábati af fluglestinni var árið 2014, út frá þáverandi forsendum um fjölda ferðamanna, áætlaður 40-60 milljarðar króna. Lestin myndi draga verulega úr kolefnislosun í samgöngum miðað við núverandi stöðu þeirra og minnka umferðarálag á Reykjanesbraut og höfuðborgarsvæðinu á leiðinni Hafnarfjörður – miðborg.
5. Miðaverð tekur mið af því sem þekkist í sambærilegum verkefnum í nágrannalöndum okkar s.s. í Ósló (Flytoget), Stokkhólmi (Arlanda Express) og London (Heathrow Express og Gatwick Express) og verður u.þ.b. tvöfalt á við far með rútu. Ferðatíminn mun verða innan við 20 mínútur.
6. Áætlanir þróunarfélagsins um fjölgun ferðamanna eru varfærnar. Við gerum ráð fyrir að verulega dragi úr fjölgun þeirra strax á næsta ári og að langtímavöxtur verði sambærilegur við það sem spáð er almennt í aljóðlegu farþegaflugi. Áætlanir félagsins gera ráð fyrir að fluglestin verði með um 30% markaðshlutdeild meðal flugfarþega til og frá Keflavíkurflugvelli.
7. Sá samningur sem Fluglestin – þróunarfélag hefur gert við þau sveitarfélög sem í hlut eiga fjallar um samstarf í skipulagsmálum. Þegar hafa Reykjavíkurborg, Garðabær, Sveitafélagið Vogar, Reykjanesbær, Sveitarfélagið Garður og Sandgerðisbær samþykkt slíkan samning og bíður hann nú afgreiðslu í Kópavogi og Hafnarfirði. Mikil samstaða hefur verið innan þeirra sveitarstjórna sem þegar hafa afgreitt samninginn um afgreiðslu hans, enda bera sveitarfélögin ekki kostnað af þeirri þróunar-, rannsóknar- og skipulagsvinnu sem framundan er, heldur þróunarfélagið. Sveitarfélögin bera ekki áhættu eða kostnað af verkefninu, hvorki undirbúningi þess, framkvæmd né rekstri.
8. Framganga verkefnisins mun hins vegar ráðast af tiltrú fjárfesta á því, fyrst og fremst alþjóðlegra. Í þeim efnum má m.a. vísa til viðtals Viðskiptablaðsins frá í fyrra við Cristian Popa, aðstoðarbankastjóra Evrópska fjárfestingarbankans en þar segir: „Ég held að hraðlest sé lykilatriði með hliðsjón af umfangi ferðaþjónustunnar á Íslandi … Hann bætir við að hann telji að hagkerfið geti ráðið mun betur við vöxtinn í ferðaþjónustunni þegar hraðlestin er komin í gagnið.“
Ég vona að ofangreindar upplýsingar séu til þess fallnar að stuðla að málefnalegri umræðu um þetta stóra verkefni sem eðlilegt er að sé umdeilt. Slíkt þekkja menn frá því Hvalfjarðargöngin voru gerð og væri sumum þeirra sem stungið hafa niður penna um fluglestina hollt að spegla sig og viðhorf sín í orðum þeirra sem á sínum tíma voru sem mest á móti göngunum.
Höfundur er framkvæmdastjóri Fluglestarinnar – þróunarfélags.
Skoðun

Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur
Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar

Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Getur Sturlunga snúið aftur?
Leifur B. Dagfinnsson skrifar

Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki
Gunnar Ásgrímsson skrifar

Vorbókaleysingar
Henry Alexander Henrysson skrifar

Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps?
Snorri Másson skrifar

Liðveisla fyrir öll
Atli Már Haraldsson skrifar

Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta
Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar

Að standa við stóru orðin
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings
Ingibjörg Isaksen skrifar

Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas?
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla
Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar

Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ?
Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar

„Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu
Jón Frímann Jónsson skrifar

Fullvalda utan sambandsríkja
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Sjálfstæðir grunnskólar í hættu
Benedikt S. Benediktsson skrifar

Borgaralegur vígbúnaður
Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar

Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu
Teitur Guðmundsson skrifar

Ósunginn óður til doktorsnema
Styrmir Hallsson skrifar

Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Tannhjól í mulningsvél?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fækkum kennurum um 90%
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Uppsagnarbréf til góða fólksins
Daníel Freyr Jónsson skrifar

Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi
Skúli S. Ólafsson skrifar

Hugtakastríðið mikla
Sigmar Guðmundsson skrifar

Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun
Stefán Már Gunnlaugsson skrifar

Ekki er allt sem sýnist
Ólafur Helgi Marteinsson skrifar

Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum?
Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar