Sérstakt að fara upp án fagnaðarláta Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2020 22:00 Viðar Örn Hafsteinsson ræddi við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. VÍSIR/GETTY Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar í körfubolta, var í vinnunni sinni í Menntaskólanum á Egilsstöðum þegar hann frétti að liðið væri komið upp í Domino‘s-deildina. Stjórn KKÍ ákvað að flauta körfuboltatímabilið af vegna kórónuveirufaraldursins og óvissunnar sem af honum stafar. Um leið ákvað stjórnin að aðeins efsta lið 1. deildar á þeim tímapunkti, Höttur, færi upp í Domino‘s-deildina. „Ég var bara í vinnunni og fæ póst frá formanninum um að það væri komin niðurstaða í þetta, og að við myndum fara upp um deild. Það var mjög gott. Ég kláraði bara vinnudaginn, pakkaði í töskuna og fór heim og opnaði einn kaldan í sófanum,“ sagði Viðar léttur í bragði í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Hamarsmenn voru tveimur stigum á eftir Hetti og áttu liðin eftir að mætast í óeiginlegum úrslitaleik um efsta sætið þegar tímabilið var flautað af. Þeir hafa harmað ákvörðun KKÍ og Viðar kveðst skilja afstöðu Hvergerðinga: „Já, já. Ég skil alveg að þeir séu fúlir með þetta. Það gerist bara þegar lið eru að leggja helling í þetta og ætla sér upp um deild. Auðvitað er þetta bara erfið staða og sérstök. Eins með það að komast upp um deild. Það voru engin fagnaðarlæti. Það vantar eitthvað í þetta. En það er ekkert við því að gera.“ Viðar segir að nú sé markmiðið að festa Hött í sessi í deild þeirra bestu: „Já, það er búin að vera stefnan í nokkur ár en gengið brösuglega. Við höfum farið tvisvar upp síðan ég byrjaði að þjálfa liðið og tvisvar alveg lóðbeint niður aftur. Það segir sig sjálft að í þessi tvö skipti vorum við bara ekki með nógu gott lið. Það er klárlega stefnan núna að stíga þannig á bensínið að við verðum með nógu gott lið og samkeppnishæft lið í Domino‘s-deildinni. Það er klárt mál.“ Klippa: Viðar Örn um Hött og Hamar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild karla Sportið í dag Tengdar fréttir Brjálaður út í KKÍ | Eins og að missa einhvern nákominn Óhætt er að segja að það falli í grýttan jarðveg hjá þjálfara Hamars hvernig stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að skilja við tímabilið 2019-20. 18. mars 2020 19:30 „Til hvers að bíða með svona erfiða ákvörðun?“ Formaður KKÍ er ósammála því að réttast hefði verið að bíða með að taka ákvörðun um það hvort og þá hvaða lið féllu úr Domino's-deildunum og hvaða lið færu upp úr 1. deild. 30. mars 2020 19:34 Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40 Körfuboltatímabilið blásið af | Engir Íslandsmeistarar Ákveðið hefur verið að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta vegna kórónuveirufaraldursins. 18. mars 2020 14:02 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Sjá meira
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar í körfubolta, var í vinnunni sinni í Menntaskólanum á Egilsstöðum þegar hann frétti að liðið væri komið upp í Domino‘s-deildina. Stjórn KKÍ ákvað að flauta körfuboltatímabilið af vegna kórónuveirufaraldursins og óvissunnar sem af honum stafar. Um leið ákvað stjórnin að aðeins efsta lið 1. deildar á þeim tímapunkti, Höttur, færi upp í Domino‘s-deildina. „Ég var bara í vinnunni og fæ póst frá formanninum um að það væri komin niðurstaða í þetta, og að við myndum fara upp um deild. Það var mjög gott. Ég kláraði bara vinnudaginn, pakkaði í töskuna og fór heim og opnaði einn kaldan í sófanum,“ sagði Viðar léttur í bragði í Sportinu í dag á Stöð 2 Sport. Hamarsmenn voru tveimur stigum á eftir Hetti og áttu liðin eftir að mætast í óeiginlegum úrslitaleik um efsta sætið þegar tímabilið var flautað af. Þeir hafa harmað ákvörðun KKÍ og Viðar kveðst skilja afstöðu Hvergerðinga: „Já, já. Ég skil alveg að þeir séu fúlir með þetta. Það gerist bara þegar lið eru að leggja helling í þetta og ætla sér upp um deild. Auðvitað er þetta bara erfið staða og sérstök. Eins með það að komast upp um deild. Það voru engin fagnaðarlæti. Það vantar eitthvað í þetta. En það er ekkert við því að gera.“ Viðar segir að nú sé markmiðið að festa Hött í sessi í deild þeirra bestu: „Já, það er búin að vera stefnan í nokkur ár en gengið brösuglega. Við höfum farið tvisvar upp síðan ég byrjaði að þjálfa liðið og tvisvar alveg lóðbeint niður aftur. Það segir sig sjálft að í þessi tvö skipti vorum við bara ekki með nógu gott lið. Það er klárlega stefnan núna að stíga þannig á bensínið að við verðum með nógu gott lið og samkeppnishæft lið í Domino‘s-deildinni. Það er klárt mál.“ Klippa: Viðar Örn um Hött og Hamar Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild karla Sportið í dag Tengdar fréttir Brjálaður út í KKÍ | Eins og að missa einhvern nákominn Óhætt er að segja að það falli í grýttan jarðveg hjá þjálfara Hamars hvernig stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að skilja við tímabilið 2019-20. 18. mars 2020 19:30 „Til hvers að bíða með svona erfiða ákvörðun?“ Formaður KKÍ er ósammála því að réttast hefði verið að bíða með að taka ákvörðun um það hvort og þá hvaða lið féllu úr Domino's-deildunum og hvaða lið færu upp úr 1. deild. 30. mars 2020 19:34 Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40 Körfuboltatímabilið blásið af | Engir Íslandsmeistarar Ákveðið hefur verið að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta vegna kórónuveirufaraldursins. 18. mars 2020 14:02 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Sjá meira
Brjálaður út í KKÍ | Eins og að missa einhvern nákominn Óhætt er að segja að það falli í grýttan jarðveg hjá þjálfara Hamars hvernig stjórn Körfuknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að skilja við tímabilið 2019-20. 18. mars 2020 19:30
„Til hvers að bíða með svona erfiða ákvörðun?“ Formaður KKÍ er ósammála því að réttast hefði verið að bíða með að taka ákvörðun um það hvort og þá hvaða lið féllu úr Domino's-deildunum og hvaða lið færu upp úr 1. deild. 30. mars 2020 19:34
Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40
Körfuboltatímabilið blásið af | Engir Íslandsmeistarar Ákveðið hefur verið að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta vegna kórónuveirufaraldursins. 18. mars 2020 14:02
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli