Líkamsbeiting við vinnu Gunnhildur Gísladóttir skrifar 3. febrúar 2020 09:00 Að beita sér rétt við vinnu er líklega stórlega vanmetið. Mannfólkið hefur vanið sig á það að láta verkefnin og umhverfið stjórna líkamsbeitingu sinni en gleymir því að laga á umhverfið að manninum – ekki öfugt. Því miður eru það einnig oft vani og vinnustaðamenning sem vinna á móti því að góðrar líkamsbeitingar sé gætt við störfin. Það er kannski ofsagt að Íslendingar hafi aldrei hugsað mikið um líkama sinn en þó hefur það frekar talist til mannkosta að láta sig hafa hlutina og kvarta ekki fyrr en í fulla hnefana. Kannski er kominn tími til að endurskoða þetta viðhorf. Rannsóknir sýna að nálægt 60% allra fjarvista frá vinnu eru vegna stoðkerfisvandamála og það liggur einnig fyrir að stór hluti sjúkrasjóða fari í að borga fjarveru vegna stoðkerfisvandamála. Endurhæfing einstaklinga með stoðkerfisverki er kostnaðarsöm fyrir þjóðfélagið og getur einnig verið tímafrek þannig að starfsmaðurinn er lengi frá vinnu sinni. En hvers vegna hugsum við þá ekki betur um forvarnir? Hvers vegna skoðum við hlutina ekki frá byrjun og sjáum hvað betur má fara – bæði í vinnuumhverfinu og ekki síður varðandi líkamsbeitingu starfsmanna? Því miður er það svo að það er yfirleitt ekki fyrr en slysin verða, þegar manneskjan dettur úr vinnu vegna verkja eða þegar eitthvað kemur upp á, sem að farið er að huga að þeim þáttum sem valda verkjunum. Hvaða ráð höfum við til þess að bæta ástandið? Er það ekki á ábyrgð hvers og eins að beita sér rétt við vinnu sína? – Jú algerlega! En það er líka ábyrgð fyrirtækjanna að skapa öruggt og gott vinnu umhverfi sbr. lög nr 46/1980. En hvað er hægt að gera? Fyrirtækin eru kannski ekki alltaf nógu meðvituð um hvað best er að gera í hverjum aðstæðum, hvernig skipuleggja á vinnusvæði til hagsbóta fyrir einstaklinginn og líkamsbeitingu hans. Því er mikilvægt að fá leiðbeiningar um hvað betur má fara, skoða hvort möguleikar í rýminu eru fleiri en talið er við fyrstu sýn. Gefa þarf starfsfólki færi á að fá fræðslu um mikilvægi góðrar líkamsbeitingar við vinnu, tíma til að laga umhverfið að sér og leyfi til að hreyfa sig í vinnu. Endurskoða þarf skipulag vinnu þannig að möguleikar á víxlvinnu séu til staðar eða að minnsta kosti gefa tækifæri til þess að starfsfólk geti bæði setið og staðið við vinnu sína. Gefa þarf starfsfólki tíma og tækifæri til að kynna sér vélar og hjálpartæki, æfa sig í notkun þeirra og fá stuðning við að finna bestu leiðina fyrir líkama þeirra til að útfæra vinnu sína. Við getum þó sem einstaklingar ekki bara skellt skuldinni á umhverfi okkar – það er á okkar ábyrgð að beita okkur rétt. Það er hægt að standa rétt við vinnu sína, sitja með beint bak, slaka á í öxlum og rétta úr hálsi þrátt fyrir að vinnuaðstæðurnar mættu vera betri. Við höfum aðeins einn líkama - förum vel með hann. Nú í byrjun árs 2020 mun Vinnueftirlitið bjóða upp á fyrirlestra um líkamsbeitingu sem hannaðir eru með þarfir mismunandi starfshópa í huga. Markmiðið er að námskeiðin séu hnitmiðaðri í að skoða hvað hægt er að gera betur hjá hverjum starfshópi fyrir sig. Nú eru að fara af stað námskeið sem eru fyrir bílstjóra, fólk í umönnunarstörfum, í þjónustustörfum og fyrir þá sem að sitja á skrifstofu. Einnig verður sérstakt námskeið um hvernig best er að bera sig að við að lyfta byrðum. Fyrsta skrefið í að bæta líkamsbeitingu við vinnu er nefnilega fræðsla. Höfundur er iðjuþjálfi, M.Sc. og sérfræðingur í stoðkerfi á heilsu og umhverfissviði hjá Vinnueftirlitinu. Gunnhildur hefur starfað í næstum 30 ár við endurhæfingu, var lengi sviðstjóri iðjuþjálfunar á verkjasviði Reykjalundar og þekkir því vandamál í stoðkerfi vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Að beita sér rétt við vinnu er líklega stórlega vanmetið. Mannfólkið hefur vanið sig á það að láta verkefnin og umhverfið stjórna líkamsbeitingu sinni en gleymir því að laga á umhverfið að manninum – ekki öfugt. Því miður eru það einnig oft vani og vinnustaðamenning sem vinna á móti því að góðrar líkamsbeitingar sé gætt við störfin. Það er kannski ofsagt að Íslendingar hafi aldrei hugsað mikið um líkama sinn en þó hefur það frekar talist til mannkosta að láta sig hafa hlutina og kvarta ekki fyrr en í fulla hnefana. Kannski er kominn tími til að endurskoða þetta viðhorf. Rannsóknir sýna að nálægt 60% allra fjarvista frá vinnu eru vegna stoðkerfisvandamála og það liggur einnig fyrir að stór hluti sjúkrasjóða fari í að borga fjarveru vegna stoðkerfisvandamála. Endurhæfing einstaklinga með stoðkerfisverki er kostnaðarsöm fyrir þjóðfélagið og getur einnig verið tímafrek þannig að starfsmaðurinn er lengi frá vinnu sinni. En hvers vegna hugsum við þá ekki betur um forvarnir? Hvers vegna skoðum við hlutina ekki frá byrjun og sjáum hvað betur má fara – bæði í vinnuumhverfinu og ekki síður varðandi líkamsbeitingu starfsmanna? Því miður er það svo að það er yfirleitt ekki fyrr en slysin verða, þegar manneskjan dettur úr vinnu vegna verkja eða þegar eitthvað kemur upp á, sem að farið er að huga að þeim þáttum sem valda verkjunum. Hvaða ráð höfum við til þess að bæta ástandið? Er það ekki á ábyrgð hvers og eins að beita sér rétt við vinnu sína? – Jú algerlega! En það er líka ábyrgð fyrirtækjanna að skapa öruggt og gott vinnu umhverfi sbr. lög nr 46/1980. En hvað er hægt að gera? Fyrirtækin eru kannski ekki alltaf nógu meðvituð um hvað best er að gera í hverjum aðstæðum, hvernig skipuleggja á vinnusvæði til hagsbóta fyrir einstaklinginn og líkamsbeitingu hans. Því er mikilvægt að fá leiðbeiningar um hvað betur má fara, skoða hvort möguleikar í rýminu eru fleiri en talið er við fyrstu sýn. Gefa þarf starfsfólki færi á að fá fræðslu um mikilvægi góðrar líkamsbeitingar við vinnu, tíma til að laga umhverfið að sér og leyfi til að hreyfa sig í vinnu. Endurskoða þarf skipulag vinnu þannig að möguleikar á víxlvinnu séu til staðar eða að minnsta kosti gefa tækifæri til þess að starfsfólk geti bæði setið og staðið við vinnu sína. Gefa þarf starfsfólki tíma og tækifæri til að kynna sér vélar og hjálpartæki, æfa sig í notkun þeirra og fá stuðning við að finna bestu leiðina fyrir líkama þeirra til að útfæra vinnu sína. Við getum þó sem einstaklingar ekki bara skellt skuldinni á umhverfi okkar – það er á okkar ábyrgð að beita okkur rétt. Það er hægt að standa rétt við vinnu sína, sitja með beint bak, slaka á í öxlum og rétta úr hálsi þrátt fyrir að vinnuaðstæðurnar mættu vera betri. Við höfum aðeins einn líkama - förum vel með hann. Nú í byrjun árs 2020 mun Vinnueftirlitið bjóða upp á fyrirlestra um líkamsbeitingu sem hannaðir eru með þarfir mismunandi starfshópa í huga. Markmiðið er að námskeiðin séu hnitmiðaðri í að skoða hvað hægt er að gera betur hjá hverjum starfshópi fyrir sig. Nú eru að fara af stað námskeið sem eru fyrir bílstjóra, fólk í umönnunarstörfum, í þjónustustörfum og fyrir þá sem að sitja á skrifstofu. Einnig verður sérstakt námskeið um hvernig best er að bera sig að við að lyfta byrðum. Fyrsta skrefið í að bæta líkamsbeitingu við vinnu er nefnilega fræðsla. Höfundur er iðjuþjálfi, M.Sc. og sérfræðingur í stoðkerfi á heilsu og umhverfissviði hjá Vinnueftirlitinu. Gunnhildur hefur starfað í næstum 30 ár við endurhæfingu, var lengi sviðstjóri iðjuþjálfunar á verkjasviði Reykjalundar og þekkir því vandamál í stoðkerfi vel.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun