Innlent

Sveinn Björnsson látinn

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sveinn Björnsson starfaði í utanríkisþjónustunni um árabil.
Sveinn Björnsson starfaði í utanríkisþjónustunni um árabil.

Sveinn Björnsson, sendiherra og fyrrverandi forsetaritari, er látinn 77 ára að aldri. Hann lést á Sóltúni í Reykjavík þann 23. mars að því er fram kemur á vef Morgunblaðsins.

Sveinn fæddist í Washington 12. desember 1942 en ólst upp í Reykjavík. Að loknu námi í Menntaskólanum í Reykjavík lærði hann heimspeki við Háskóla Íslands, stjórnmálafræði í Manchester og við Sorbonne háskólann í París.

Sveinn Björnsson, til hægri, ásamt Halldóri Ásgrímssyni þáverandi utanríkisráðherra.Utanríkisráðuneytið

Hann varð sendiráðsfulltrúi við sendiráð Íslands í París 1968 og starfaði næstu áratugi í utanríkisþjónustunni. Hann varð forsetaritari frú Vigdísar Finnbogadóttur árið 1991 og síðar sendiherra Íslands hjá Evrópuráðinu. Loks varð hann sendiherra Íslands í Vínarborg árið 2004.

Sveinn fékk heilablóðfall árið 2010 og bjó á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík eftir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×