Sjálfbær matvælaframleiðsla í hringrásarhagkerfinu Ólafur Ögmundarson skrifar 1. apríl 2020 11:30 Við erum stödd í byggðakjarna á Íslandi. Affallsvarminn af hitaveitukerfinu er nýttur til upphitunar gróðurhúsa, umframorkan frá fiskvinnslufyrirtækinu (stóriðju staðarins) nýtist til húshitunar og til að kynda gróðurhúsin og mögulega fiskeldi. Frárennslið frá fiskvinnslunni og sláturhúsinu nýtist sem áburður í gróðurhúsinu og minnkar þannig notkun á aðfluttum áburði. Þannig gætum við tryggt aukna matvælaframleiðslu í nærumhverfinu sem um leið yki matvælaöryggi okkar Íslendinga, og minnkaði umhverfisáhrifin af okkar innfluttu neyslu. Nú búum við Íslendingar við annan raunveruleika en við gerðum fyrir ekki svo mörgum vikum síðan. Matvælaöryggi okkar kann að vera ógnað hvað suma fæðuflokka varðar og nú kann því að koma í ljós að ekki hefur verið hugað nægilega vel að innlendri framleiðslu, til dæmis á grænmeti og ávöxtum og mögulega mun fara að bera á skorti á þessum matvörum á næstunni vegna minnkandi framleiðslu erlendis og takmörkunum á flutningi milli landa vegna COVID-19. Höfundur vonar auðvitað að þessi dökka sviðsmynd hans rætist ekki. Innlend framleiðsla, til dæmis á grænmeti og ávöxtum, stendur ekki nema að litlum hluta undir innlendri eftirspurn en við þessu ástandi á að bregðast, samanber nýkynnta aðgerðaáætlun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristjáns Júlíussonar. Aðgerðaáætlunin er vonandi ekki einungis hugsuð til að bregðast við núverandi ástandi, heldur líka til að gera matvælaframleiðslu á Íslandi betur undirbúna undir viðlíka framtíðaraðstæður og nú eru ríkjandi. Áhrif af slíkri uppbyggingu væru víðtækari en einungis til að tryggja matvælaöryggi til framtíðar, en af henni myndu skapast aukin atvinnutækifæri, verðmætasköpun innanlands ykist og mögulega myndi uppbygging aukinnar innlendrar matvælaframleiðslu leiða til minnkandi umhverfisáhrifa en af sambærilegum innfluttum vörum ef vandað er til verka. Það sem við þurfum að gæta að við aukna matvælaframleiðslu, er að slík uppbygging sé skipulögð með sjálfbærni að leiðarljósi, í víðtækum skilningi þess orðs. Þar gegnir lykilhlutverki að hugsa framleiðsluna sem hluta af hringrásarhagkerfinu, að nýta til dæmis afgangsvarma til upphitunar gróðurhúsa og frárennsli frá matvælaframleiðslu sem uppsprettu næringar fyrir grænmetið okkar. Þetta þarf þó að gera þannig að það standist ströngustu heilbrigðiskröfur og því þarf að vanda vel til verka og stefna saman sérfræðingum á hinum mismunandi sviðum til að útkoman verði sjálfbær matvælaframleiðsla í hringrásarhagkerfinu, ekki einungis umhverfislega heldur líka efnahags- og samfélagslega. En af hverju skiptir máli að við byggjum upp sjálfbæra matvælaframleiðslu hér á landi? Það er einfaldlega vegna þess að ef við framleiðum matvæli með hefðbundnum hætti þá losum við allt of mikið af gróðurhúsalofttegundum og stuðlum að öðrum neikvæðum umhverfisáhrifum við framleiðsluna. Ef skoðuð eru umhverfisáhrif í formi losunar gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu kemur í ljós að áætlað er að 26% komi frá matvælaframleiðslu miðað við núverandi framleiðsluhætti og veldur matvælaframleiðsla auk þess tæplega 80% ofauðgunar (til dæmis þörungablóma) á heimsvísu bæði í fersk- og saltvatni. Jörðin okkar er að ofhitna og krefst það aðgerða af okkar hálfu. Endurhanna þarf heilstætt hvernig við minnkum umhverfisáhrifin af matvælaframleiðslu til þessa að matvörur framtíðarinnar séu sjálfbærari en þær sem við neytum í dag. Nú er tími til aðgerða og tækifærin eru til staðar til að Ísland marki sér sérstöðu í að taka hringrásarhagkerfið á annað stig, með því að nýta ónýtta affallsstrauma í byggðum landsins til aukinnar matvælaframleiðslu í héraði sem eykur matvælaöryggi, eykur fjölbreytni í atvinnulífinu og minnkar umhverfisáhrif af framleiðslu og neyslu matvæla á landinu, og þannig auka nýsköpun og vöruþróun í dreifðum byggðum landsins. Höfundur er aðjúnkt við Matvæla og næringarfræðideild Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Matvælaframleiðsla Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við erum stödd í byggðakjarna á Íslandi. Affallsvarminn af hitaveitukerfinu er nýttur til upphitunar gróðurhúsa, umframorkan frá fiskvinnslufyrirtækinu (stóriðju staðarins) nýtist til húshitunar og til að kynda gróðurhúsin og mögulega fiskeldi. Frárennslið frá fiskvinnslunni og sláturhúsinu nýtist sem áburður í gróðurhúsinu og minnkar þannig notkun á aðfluttum áburði. Þannig gætum við tryggt aukna matvælaframleiðslu í nærumhverfinu sem um leið yki matvælaöryggi okkar Íslendinga, og minnkaði umhverfisáhrifin af okkar innfluttu neyslu. Nú búum við Íslendingar við annan raunveruleika en við gerðum fyrir ekki svo mörgum vikum síðan. Matvælaöryggi okkar kann að vera ógnað hvað suma fæðuflokka varðar og nú kann því að koma í ljós að ekki hefur verið hugað nægilega vel að innlendri framleiðslu, til dæmis á grænmeti og ávöxtum og mögulega mun fara að bera á skorti á þessum matvörum á næstunni vegna minnkandi framleiðslu erlendis og takmörkunum á flutningi milli landa vegna COVID-19. Höfundur vonar auðvitað að þessi dökka sviðsmynd hans rætist ekki. Innlend framleiðsla, til dæmis á grænmeti og ávöxtum, stendur ekki nema að litlum hluta undir innlendri eftirspurn en við þessu ástandi á að bregðast, samanber nýkynnta aðgerðaáætlun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Kristjáns Júlíussonar. Aðgerðaáætlunin er vonandi ekki einungis hugsuð til að bregðast við núverandi ástandi, heldur líka til að gera matvælaframleiðslu á Íslandi betur undirbúna undir viðlíka framtíðaraðstæður og nú eru ríkjandi. Áhrif af slíkri uppbyggingu væru víðtækari en einungis til að tryggja matvælaöryggi til framtíðar, en af henni myndu skapast aukin atvinnutækifæri, verðmætasköpun innanlands ykist og mögulega myndi uppbygging aukinnar innlendrar matvælaframleiðslu leiða til minnkandi umhverfisáhrifa en af sambærilegum innfluttum vörum ef vandað er til verka. Það sem við þurfum að gæta að við aukna matvælaframleiðslu, er að slík uppbygging sé skipulögð með sjálfbærni að leiðarljósi, í víðtækum skilningi þess orðs. Þar gegnir lykilhlutverki að hugsa framleiðsluna sem hluta af hringrásarhagkerfinu, að nýta til dæmis afgangsvarma til upphitunar gróðurhúsa og frárennsli frá matvælaframleiðslu sem uppsprettu næringar fyrir grænmetið okkar. Þetta þarf þó að gera þannig að það standist ströngustu heilbrigðiskröfur og því þarf að vanda vel til verka og stefna saman sérfræðingum á hinum mismunandi sviðum til að útkoman verði sjálfbær matvælaframleiðsla í hringrásarhagkerfinu, ekki einungis umhverfislega heldur líka efnahags- og samfélagslega. En af hverju skiptir máli að við byggjum upp sjálfbæra matvælaframleiðslu hér á landi? Það er einfaldlega vegna þess að ef við framleiðum matvæli með hefðbundnum hætti þá losum við allt of mikið af gróðurhúsalofttegundum og stuðlum að öðrum neikvæðum umhverfisáhrifum við framleiðsluna. Ef skoðuð eru umhverfisáhrif í formi losunar gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu kemur í ljós að áætlað er að 26% komi frá matvælaframleiðslu miðað við núverandi framleiðsluhætti og veldur matvælaframleiðsla auk þess tæplega 80% ofauðgunar (til dæmis þörungablóma) á heimsvísu bæði í fersk- og saltvatni. Jörðin okkar er að ofhitna og krefst það aðgerða af okkar hálfu. Endurhanna þarf heilstætt hvernig við minnkum umhverfisáhrifin af matvælaframleiðslu til þessa að matvörur framtíðarinnar séu sjálfbærari en þær sem við neytum í dag. Nú er tími til aðgerða og tækifærin eru til staðar til að Ísland marki sér sérstöðu í að taka hringrásarhagkerfið á annað stig, með því að nýta ónýtta affallsstrauma í byggðum landsins til aukinnar matvælaframleiðslu í héraði sem eykur matvælaöryggi, eykur fjölbreytni í atvinnulífinu og minnkar umhverfisáhrif af framleiðslu og neyslu matvæla á landinu, og þannig auka nýsköpun og vöruþróun í dreifðum byggðum landsins. Höfundur er aðjúnkt við Matvæla og næringarfræðideild Háskóla Íslands.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun