Nú fannst sjöfætt stórvaxin könguló í austurhluta borgarinnar Kjartan Atli Kjartansson skrifar 29. ágúst 2014 14:24 Hér má sjá köngulóna sem fannst í austurhluta borgarinnar í gær. Vísir/Anton Vísir sagði frá því í gær að sjöfættr risakönguló gengi laus í vesturbæ Reykjavíkur. Í gær fannst svo svipuð könguló á vinnustað í austurhluta borgarinnar og töldu einhverjir starfsmenn að þarna væri sama köngulóin á ferðinni. En Erlingur Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir að af myndum að dæma séu þetta tvær mismunandi tegundir af köngulóm. Hann treysti sér ekki til þess að dæma um hverrar tegundar sé sem fannst í vesturbænum var en sagði þá sem fannst í austurhluta borgarinnar í gær væri „sennilega skemmukönguló eða önnur stór tegund henni náskyld“.Drapst af slysförum Kristín Sævarsdóttir varð vitni að dauða köngulóarinnar sem fannst í gær. Köngulóin drapst þegar samstarfskona Kristínar steig óvart ofan á hana. „Ein hérna var að stíga niður fæti þegar önnur sem starfar með mér sá köngulóna og æpti. Þá var það orðið of seint. Köngulóin drapst af slysförum; þetta var ekki morð af yfirlögðu ráði.“ Kristín og samstarfskonur hennar töldu að kannski væri þetta sama köngulóin og átti að ganga laus í vesturbænum. Báðar voru sjöfættar, loðnar og nokkuð stórar. „Við vorum með ákveðna kenningu um að þetta væri sama köngulóin og fannst í vesturbænum. Þá hefði hún þurft að hafa ferðast ansi hratt reyndar. En hún var helvíti loðin og ógeðsleg,“ útskýrir Kristín.Hér má sjá köngulóna sem fannst í austurhluta borgarinnar í gær. Taka þarf tillit til þess að hún er nokkuð samankurmpuð eftir að stigið var á hana.Vísir/AntonEin fjögurra stórvaxinna köngulóategundaÁ vef Náttúrfræðistofnunar kemur fram að Skemmuköngulóin finnist helst á höfuðborgarsvæðinu. Þar kemur fram að tegundin sé lík fjórum öðrum stórvöxnum köngulóategundum.„Skemmukönguló er ein fjögurra stórvaxinna köngulóa sem er náskyld húsaköngulónni okkar sem er miklum mun minni. Þessar stóru tegundir eru hver annarri líkar og áttuðu menn sig því lengi vel ekki á því að um fleiri en eina stórvaxna tegund af þessu tagi væri að ræða. Löngum var talið að einungis væri um að ræða tegundina fragtkönguló (Tegenaria saeva). Elsta eintak skemmuköngulóar sem varðveitt er í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands fannst í verslun í Reykjavík 1980,“ segir á vef Náttúrufræðistofnunar. Þar segir einnig: „Skemmukönguló finnst einungis innanhúss hér á landi eins og í nágrannalöndunum, en hún lifir utanhúss á suðlægari slóðum. Hana er einna helst að finna í vöruskemmum og á vörulagerum og í tengslum við innflutning á varningi. Hefur einnig fundist í kjöllurum og utan við gróðurhús. Skemmuköngulær finnast við þessar aðstæður allt árið um kring en flestar þó síðla sumars og að haustlagi. Á þeim tíma finnast kynþroska karldýr í mestum mæli en kynþroska kvendýr sjást hins vegar allt árið. Skemmukönguló gerir sér trektlaga vef í skúmaskotum sem er ekki límborinn. Ef bráð þvælist inn á vefinn er hún gripin með áhlaupi.“ Á vefnum er einnig sagt frá elsta varðveitta eintakinu af skemmuköngulónni:„Elsta eintak skemmuköngulóar sem varðveitt er í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands fannst í verslun í Reykjavík 1980.“Hér er köngulóin sem fannst í vesturbænum í fyrradag. Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
Vísir sagði frá því í gær að sjöfættr risakönguló gengi laus í vesturbæ Reykjavíkur. Í gær fannst svo svipuð könguló á vinnustað í austurhluta borgarinnar og töldu einhverjir starfsmenn að þarna væri sama köngulóin á ferðinni. En Erlingur Ólafsson, skordýrafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir að af myndum að dæma séu þetta tvær mismunandi tegundir af köngulóm. Hann treysti sér ekki til þess að dæma um hverrar tegundar sé sem fannst í vesturbænum var en sagði þá sem fannst í austurhluta borgarinnar í gær væri „sennilega skemmukönguló eða önnur stór tegund henni náskyld“.Drapst af slysförum Kristín Sævarsdóttir varð vitni að dauða köngulóarinnar sem fannst í gær. Köngulóin drapst þegar samstarfskona Kristínar steig óvart ofan á hana. „Ein hérna var að stíga niður fæti þegar önnur sem starfar með mér sá köngulóna og æpti. Þá var það orðið of seint. Köngulóin drapst af slysförum; þetta var ekki morð af yfirlögðu ráði.“ Kristín og samstarfskonur hennar töldu að kannski væri þetta sama köngulóin og átti að ganga laus í vesturbænum. Báðar voru sjöfættar, loðnar og nokkuð stórar. „Við vorum með ákveðna kenningu um að þetta væri sama köngulóin og fannst í vesturbænum. Þá hefði hún þurft að hafa ferðast ansi hratt reyndar. En hún var helvíti loðin og ógeðsleg,“ útskýrir Kristín.Hér má sjá köngulóna sem fannst í austurhluta borgarinnar í gær. Taka þarf tillit til þess að hún er nokkuð samankurmpuð eftir að stigið var á hana.Vísir/AntonEin fjögurra stórvaxinna köngulóategundaÁ vef Náttúrfræðistofnunar kemur fram að Skemmuköngulóin finnist helst á höfuðborgarsvæðinu. Þar kemur fram að tegundin sé lík fjórum öðrum stórvöxnum köngulóategundum.„Skemmukönguló er ein fjögurra stórvaxinna köngulóa sem er náskyld húsaköngulónni okkar sem er miklum mun minni. Þessar stóru tegundir eru hver annarri líkar og áttuðu menn sig því lengi vel ekki á því að um fleiri en eina stórvaxna tegund af þessu tagi væri að ræða. Löngum var talið að einungis væri um að ræða tegundina fragtkönguló (Tegenaria saeva). Elsta eintak skemmuköngulóar sem varðveitt er í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands fannst í verslun í Reykjavík 1980,“ segir á vef Náttúrufræðistofnunar. Þar segir einnig: „Skemmukönguló finnst einungis innanhúss hér á landi eins og í nágrannalöndunum, en hún lifir utanhúss á suðlægari slóðum. Hana er einna helst að finna í vöruskemmum og á vörulagerum og í tengslum við innflutning á varningi. Hefur einnig fundist í kjöllurum og utan við gróðurhús. Skemmuköngulær finnast við þessar aðstæður allt árið um kring en flestar þó síðla sumars og að haustlagi. Á þeim tíma finnast kynþroska karldýr í mestum mæli en kynþroska kvendýr sjást hins vegar allt árið. Skemmukönguló gerir sér trektlaga vef í skúmaskotum sem er ekki límborinn. Ef bráð þvælist inn á vefinn er hún gripin með áhlaupi.“ Á vefnum er einnig sagt frá elsta varðveitta eintakinu af skemmuköngulónni:„Elsta eintak skemmuköngulóar sem varðveitt er í safni Náttúrufræðistofnunar Íslands fannst í verslun í Reykjavík 1980.“Hér er köngulóin sem fannst í vesturbænum í fyrradag.
Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira