Innlent

Ítarlegur gosfréttatími Bylgjunnar

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Fréttatíminn hefst á slaginu 12.
Fréttatíminn hefst á slaginu 12.
Fréttafólk Bylgjunnar, Vísis og Stöðvar 2 mun upplýsa hlustendur Bylgjunnar um stöðu gossins í Holuhrauni. Tveir fréttamenn fóru af stað í nótt ásamt fjölmennu töku- og tækniliði.

Klukkan eitt í gærnótt sagði Vísir frá því að gos væri hafið norðan Dyngjujökuls. Þá hafði kvika brotist upp á yfirborðið norðan jökulsins á íslausu svæði.

Tveimur klukkustundum seinna, eða klukkan þrjú minnkaði gosið. Rögnvaldur Ólafsson hjá Almannavarnardeild staðfesti það við Vísi. Þá kom fram að talið væri að sprungan væri í kringum einn kílómeter að lengd löng að öskumyndun væri lítil.

Um hálf fimm í nótt sagði Þorbjörg Ágútsdóttir, doktorsnemi við háskólann í Cambridge, sem stödd er á svæðinu, að verulega hefði dregið úr gosvirkni. Hún hefði verið mun meiri fyrr um nóttina.

Á ellefta tímanum ákvað Veðurstofa Íslands að færa litakóðann fyrir flugumferð yfir Bárðarbungu í appelsínugult þar sem ekki er talið líklegt að aska berist upp í lofthjúpinn. Þetta var ákveðið á fundi vísindamanna Veðurstofu nú í morgun. Þeir munu funda með vísindamannaráði almannavarna og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands klukkan ellefu í dag.

Enn er öll flugumferð bönnuð á haftasvæði Samgöngustofu sem nær fimm þúsund fet upp í loftið yfir eldstöðinni.

Hlusta má á fréttatímann hér að neðan eða í vefspilara.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×