Gefur auga leið að þetta er skelfilegt ástand Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. ágúst 2014 11:00 vísir/valli Leikstjórinn Ragnar Bragason er ósáttur við að mynd hans Málmhaus hefur verið hlaðið niður ólöglega í miklum mæli. „Málmhaus var sem dæmi lekið á netið snemmsumars og eftir að hafa fylgst með af bestu getu er mjög varlega áætlað að í kringum 200.000 manns hafi hlaðið myndinni niður af tugum torrent- og deilisíðna víðsvegar um heiminn,“ skrifar Ragnar á Facebook. „Má finna a.m.k. 15 mismunandi textaþýðingar á hin og þessi tungumál s.s. á víetnömsku, pólsku, frönsku, spænsku, portúgölsku, tékknesku, tyrknesku, ítölsku, rússnesku o.s.frv. Þessi staðreynd hefur virkað mjög letjandi á væntanlega kaupendur til að dreifa myndinni í mörgum þeim löndum sem hún hafði ekki selst til þegar þessi ósköp hófust.“ Hann telur ástandið skelfilegt. „Myndina má einnig finna á íslensku deilisíðunni deildu.net og þaðan hafa tæplega 6000 íslendingar hlaðið myndinni niður ólöglega, sem er álíka og greiddu sig inn í bíó á sínum tíma. Aðstandendur leggja oftar en ekki stóran hluta launa sinna undir í framleiðsluna og því gefur auga leið að þetta er skelfilegt ástand.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Saga sagði já við Sturlu Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Leikstjórinn Ragnar Bragason er ósáttur við að mynd hans Málmhaus hefur verið hlaðið niður ólöglega í miklum mæli. „Málmhaus var sem dæmi lekið á netið snemmsumars og eftir að hafa fylgst með af bestu getu er mjög varlega áætlað að í kringum 200.000 manns hafi hlaðið myndinni niður af tugum torrent- og deilisíðna víðsvegar um heiminn,“ skrifar Ragnar á Facebook. „Má finna a.m.k. 15 mismunandi textaþýðingar á hin og þessi tungumál s.s. á víetnömsku, pólsku, frönsku, spænsku, portúgölsku, tékknesku, tyrknesku, ítölsku, rússnesku o.s.frv. Þessi staðreynd hefur virkað mjög letjandi á væntanlega kaupendur til að dreifa myndinni í mörgum þeim löndum sem hún hafði ekki selst til þegar þessi ósköp hófust.“ Hann telur ástandið skelfilegt. „Myndina má einnig finna á íslensku deilisíðunni deildu.net og þaðan hafa tæplega 6000 íslendingar hlaðið myndinni niður ólöglega, sem er álíka og greiddu sig inn í bíó á sínum tíma. Aðstandendur leggja oftar en ekki stóran hluta launa sinna undir í framleiðsluna og því gefur auga leið að þetta er skelfilegt ástand.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Saga sagði já við Sturlu Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira