Af verðbólgu og verðbólguvæntingum Þorsteinn Sæmundsson skrifar 29. ágúst 2014 07:00 Undanfarið hefur farið nokkuð fyrir umræðu um verðbólgu og væntingum um hana næstu misserin. Það er ekki að ófyrirsynju því verðbólga hefur verið ein höfuðmeinsemd í íslensku þjóðlífi um langa hríð. Síðustu mánuði hefur náðst góður árangur sem vonandi er ekki tímabundinn. Þannig hefur mánaðarverðbólga undanfarið verið undir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans lengur samfellt en nokkru sinni. Í nýlegum spám er því hins vegar spáð að verðbólga fari vaxandi á næstu mánuðum og misserum. Er þar einkum um að kenna vaxandi þenslu að sögn greiningarfyrirtækja. Mér lék nokkur forvitni á að kynna mér nánar forsendur greiningarfyrirtækjanna og hafði því samband við eitt þeirra. Ég spurði hvort í spánni væri tekið tillit til þess að mjög vantar á að styrking krónunnar hafi skilað sér í lægra vöruverði og því sé fyrir hendi uppsöfnuð lækkun vísitölu. Svar greiningarfyrirtækisins var sláandi: Ekki er gert ráð fyrir vöruverðslækkun í spám fyrirtækisins því reynsla undanfarinna ára og jafnvel áratuga hefur kennt mönnum að gera ekki ráð fyrir lækkun vöruverðs þegar gengi krónunnar styrkist. Veiking krónunnar skilar sér hins vegar undantekningarlaust og örfljótt inn í vöruverð á Íslandi samkvæmt sömu reynslu.Tregða kaupmanna Sá sem hér ritar hefur ítrekað bent á þá staðreynd að tregða kaupmanna til að skila styrkingu krónunnar sem nemur að meðaltali um 13% undanfarin misseri, þó ekki væri nema að hluta, kostar landsmenn stórar upphæðir. Í fyrsta lagi greiða landsmenn hærra verð fyrir nauðsynjar en efni standa til. Í öðru lagi kemur tregða kaupmanna til lækkunar vöruverðs í veg fyrir að verðtryggð lán heimilanna lækki eins og gerast myndi kæmi styrking krónunnar fram í lækkuðu verði. Benda má á að ef kaupmenn skiluðu styrkingu krónu, þó ekki væri nema sem næmi 5%, myndi vísitala neysluverðs lækka um tvö prósentustig. Það hefði í för með sér um 34 milljarða lækkun á verðtryggðum lánum heimilanna í landinu. Á því tímabili sem undirritaður hefur gaumgæft þróun vöruverðs og gengis, þ.e. frá febrúar 2013, hefur innkaupakarfa ASÍ hækkað í öllum verslunum sem könnun ASÍ nær til nema í Bónus þar sem karfan hefur lækkað um þrjú prósent. Lækkun Bónuss er góðra gjalda verð en betur má ef duga skal. Allar aðrar verslanir í könnunni, þ.á.m. Hagkaup, hafa hækkað innkaupakörfuna á tímabilinu. Það er algerlega óásættanlegt að verðbólguþróun fari úr böndunum vegna aðgerða eða aðgerðaleysis kaupmanna. Ljóst er að ef ekki verður breyting hér á þarf að fara gaumgæfilega yfir það lagaumhverfi sem varðar verslun, samkeppni og verðlagningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur farið nokkuð fyrir umræðu um verðbólgu og væntingum um hana næstu misserin. Það er ekki að ófyrirsynju því verðbólga hefur verið ein höfuðmeinsemd í íslensku þjóðlífi um langa hríð. Síðustu mánuði hefur náðst góður árangur sem vonandi er ekki tímabundinn. Þannig hefur mánaðarverðbólga undanfarið verið undir verðbólgumarkmiðum Seðlabankans lengur samfellt en nokkru sinni. Í nýlegum spám er því hins vegar spáð að verðbólga fari vaxandi á næstu mánuðum og misserum. Er þar einkum um að kenna vaxandi þenslu að sögn greiningarfyrirtækja. Mér lék nokkur forvitni á að kynna mér nánar forsendur greiningarfyrirtækjanna og hafði því samband við eitt þeirra. Ég spurði hvort í spánni væri tekið tillit til þess að mjög vantar á að styrking krónunnar hafi skilað sér í lægra vöruverði og því sé fyrir hendi uppsöfnuð lækkun vísitölu. Svar greiningarfyrirtækisins var sláandi: Ekki er gert ráð fyrir vöruverðslækkun í spám fyrirtækisins því reynsla undanfarinna ára og jafnvel áratuga hefur kennt mönnum að gera ekki ráð fyrir lækkun vöruverðs þegar gengi krónunnar styrkist. Veiking krónunnar skilar sér hins vegar undantekningarlaust og örfljótt inn í vöruverð á Íslandi samkvæmt sömu reynslu.Tregða kaupmanna Sá sem hér ritar hefur ítrekað bent á þá staðreynd að tregða kaupmanna til að skila styrkingu krónunnar sem nemur að meðaltali um 13% undanfarin misseri, þó ekki væri nema að hluta, kostar landsmenn stórar upphæðir. Í fyrsta lagi greiða landsmenn hærra verð fyrir nauðsynjar en efni standa til. Í öðru lagi kemur tregða kaupmanna til lækkunar vöruverðs í veg fyrir að verðtryggð lán heimilanna lækki eins og gerast myndi kæmi styrking krónunnar fram í lækkuðu verði. Benda má á að ef kaupmenn skiluðu styrkingu krónu, þó ekki væri nema sem næmi 5%, myndi vísitala neysluverðs lækka um tvö prósentustig. Það hefði í för með sér um 34 milljarða lækkun á verðtryggðum lánum heimilanna í landinu. Á því tímabili sem undirritaður hefur gaumgæft þróun vöruverðs og gengis, þ.e. frá febrúar 2013, hefur innkaupakarfa ASÍ hækkað í öllum verslunum sem könnun ASÍ nær til nema í Bónus þar sem karfan hefur lækkað um þrjú prósent. Lækkun Bónuss er góðra gjalda verð en betur má ef duga skal. Allar aðrar verslanir í könnunni, þ.á.m. Hagkaup, hafa hækkað innkaupakörfuna á tímabilinu. Það er algerlega óásættanlegt að verðbólguþróun fari úr böndunum vegna aðgerða eða aðgerðaleysis kaupmanna. Ljóst er að ef ekki verður breyting hér á þarf að fara gaumgæfilega yfir það lagaumhverfi sem varðar verslun, samkeppni og verðlagningu.
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar