„Hvorki ég né Ríkisútvarpið höfum nokkuð að fela“ Kristján Hjálmarsson skrifar 10. desember 2013 11:34 Kristín Harpa Hálfdánardóttir, yfirmaður íþróttadeildar RÚV. Mynd/Vilhelm „Ég var bara beðin um að vera staðarhaldari hér. Ég borga ekki leigu en ég borga hlunnindi af þessu," segir Kristín Harpa Hálfdánardóttir, yfirmaður íþróttadeildar RÚV. Eins og fram kom á DV og Vísi í morgun býr Kristín í húsi í eigu Ríkisútvarpsins á Vatnsendahæð. Kristín segist ekki vita hversu mikið hún borgar í hlunnindaskatt. „Ég hef ekki hugmynd um hvað þetta er mikið. Það er fagaðili sem skilar inn skattskýrslunni fyrir mig og ég hef ekki hugmynd um hver talan er.“ Kristín er ekki skráð með lögheimili í húsinu á Vatnsendahæð. Hún segir ástæðuna vera þá að pósturinn er ekki borinn þar út og því sé hún skráð með lögheimili hjá foreldrum sínum sem búi í næsta nágrenni. „Það var mun þægilegra að vera með lögheimili skráð þar og fá póstinn þangað en að fá pósthólf og standa í veseni. Þetta er sama póstnúmer og sama skólahverfi fyrir börnin,“ segir Kristín. Kristín segir aðeins lítinn hluta af húsnæðinu á Vatnsendahæð vera íbúð. „Ég fylgist með hinum hlutanum og svo er dísilvél sem þarf að fylgjast með og starta reglulega,“ segir Kristín. Aðspurð hvort það sé mikið starf að vera staðarhaldari á Vatnsendahæð segir Kristín. „Ég ræð alveg við þetta með dagvinnunni. En það þarf einhver að gera þetta. Ég þarf að kíkja hérna kvölds og morgna og bregðast við ef eitthvað er að. Svo eru töluvert áreiti því það eru mörg síma- og fjarskiptafyrirtæki með tæki hérna. Þannig að þeir eru oft að fara hérna inn og setja kerfið í gang og allskonar vesen.“ Eftir að DV sagði frá málinu í morgun spratt upp mikil gagnrýni á netinu. Spurð hvað henni finnist um hana segir Kristín: „Það er þeirra mál. Það er ekkert óeðlilegt við þetta. Það er allt uppi á borðinu og hefur alltaf verið í þessu máli. Ég er ekki fyrsti starfsmaðurinn sem er í þessu hlutverki. Húsverðirnir vildu ekki vera hérna - þeir voru beðnir um það fyrst en það hentaði þeim ekki," segir Kristín. En finnst henni gagnrýnin óréttmæt? „Ég hef bara ekki lesið þessa gagnrýni. Það sem skiptir máli er að það er allt uppi á borðinu og hvorki ég né Ríkisútvarpið höfum nokkuð að fela í þessu.“ Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Ég var bara beðin um að vera staðarhaldari hér. Ég borga ekki leigu en ég borga hlunnindi af þessu," segir Kristín Harpa Hálfdánardóttir, yfirmaður íþróttadeildar RÚV. Eins og fram kom á DV og Vísi í morgun býr Kristín í húsi í eigu Ríkisútvarpsins á Vatnsendahæð. Kristín segist ekki vita hversu mikið hún borgar í hlunnindaskatt. „Ég hef ekki hugmynd um hvað þetta er mikið. Það er fagaðili sem skilar inn skattskýrslunni fyrir mig og ég hef ekki hugmynd um hver talan er.“ Kristín er ekki skráð með lögheimili í húsinu á Vatnsendahæð. Hún segir ástæðuna vera þá að pósturinn er ekki borinn þar út og því sé hún skráð með lögheimili hjá foreldrum sínum sem búi í næsta nágrenni. „Það var mun þægilegra að vera með lögheimili skráð þar og fá póstinn þangað en að fá pósthólf og standa í veseni. Þetta er sama póstnúmer og sama skólahverfi fyrir börnin,“ segir Kristín. Kristín segir aðeins lítinn hluta af húsnæðinu á Vatnsendahæð vera íbúð. „Ég fylgist með hinum hlutanum og svo er dísilvél sem þarf að fylgjast með og starta reglulega,“ segir Kristín. Aðspurð hvort það sé mikið starf að vera staðarhaldari á Vatnsendahæð segir Kristín. „Ég ræð alveg við þetta með dagvinnunni. En það þarf einhver að gera þetta. Ég þarf að kíkja hérna kvölds og morgna og bregðast við ef eitthvað er að. Svo eru töluvert áreiti því það eru mörg síma- og fjarskiptafyrirtæki með tæki hérna. Þannig að þeir eru oft að fara hérna inn og setja kerfið í gang og allskonar vesen.“ Eftir að DV sagði frá málinu í morgun spratt upp mikil gagnrýni á netinu. Spurð hvað henni finnist um hana segir Kristín: „Það er þeirra mál. Það er ekkert óeðlilegt við þetta. Það er allt uppi á borðinu og hefur alltaf verið í þessu máli. Ég er ekki fyrsti starfsmaðurinn sem er í þessu hlutverki. Húsverðirnir vildu ekki vera hérna - þeir voru beðnir um það fyrst en það hentaði þeim ekki," segir Kristín. En finnst henni gagnrýnin óréttmæt? „Ég hef bara ekki lesið þessa gagnrýni. Það sem skiptir máli er að það er allt uppi á borðinu og hvorki ég né Ríkisútvarpið höfum nokkuð að fela í þessu.“
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira