Brexit í kvöld: Áhrifin engin fyrir Íslendinga í Bretlandi fram að áramótum Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. janúar 2020 18:45 Þrjú og hálft ár er liðið frá því breska þjóðin samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga út úr ESB. Undanfarin misseri hafa einkennst af ringulreið og upplausn. Bretar hafa í tvígang boðað snemma til kosninga á þessu tímabili, tvisvar hefur verið skipt um forsætisráðherra og í tvö skipti var útgöngu frestað eftir að breska þingið felldi samninga sem höfðu náðst við Evrópusambandið um útgönguna. En nú er komið að útgöngu, klukkan 11 í kvöld. Boris Johnson forsætisráðherra hyggst ræða um framtíðina í ávarpi klukkustund fyrr. Ljóst er að Bretar munu áfram fara eftir Evrópureglugerðum til ársloka en eftir útgönguna tekur við svokallað aðlögunartímabil. Einnig á eftir að semja við Evrópusambandið um framtíðarsamband, meðal annars gera fríverslunarsamning. Michael Nevin er sendiherra Breta á Íslandi.Vísir/Sigurjón Staða Íslendinga úti Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu er fordæmalaus, enda hefur ekkert ríki stigið þetta skref áður. Fjöldi Íslendinga býr nú á Bretlandi. Nokkur óvissa er um framtíðina. Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, segir að í raun breytist ekki neytt. „Vegna þess að fram að áramótum verðum við áfram eins og Evrópusambandsríki. „Það breytist í sjálfu sér ekki neitt. Íslendingar í Bretlandi þurfa hins vegar að skrá sig, þeir sem eru ekki búnir að því,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Íslendingar úti þurfa sem sagt að sækja um dvalarleyfi, svokallaðan settled status. Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra í Lundúnum, segir umsóknarfrest vera til 30. júní á næsta ári. Talið sé að Íslendingar á Bretlandi séu um tvö til þrjú þúsund. Ellefu hundruð hafi sótt um nú þegar. Hann hvetur fólk til að sækja um sem fyrst. „Það er lítið mál að gera þetta, það er app,“ segir Stefán. Nevin tekur sömuleiðis fram að Bretland verði áfram opið íslenskum ferðamönnum. „Til ársloka breytist ekkert í því samhengi. Þar til eftir 31. desember 2020. Þá verða einhverjar nýjar reglur, en Bretland verður áfram opið Íslendingum.“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Vísir/Sigurjón Sjávarútvegsmál ofarlega í huga Utanríkisráðherra segir næsta skref eftir útgönguna að semja um framtíðarfyrirkomulag samskipta ríkjanna. Vilji sé til að hafa þau náin. Hann segir viðskiptamálin vera kjarnahagsmuni og nefnir til dæmis sjávarútvegsmál. „Eitt af því sem við höfum lagt áherslu á er að fá betri aðgang en við höfum núna í gegnum EES-samninginn þegar kemur að sjávarafurðum. Því þótt aðgangurinn sé góður er ekki um að ræða fullt tollfrelsi,“ segir Guðlaugur. Nevin segir að bæði ríki séu fríverslunarþenkjandi. „Við kunnum illa við tolla og viljum hafa gildi fríverslunar í hávegum. Þess vegna viljum við viðskiptasamkomulag sem skapar ekki hindranir á milli okkar.“ Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Sjá meira
Þrjú og hálft ár er liðið frá því breska þjóðin samþykkti í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga út úr ESB. Undanfarin misseri hafa einkennst af ringulreið og upplausn. Bretar hafa í tvígang boðað snemma til kosninga á þessu tímabili, tvisvar hefur verið skipt um forsætisráðherra og í tvö skipti var útgöngu frestað eftir að breska þingið felldi samninga sem höfðu náðst við Evrópusambandið um útgönguna. En nú er komið að útgöngu, klukkan 11 í kvöld. Boris Johnson forsætisráðherra hyggst ræða um framtíðina í ávarpi klukkustund fyrr. Ljóst er að Bretar munu áfram fara eftir Evrópureglugerðum til ársloka en eftir útgönguna tekur við svokallað aðlögunartímabil. Einnig á eftir að semja við Evrópusambandið um framtíðarsamband, meðal annars gera fríverslunarsamning. Michael Nevin er sendiherra Breta á Íslandi.Vísir/Sigurjón Staða Íslendinga úti Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu er fordæmalaus, enda hefur ekkert ríki stigið þetta skref áður. Fjöldi Íslendinga býr nú á Bretlandi. Nokkur óvissa er um framtíðina. Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi, segir að í raun breytist ekki neytt. „Vegna þess að fram að áramótum verðum við áfram eins og Evrópusambandsríki. „Það breytist í sjálfu sér ekki neitt. Íslendingar í Bretlandi þurfa hins vegar að skrá sig, þeir sem eru ekki búnir að því,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Íslendingar úti þurfa sem sagt að sækja um dvalarleyfi, svokallaðan settled status. Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra í Lundúnum, segir umsóknarfrest vera til 30. júní á næsta ári. Talið sé að Íslendingar á Bretlandi séu um tvö til þrjú þúsund. Ellefu hundruð hafi sótt um nú þegar. Hann hvetur fólk til að sækja um sem fyrst. „Það er lítið mál að gera þetta, það er app,“ segir Stefán. Nevin tekur sömuleiðis fram að Bretland verði áfram opið íslenskum ferðamönnum. „Til ársloka breytist ekkert í því samhengi. Þar til eftir 31. desember 2020. Þá verða einhverjar nýjar reglur, en Bretland verður áfram opið Íslendingum.“ Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Vísir/Sigurjón Sjávarútvegsmál ofarlega í huga Utanríkisráðherra segir næsta skref eftir útgönguna að semja um framtíðarfyrirkomulag samskipta ríkjanna. Vilji sé til að hafa þau náin. Hann segir viðskiptamálin vera kjarnahagsmuni og nefnir til dæmis sjávarútvegsmál. „Eitt af því sem við höfum lagt áherslu á er að fá betri aðgang en við höfum núna í gegnum EES-samninginn þegar kemur að sjávarafurðum. Því þótt aðgangurinn sé góður er ekki um að ræða fullt tollfrelsi,“ segir Guðlaugur. Nevin segir að bæði ríki séu fríverslunarþenkjandi. „Við kunnum illa við tolla og viljum hafa gildi fríverslunar í hávegum. Þess vegna viljum við viðskiptasamkomulag sem skapar ekki hindranir á milli okkar.“
Bretland Brexit Utanríkismál Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Tré úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Sjá meira