Andri Már boðar nýja nálgun á íslenskan ferðamarkað Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. janúar 2020 09:00 Andri Már Ingólfsson, stofnandi Aventura. Vísir/Aðsend Aventura Holidays, ný ferðaskrifstofa á vegum Andra Más Ingólfssonar, fyrrum eiganda Primera Travel, mun hefja sölu á ferðum í næsta mánuði. Þetta kemur fram á vefsíðu ferðaskrifstofunnar.Ferðamálavefurinn Túristi greindi fyrst frá þessu. Í atvinnuauglýsingu frá Aventura sem birtist í desember kom fram að ferðaskrifstofan myndi hefja rekstur í janúar. Því virðist nú hafa verið frestað, en á vef skrifstofunnar kemur ekki fram hvenær í febrúar sala komi til með að hefjast. Á vefnum kemur fram að skrifstofan ætli sér að bjóða upp á ferðir með 600 flugfélögum, tvær milljónir hótelherbergja og „vinsælustu áfangastaðina.“ Í samtali við Vísi segir Andri Már að ekki liggi nákvæmlega fyrir hvenær í febrúar rekstur muni hefjast. „Það er að mörgu að hyggja og við viljum ekki fara af stað fyrr en allt er tilbúið,“ segir Andri Már í samtali við Vísi. Andri Már segir þá ekki tímabært að gefa upp til hvaða áfangastaða tilvonandi viðskiptavinum Aventura muni bjóðast að ferðast. Hann boðar þó „löngu tímabæra“ nýja nálgun á íslenskan ferðamarkað og nýja möguleika fyrir íslenskra ferðalanga. Aventura Holidays auglýsti eins og áður sagði eftir starfsfólki í lok síðasta árs. Andri Már segir að búið sé að ráða í vel flestar stöður, en verið sé að meta hvort fylla þurfi nokkrar í viðbót. Ákvörðun um það verði tekin þegar rekstur verði hafinn. Mikið af umsóknum hafi borist í kjölfar atvinnuauglýsingarinnar. „Það var sérstaklega gleðilegt að sjá, við fengum mörg hundruð umsóknir. Við áttum ekki von á því. Viðbrögðin voru frábær,“ segir Andri. Hann segir jafnframt að ferðaskrifstofuleyfi félagsins verði gefið út í næstu viku. Þá verði fyrirtækinu ekkert að vanbúnaði. „Síðan förum við bara að ýta úr vör,“ segir Andri Már að lokum. Ferðalög Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stofnandi Primera Air kemur á fót nýrri ferðaskrifstofu Andri Már Ingólfsson, stofnandi flugfélagsins Primera Air, er búinn að stofna ferðaskrifstofu undir nafninu Aventura Holidays. 29. desember 2019 20:03 Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Sjá meira
Aventura Holidays, ný ferðaskrifstofa á vegum Andra Más Ingólfssonar, fyrrum eiganda Primera Travel, mun hefja sölu á ferðum í næsta mánuði. Þetta kemur fram á vefsíðu ferðaskrifstofunnar.Ferðamálavefurinn Túristi greindi fyrst frá þessu. Í atvinnuauglýsingu frá Aventura sem birtist í desember kom fram að ferðaskrifstofan myndi hefja rekstur í janúar. Því virðist nú hafa verið frestað, en á vef skrifstofunnar kemur ekki fram hvenær í febrúar sala komi til með að hefjast. Á vefnum kemur fram að skrifstofan ætli sér að bjóða upp á ferðir með 600 flugfélögum, tvær milljónir hótelherbergja og „vinsælustu áfangastaðina.“ Í samtali við Vísi segir Andri Már að ekki liggi nákvæmlega fyrir hvenær í febrúar rekstur muni hefjast. „Það er að mörgu að hyggja og við viljum ekki fara af stað fyrr en allt er tilbúið,“ segir Andri Már í samtali við Vísi. Andri Már segir þá ekki tímabært að gefa upp til hvaða áfangastaða tilvonandi viðskiptavinum Aventura muni bjóðast að ferðast. Hann boðar þó „löngu tímabæra“ nýja nálgun á íslenskan ferðamarkað og nýja möguleika fyrir íslenskra ferðalanga. Aventura Holidays auglýsti eins og áður sagði eftir starfsfólki í lok síðasta árs. Andri Már segir að búið sé að ráða í vel flestar stöður, en verið sé að meta hvort fylla þurfi nokkrar í viðbót. Ákvörðun um það verði tekin þegar rekstur verði hafinn. Mikið af umsóknum hafi borist í kjölfar atvinnuauglýsingarinnar. „Það var sérstaklega gleðilegt að sjá, við fengum mörg hundruð umsóknir. Við áttum ekki von á því. Viðbrögðin voru frábær,“ segir Andri. Hann segir jafnframt að ferðaskrifstofuleyfi félagsins verði gefið út í næstu viku. Þá verði fyrirtækinu ekkert að vanbúnaði. „Síðan förum við bara að ýta úr vör,“ segir Andri Már að lokum.
Ferðalög Fréttir af flugi Tengdar fréttir Stofnandi Primera Air kemur á fót nýrri ferðaskrifstofu Andri Már Ingólfsson, stofnandi flugfélagsins Primera Air, er búinn að stofna ferðaskrifstofu undir nafninu Aventura Holidays. 29. desember 2019 20:03 Mest lesið Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljón fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Atvinnulíf Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Sjá meira
Stofnandi Primera Air kemur á fót nýrri ferðaskrifstofu Andri Már Ingólfsson, stofnandi flugfélagsins Primera Air, er búinn að stofna ferðaskrifstofu undir nafninu Aventura Holidays. 29. desember 2019 20:03