Eineltið gaf mér styrk til að elta drauminn Stefán Árni Pálsson skrifar 31. janúar 2020 07:00 Brynja Mary hefur gengið í gegnum mikla erfiðeika á stuttri ævi. vísir/vilhelm „Ég er að deyja úr spenningi. Ég hef beðið allt mitt líf eftir þessu augnabliki, að fara á svið með dönsurum og flytja lag sem ég hef sjálf samið,“ segir Brynja Mary Sverrisdóttir, ung kona, sem tekur þátt í Söngvakeppninni laugardaginn 8.febrúar og flytur þá lagið Augun þín sem hún samdi sjálf ásamt Lasse Qvist. Brynja Mary er aðeins 16 ára gömul og rétt sleppur inn í Söngvakeppnina þar sem aldurstakmarkið er einmitt sextán ár. „Ég er yngsti keppandinn, og satt best að segja þá er ég ekkert svo stressuð miðað við hvað ég er spennt fyrir þessu, ég hreinlega get ekki beðið eftir að fara á svið og syngja með hjartanu og sýna öllum hvað Brynja Mary getur.“ Líf Brynju Mary hefur ekki alltaf verið auðvelt og var hún lögð í mikið einelti á yngri árum. Mjög erfiður tími „Ég lenti í miklu einelti á tímabili í minni barnæsku. Krakkar sögðu að ég yrði aldrei neitt og gæti ekki neitt. Ég var kölluð ljótum nöfnum. Af því að ég sagði öllum að ég ætlaði mér stóra hluti í lífinu og verða fræg söngkona. Þau sögðu að ég væri bara „wannabe”, væri feit og sögðu margt ljótt um mig sem var mjög sárt.“ Hún segir að þetta tímabil hafi verið henni erfitt. „Mér leið illa, var óörugg og trúði ekki á sjálfa mig, en ég hef alltaf haft fjölskylduna til að hugga mig og hughreysta og sérstaklega mömmu mína sem hefur alltaf trúað á mig og stutt mig, alveg sama hvað hefur gengið á. Ég sagði við sjálfa mig einn daginn að ég væri hætt að hlusta á fólk og ætlaði ekki að láta það stjórna mínu lífi, alveg sama hvað. Nú er minn tími til að skína. Svo ég samdi þetta lag til að deila minni sögu og til að hvetja alla til að trúa á sjálfan sig. Maður getur allt sem maður vill og á aldrei að hlusta á fólk sem segir ljóta hluti við þig. Það fólk er oft öfundsjúkt. Og síðast en ekki síst, aldrei að gefast upp. Ég nánast gafst upp.“ Bryna segir að eineltið sem hún varð fyrir verði alltaf innra með henni á einhvern hátt. „En ekki endilega á slæman og neikvæðan hátt. Það til dæmis minnir mig á að láta aldrei aðra brjóta þig niður. Ef maður vill eitthvað, þá á maður að gera það. Þó að þetta tímabil í mínu lífi hafi verið erfitt, þá gerði það mig að sterkari einstaklingi í dag.“ Hún segir að gerendurnir í hennar tilfelli hafa aldrei beðið hana afsökunar. „Síðan allt í einu núna þegar þeir sjá mig í dag og allt sem ég er að gera, hafa þeir haft samband við mig og láta sem ekkert hafi gerst, það þoli ég ekki. Bara af því að ég er ekki feit, óörugg og feimin lengur, þá þýðir það ekki að þetta fólk geti bara komið til mín og viljað vera vinir mínir.“ Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, hitti Brynju í söngskóla Maríu Bjarkar, Fákafen 11, í vikunni.vísir/vilhelm Þrátt fyrir ungan aldur er Brynja komin með töluverða reynslu í því að koma fram. „Ég byrjaði að syngja áður en ég gat talað og fór í tónlistarleikskóla í Danmörku þegar ég var þriggja ára. Síðan hef ég verið víðs vegar um heim að vinna með alls kyns fólki í tónlistar, leiklistar, módel og dansheiminum. Meðal annars í Bandaríkjunum, Englandi, Spáni, Þýskalandi, Danmörku, Noregi og núna á Íslandi. Þegar ég var fjórtán ára var ég með í tónlistarauglýsingu og tónlistarmyndbandi í Kaupmannahöfn með systur minni. Eftir það var ég einnig valin í tónlistarsjónvarpsþátt á sjónvarpsstöðinni DR1 í Danmörku, þar sem tekið var upp lag sem ég söng með einum þekktasta pródúsent þar í landi, Chief 1.“ Hún segist hafa verið uppgötvuð í Kaupmannahöfn þegar hún var þrettán ára eftir að hafa verið í söngnámi þar. Fékk samning „Þar var útgáfufyrirtæki sem sá eitthvað í mér og bauð mér að gera samning við þá, bara koma um helgar og semja tónlist með tónlistarfólki. Þeir vildu sjá hvernig það myndi ganga, því þeir sáu mikla hæfileika í mér. Ég fór margar helgar og samdi tónlist með ýmsum pródúsentum til að æfa mig í lagasmíðum. Árið eftir þegar ég var fjórtán ára varð lagið mitt í söngvakeppninni til, In Your Eyes / Augun þín. Það lag samdi ég á fjórum klukkutímum,“ segir Brynja sem hefur verið að vinna með raddþjálfa í Kanada og hefur sá unnið með stjörnum á borð við Rihanna og Beyonce. Brynja og systir hennar Sara Victoria hafa báðar verið að reyna fyrir sér í bæði söng- og leiklist. Brynja spilar á fjölda hljóðfæra.vísir/vilhelm „Þegar ég var fjórtán ára fór ég og systir mín í áheyrnarprufu í Kaupmannahöfn sem var fyrir leiklistarprógram í Los Angeles. Við komumst báðar inn og værum tvær af þeim átta sem valdir voru af 256 þátttakendum. Það fyrirtæki er með æfingaprógrömm um allan heim og megum við taka þátt í þeim eins og við viljum. Við fórum fyrst til London í eina viku, og erum búnar að fara tvö sumur í röð til Los Angeles í æfingaviku og þjálfun með þekktum kvikmyndaleikurum og framleiðendum bíómynda. Í lok hverrar æfingaviku sýnum við fyrir framan fræga kvikmyndaframleiðendur og umboðsskrifstofur. Ég hef tvívegis fengið viðurkenningu fyrir góða frammistöðu. Í kjölfarið af því vorum við tvívegis valdar, ég og systir mín, í að syngja og dansa á stórri hæfileikasýningu sem sýnd var á sjónvarpsstöðvum í Bandaríkjunum tvö síðustu sumur.“ Þær systur voru síðan valdar til að leika aðalhlutverk í bíómynd sem tekin var upp í London á síðasta ári, en sú mynd fjallar einmitt um einelti og áhrif þess og heitir Bullied. Við erum einmitt að fara í fleiri tökur núna í mars á þessu ári. Það er mjög spennandi. Myndin er væntanleg á Netflix á árinu.“ Brynja er mikill dansari og hefur einnig dansað síðan hún var þriggja ára. „Og hef ekki stoppað síðan. Ég hef dansað allskyns dansa, t.d. jazz, hiphop, ballet, jazz fun, contemporary, tap, girly, step, acro og fleira,“ segir Brynja. En hvert er markmiðið hjá Brynju í Söngvakeppninni? „Það er auðvitað stefnan og draumurinn að vinna þetta. Ég ætla að gera mitt besta og vona það besta. Markmið mitt er að fara alla leið, alveg sama hvað það kostar. Ég er tilbúin að gefa mig alla í þennan framtíðardraum. Það er ekkert sem ég vill frekar, svo ég ætla að vinna hart að þessu og stefna hátt í lífinu. Mig langar að gera alla stolta, fjölskylduna, vini og alla þjóðina.“ Hér má fylgjast með Brynju á Instagram. Hér að neðan má svo hlusta á lagið Augun þín með Brynju Mary. Eurovision Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira
„Ég er að deyja úr spenningi. Ég hef beðið allt mitt líf eftir þessu augnabliki, að fara á svið með dönsurum og flytja lag sem ég hef sjálf samið,“ segir Brynja Mary Sverrisdóttir, ung kona, sem tekur þátt í Söngvakeppninni laugardaginn 8.febrúar og flytur þá lagið Augun þín sem hún samdi sjálf ásamt Lasse Qvist. Brynja Mary er aðeins 16 ára gömul og rétt sleppur inn í Söngvakeppnina þar sem aldurstakmarkið er einmitt sextán ár. „Ég er yngsti keppandinn, og satt best að segja þá er ég ekkert svo stressuð miðað við hvað ég er spennt fyrir þessu, ég hreinlega get ekki beðið eftir að fara á svið og syngja með hjartanu og sýna öllum hvað Brynja Mary getur.“ Líf Brynju Mary hefur ekki alltaf verið auðvelt og var hún lögð í mikið einelti á yngri árum. Mjög erfiður tími „Ég lenti í miklu einelti á tímabili í minni barnæsku. Krakkar sögðu að ég yrði aldrei neitt og gæti ekki neitt. Ég var kölluð ljótum nöfnum. Af því að ég sagði öllum að ég ætlaði mér stóra hluti í lífinu og verða fræg söngkona. Þau sögðu að ég væri bara „wannabe”, væri feit og sögðu margt ljótt um mig sem var mjög sárt.“ Hún segir að þetta tímabil hafi verið henni erfitt. „Mér leið illa, var óörugg og trúði ekki á sjálfa mig, en ég hef alltaf haft fjölskylduna til að hugga mig og hughreysta og sérstaklega mömmu mína sem hefur alltaf trúað á mig og stutt mig, alveg sama hvað hefur gengið á. Ég sagði við sjálfa mig einn daginn að ég væri hætt að hlusta á fólk og ætlaði ekki að láta það stjórna mínu lífi, alveg sama hvað. Nú er minn tími til að skína. Svo ég samdi þetta lag til að deila minni sögu og til að hvetja alla til að trúa á sjálfan sig. Maður getur allt sem maður vill og á aldrei að hlusta á fólk sem segir ljóta hluti við þig. Það fólk er oft öfundsjúkt. Og síðast en ekki síst, aldrei að gefast upp. Ég nánast gafst upp.“ Bryna segir að eineltið sem hún varð fyrir verði alltaf innra með henni á einhvern hátt. „En ekki endilega á slæman og neikvæðan hátt. Það til dæmis minnir mig á að láta aldrei aðra brjóta þig niður. Ef maður vill eitthvað, þá á maður að gera það. Þó að þetta tímabil í mínu lífi hafi verið erfitt, þá gerði það mig að sterkari einstaklingi í dag.“ Hún segir að gerendurnir í hennar tilfelli hafa aldrei beðið hana afsökunar. „Síðan allt í einu núna þegar þeir sjá mig í dag og allt sem ég er að gera, hafa þeir haft samband við mig og láta sem ekkert hafi gerst, það þoli ég ekki. Bara af því að ég er ekki feit, óörugg og feimin lengur, þá þýðir það ekki að þetta fólk geti bara komið til mín og viljað vera vinir mínir.“ Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, hitti Brynju í söngskóla Maríu Bjarkar, Fákafen 11, í vikunni.vísir/vilhelm Þrátt fyrir ungan aldur er Brynja komin með töluverða reynslu í því að koma fram. „Ég byrjaði að syngja áður en ég gat talað og fór í tónlistarleikskóla í Danmörku þegar ég var þriggja ára. Síðan hef ég verið víðs vegar um heim að vinna með alls kyns fólki í tónlistar, leiklistar, módel og dansheiminum. Meðal annars í Bandaríkjunum, Englandi, Spáni, Þýskalandi, Danmörku, Noregi og núna á Íslandi. Þegar ég var fjórtán ára var ég með í tónlistarauglýsingu og tónlistarmyndbandi í Kaupmannahöfn með systur minni. Eftir það var ég einnig valin í tónlistarsjónvarpsþátt á sjónvarpsstöðinni DR1 í Danmörku, þar sem tekið var upp lag sem ég söng með einum þekktasta pródúsent þar í landi, Chief 1.“ Hún segist hafa verið uppgötvuð í Kaupmannahöfn þegar hún var þrettán ára eftir að hafa verið í söngnámi þar. Fékk samning „Þar var útgáfufyrirtæki sem sá eitthvað í mér og bauð mér að gera samning við þá, bara koma um helgar og semja tónlist með tónlistarfólki. Þeir vildu sjá hvernig það myndi ganga, því þeir sáu mikla hæfileika í mér. Ég fór margar helgar og samdi tónlist með ýmsum pródúsentum til að æfa mig í lagasmíðum. Árið eftir þegar ég var fjórtán ára varð lagið mitt í söngvakeppninni til, In Your Eyes / Augun þín. Það lag samdi ég á fjórum klukkutímum,“ segir Brynja sem hefur verið að vinna með raddþjálfa í Kanada og hefur sá unnið með stjörnum á borð við Rihanna og Beyonce. Brynja og systir hennar Sara Victoria hafa báðar verið að reyna fyrir sér í bæði söng- og leiklist. Brynja spilar á fjölda hljóðfæra.vísir/vilhelm „Þegar ég var fjórtán ára fór ég og systir mín í áheyrnarprufu í Kaupmannahöfn sem var fyrir leiklistarprógram í Los Angeles. Við komumst báðar inn og værum tvær af þeim átta sem valdir voru af 256 þátttakendum. Það fyrirtæki er með æfingaprógrömm um allan heim og megum við taka þátt í þeim eins og við viljum. Við fórum fyrst til London í eina viku, og erum búnar að fara tvö sumur í röð til Los Angeles í æfingaviku og þjálfun með þekktum kvikmyndaleikurum og framleiðendum bíómynda. Í lok hverrar æfingaviku sýnum við fyrir framan fræga kvikmyndaframleiðendur og umboðsskrifstofur. Ég hef tvívegis fengið viðurkenningu fyrir góða frammistöðu. Í kjölfarið af því vorum við tvívegis valdar, ég og systir mín, í að syngja og dansa á stórri hæfileikasýningu sem sýnd var á sjónvarpsstöðvum í Bandaríkjunum tvö síðustu sumur.“ Þær systur voru síðan valdar til að leika aðalhlutverk í bíómynd sem tekin var upp í London á síðasta ári, en sú mynd fjallar einmitt um einelti og áhrif þess og heitir Bullied. Við erum einmitt að fara í fleiri tökur núna í mars á þessu ári. Það er mjög spennandi. Myndin er væntanleg á Netflix á árinu.“ Brynja er mikill dansari og hefur einnig dansað síðan hún var þriggja ára. „Og hef ekki stoppað síðan. Ég hef dansað allskyns dansa, t.d. jazz, hiphop, ballet, jazz fun, contemporary, tap, girly, step, acro og fleira,“ segir Brynja. En hvert er markmiðið hjá Brynju í Söngvakeppninni? „Það er auðvitað stefnan og draumurinn að vinna þetta. Ég ætla að gera mitt besta og vona það besta. Markmið mitt er að fara alla leið, alveg sama hvað það kostar. Ég er tilbúin að gefa mig alla í þennan framtíðardraum. Það er ekkert sem ég vill frekar, svo ég ætla að vinna hart að þessu og stefna hátt í lífinu. Mig langar að gera alla stolta, fjölskylduna, vini og alla þjóðina.“ Hér má fylgjast með Brynju á Instagram. Hér að neðan má svo hlusta á lagið Augun þín með Brynju Mary.
Eurovision Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Sjá meira