Innlent

Skattur á þá efnaminni

Kristinn H. Gunnarsson.
Kristinn H. Gunnarsson. MYND/Vilhelm

Notendagjöld í heilbrigðiskerfinu eru aukaskattur á tekjulágt og fátækt fólk, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann segir að ávinningurinn af innheimtu notendagjalda sé lítill eða enginn og þau valdi því helst að efnaminna fólk hafi ekki efni á heilbrigðisþjónustu.

Kristinn segir í pistli á heimasíðu sinni að réttast væri að draga úr innheimtu notendagjalda og fá féð í rekstur heilbrigðiskerfisins frekar úr almennri skattheimtu ríkisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×