Innlent

Sigurður segir hugarfar hæstaréttardómara „verulega brenglað“

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, var ekki viðstaddur uppkvaðningu dómsins í dag þar sem hann er ekki á landinu. Þegar fréttastofa náði tali af honum skömmu eftir að dómurinn var kveðinn upp var honum brugðið.

„Mín fyrstu viðbrögð við dómnum eru í raun þau sko að á dauða mínum átti ég von ekki þessu,“ segir Sigurður.

Hann segir dóminn hafa komið sér á óvart og vera mikil vonbrigði.

„Hvernig það er hægt að dæma fyrir hlutdeild í umboðssvikum þegar skilanefnd Kaupþings hefur ekki einu sinni reynt að rifta þeim viðskiptum. Það er mér algjörlega hulin ráðgáta hvernig það er hægt,“ segir Sigurður.

Þannig telur Sigurður að forsendur dómsins geti ekki staðist.

„Ég held að þetta sé svona einn af þeim dómum sem verður talinn svona ja bara hrein þvæla þegar fram líða stundir. Ég bara held að ef það er virkilega þannig að fimm af hæfustu hæstaréttardómurum landsins hafi komist að þessari niðurstöðu þá er eitthvað verulega brenglað við hugarfar þeirra manna,“ segir Sigurður.

Hlusta má á viðtalið við Sigurð í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Segir dóminn mikil vonbrigði

Hörður Felix Harðarson, skipaður verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings, segir dóm Hæstaréttar í Al Thani-málinu í dag mikil vonbrigði en vill ekki tjá sig að öðru leyti um dóminn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×