Fékk flogakast úti á götu: Enginn kom henni og 2 ára dóttur hennar til hjálpar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2015 21:21 Jónína Margrét Bergmann og fjölskylda búa í Engjahverfi í Grafarvogi. Vísir/Jónína/Vilhelm „Ætli hún hafi ekki legið þarna á gangstéttinni í um 10-15 mínútur, meðvitundarlaus, og barnið sat við hliðina á henni í snjónum, hágrátandi,“ segir Jón Ingi Einarsson, eiginmaður Jónínu Margrétar Bergmann sem fékk flogakast í gær á meðan hún labbaði heim af leikskólanum með dóttur þeirra. Fjöldi manns fór framhjá mæðgunum án þess að athuga með þær eða veita þeim aðstoð. Þar sem Jónína er enn að ná upp orðaforða eftir flogið segir Jón Ingi frá því sem gerðist. „Jónína er búin að vera flogaveik í 10 ár og til að byrja með fékk hún krampaflog þar sem hún hrundi bara allt í einu niður. Það er svona flog sem maður getur kallað „bíómyndaflog“ og gerðist svona tvisvar, þrisvar en svo breyttust flogin og hún fór að fá störuflog. Þá dettur hún bara út og starir út í loftið. Þau flog geta varað í allt að 10-20 mínútur en inn á milli hefur hún líka fengið krampa í höfuðið. Hún er búin að vera á lyfjum alveg síðan hún veiktist og við héldum að krampaflogin væru hætt þangað til þetta gerðist í gær,“ segir Jón Ingi.Fékk krampaflog á leiðinni af leikskólanum Hjónin eiga tvær dætur, 10 ára og 2 ára, og var Jónína að sækja þá yngri á leikskólann þegar hún fékk flog í gær. „Einhvers staðar á leiðinni á leikskólann fær hún störuflog og dettur út,“ segir Jón Ingi. Hún hafi sótt dóttur þeirra, klætt hana í skó og úlpu og svo farið heim. Aðeins er um þriggja mínútna labb frá leikskólanum og heim til þeirra en þegar mæðgurnar eru komnar hálfa leið heim hrynur Jónína í götuna. „Hún fær sem sagt krampaflog og lyppast niður. Barnið er bara við hliðina á henni, hágrátandi og kallandi á mömmu sína sem svarar auðvitað engu.“Líklegt að um 30 bílar hafi farið fram hjá mæðgunum Eins og fyrr segir telur Jónína að hún hafi legið í götunni í 10-15 mínútur áður en hún rankaði við sér. Enginn kom henni og dóttur hennar til hjálpar en þær náðu að komast heim. „Ég er aðallega svekktur útí alla þessa bíla sem keyra fram hjá konu sem liggur meðvitundarlaus í gangstéttinni og grátandi barn við hliðina á henni.“ Jón Ingi stóð við gluggann heima hjá þeim í dag og taldi bílana sem fóru um götuna á tímanum 16.10-16.25, en það er sá tími sem Jónína lá í götunni í gær. „Ég taldi 32 bíla sem fóru framhjá þessum stað í dag og það má alveg gera ráð fyrir að sami fjöldi hafi farið þarna um í gær. Þetta er mjög róleg gata sem við búum í nema klukkan átta á morgnana, þegar verið er að koma með börnin á leikskólann, og svo milli klukkan fjögur og hálffimm þegar verið er að sækja þau.“Hvað ef dóttirin hefði labbað í burtu? Jónína fékk annað flog í gærkvöldi, störuflog og krampa í höfuðið. Aðspurður hvernig hún hafi það í dag segir Jón Ingi: „Hún er öll að koma til. Hún er mjög aum í hálsinum af hún reygir sig svo rosalega til hægri þegar hún fær störuflog. Líkaminn herpist líka allur saman svo hún er aum í upphandleggjunum. Svo held ég að hún hafi bara fengið létt taugaáfall. Hún spyr sig náttúrulega þessara „hvað ef“-spurninga. Hvað ef barnið hefði bara labbað í burtu og farið til dæmis út á götuna? Sem betur fer sat litla skinnið bara við hliðina á mömmu sinni og fór ekki neitt.“Hvernig á að bregðast við? Á vefsíðu, Lauf, félags flogaveikra, má nálgast upplýsingar um hvernig bregðast eigi við þegar komið er að manneskju í flogi. Þar segir meðal annars: Haldið ró ykkar Losið um þröng föt Reynið að fyrirbyggja meiðsl Ekki setja neitt upp í munn Hlúið að viðkomandi Verið til staðar þar til fullri meðvitund er náðHér má nálgast frekari upplýsingar. Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Sjá meira
„Ætli hún hafi ekki legið þarna á gangstéttinni í um 10-15 mínútur, meðvitundarlaus, og barnið sat við hliðina á henni í snjónum, hágrátandi,“ segir Jón Ingi Einarsson, eiginmaður Jónínu Margrétar Bergmann sem fékk flogakast í gær á meðan hún labbaði heim af leikskólanum með dóttur þeirra. Fjöldi manns fór framhjá mæðgunum án þess að athuga með þær eða veita þeim aðstoð. Þar sem Jónína er enn að ná upp orðaforða eftir flogið segir Jón Ingi frá því sem gerðist. „Jónína er búin að vera flogaveik í 10 ár og til að byrja með fékk hún krampaflog þar sem hún hrundi bara allt í einu niður. Það er svona flog sem maður getur kallað „bíómyndaflog“ og gerðist svona tvisvar, þrisvar en svo breyttust flogin og hún fór að fá störuflog. Þá dettur hún bara út og starir út í loftið. Þau flog geta varað í allt að 10-20 mínútur en inn á milli hefur hún líka fengið krampa í höfuðið. Hún er búin að vera á lyfjum alveg síðan hún veiktist og við héldum að krampaflogin væru hætt þangað til þetta gerðist í gær,“ segir Jón Ingi.Fékk krampaflog á leiðinni af leikskólanum Hjónin eiga tvær dætur, 10 ára og 2 ára, og var Jónína að sækja þá yngri á leikskólann þegar hún fékk flog í gær. „Einhvers staðar á leiðinni á leikskólann fær hún störuflog og dettur út,“ segir Jón Ingi. Hún hafi sótt dóttur þeirra, klætt hana í skó og úlpu og svo farið heim. Aðeins er um þriggja mínútna labb frá leikskólanum og heim til þeirra en þegar mæðgurnar eru komnar hálfa leið heim hrynur Jónína í götuna. „Hún fær sem sagt krampaflog og lyppast niður. Barnið er bara við hliðina á henni, hágrátandi og kallandi á mömmu sína sem svarar auðvitað engu.“Líklegt að um 30 bílar hafi farið fram hjá mæðgunum Eins og fyrr segir telur Jónína að hún hafi legið í götunni í 10-15 mínútur áður en hún rankaði við sér. Enginn kom henni og dóttur hennar til hjálpar en þær náðu að komast heim. „Ég er aðallega svekktur útí alla þessa bíla sem keyra fram hjá konu sem liggur meðvitundarlaus í gangstéttinni og grátandi barn við hliðina á henni.“ Jón Ingi stóð við gluggann heima hjá þeim í dag og taldi bílana sem fóru um götuna á tímanum 16.10-16.25, en það er sá tími sem Jónína lá í götunni í gær. „Ég taldi 32 bíla sem fóru framhjá þessum stað í dag og það má alveg gera ráð fyrir að sami fjöldi hafi farið þarna um í gær. Þetta er mjög róleg gata sem við búum í nema klukkan átta á morgnana, þegar verið er að koma með börnin á leikskólann, og svo milli klukkan fjögur og hálffimm þegar verið er að sækja þau.“Hvað ef dóttirin hefði labbað í burtu? Jónína fékk annað flog í gærkvöldi, störuflog og krampa í höfuðið. Aðspurður hvernig hún hafi það í dag segir Jón Ingi: „Hún er öll að koma til. Hún er mjög aum í hálsinum af hún reygir sig svo rosalega til hægri þegar hún fær störuflog. Líkaminn herpist líka allur saman svo hún er aum í upphandleggjunum. Svo held ég að hún hafi bara fengið létt taugaáfall. Hún spyr sig náttúrulega þessara „hvað ef“-spurninga. Hvað ef barnið hefði bara labbað í burtu og farið til dæmis út á götuna? Sem betur fer sat litla skinnið bara við hliðina á mömmu sinni og fór ekki neitt.“Hvernig á að bregðast við? Á vefsíðu, Lauf, félags flogaveikra, má nálgast upplýsingar um hvernig bregðast eigi við þegar komið er að manneskju í flogi. Þar segir meðal annars: Haldið ró ykkar Losið um þröng föt Reynið að fyrirbyggja meiðsl Ekki setja neitt upp í munn Hlúið að viðkomandi Verið til staðar þar til fullri meðvitund er náðHér má nálgast frekari upplýsingar.
Mest lesið Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Fleiri fréttir RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Sjá meira