Fasteignagjöld hækka meðan útsvar er mestanpart óbreytt Óli Kristján Ármannsson skrifar 12. febrúar 2015 07:00 Sorphirða í Reykjavík. Gjöld sem innheimt eru fyrir sorphirðu sveitarfélaganna hækka langmest á Akureyri milli 2014 og 2015, um 33,3 prósent. Í Reykjavík nam hækkunin 5,7 prósentum. Gjaldið er nú svipað á báðum stöðum. Fréttablaðið/Pjetur Fasteignagjöld hækka víðast hvar á þessu ári að því er fram kemur í könnun Verðlagseftirlits Alþýðusambandsins (ASÍ) á þróuninni hjá fimmtán fjölmennustu sveitarfélögum landsins. Ástæða hækkunarinnar er fremur sögð vegna breytinga á fasteignamati en aukinnar álagningar sveitarfélaganna. Fram kemur í greiningu Verðlagseftirlitsins að Reykjanesbær sé eina sveitarfélagið sem hækkað hefur hjá sér útsvar og hækkar einnig hjá sér fasteignaskatt um 67 prósent. Þar fer útsvarið úr hámarkinu, sem er 14,52 prósent, í 15,05 prósent, en vegna slæmrar fjárhagsstöðu sveitarfélagsins er lagt á 3,62 prósenta aukaálag.„Aðeins Kópavogur, Garðabær, Seltjarnarnes og Vestmannaeyjabær innheimta útsvar undir hámarkinu en lægsta útsvarið er 13,7 prósent í Garðabæ og á Seltjarnarnesi,“ segir í samantekt Verðlagseftirlits ASÍ. Fram kemur að öll gjöld hafi hækkað í Reykjavík vegna töluverðrar hækkunar á fasteignamati. Þá megi sjá lækkun hjá Ísafjarðarbæ, vegna lækkunar á fasteignamati sem leiði til raunlækkunar á fasteignaskatti, lóðaleigu, vatnsgjaldi og holræsagjaldi. Álagningarprósenta fasteignaskatts er óbreytt hjá níu sveitarfélögum af fimmtán. Þrjú hækka skattinn, Reykjanesbær um 67 prósent, Árborg um níu prósent og Fjarðabyggð um sjö prósent. „Þau sveitarfélög sem lækka álagninguna eru Garðabær um átta prósent, Seltjarnarnes fimm prósent og Kópavogur tvö prósent.“Þá kemur fram í könnun ASÍ að allnokkrar breytingar eru á sorphirðu- og sorptengdum gjöldum sem ólíkt öðrum þáttum fasteignagjaldsins eru innheimt sem föst upphæð á hverja íbúð eða fjölda tunna við hús. Hjá fjórum sveitarfélögum, Reykjanesbæ, Akraneskaupstað, Ísafjarðarbæ og Sveitarfélaginu Skagafirði, eru sorphirðugjöld óbreytt á milli ára. Öll hin hækka hjá sér gjaldskrána (eins og sjá má í töflunni hér til hliðar). „Hæstu gjöldin eru greidd í Vestmannaeyjum 51.323 krónur á árinu 2015 en lægstu gjöldin eru greidd í Garðabæ 21.400 krónur og er það 140 prósenta verðmunur eða 29.923 krónur,“ segir í umfjöllun Verðlagseftirlits ASÍ.Gjöldin í hnotskurnSkatturinn sem sveitarfélög heimta af íbúum nefnist útsvar. Það leggst ofan á almennan tekjuskatt sem einstaklingar greiða og er reiknað út frá sama skattstofni.Einstaklingar greiða útsvar til þess sveitarfélags þar sem þeir höfðu lögheimili í lok árs.Fasteignagjöld samanstanda svo af fasteignasköttum, fráveitugjaldi, vatnsgjaldi, lóðaleigu og sorphirðugjöldum. Gjöldin eru í flestum tilfellum hlutfall af fasteigna- eða lóðamati.Sorphirðugjöld eru þó ávallt innheimt sem fast gjald eða eftir fjölda tunna á húsnæði. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Fasteignagjöld hækka víðast hvar á þessu ári að því er fram kemur í könnun Verðlagseftirlits Alþýðusambandsins (ASÍ) á þróuninni hjá fimmtán fjölmennustu sveitarfélögum landsins. Ástæða hækkunarinnar er fremur sögð vegna breytinga á fasteignamati en aukinnar álagningar sveitarfélaganna. Fram kemur í greiningu Verðlagseftirlitsins að Reykjanesbær sé eina sveitarfélagið sem hækkað hefur hjá sér útsvar og hækkar einnig hjá sér fasteignaskatt um 67 prósent. Þar fer útsvarið úr hámarkinu, sem er 14,52 prósent, í 15,05 prósent, en vegna slæmrar fjárhagsstöðu sveitarfélagsins er lagt á 3,62 prósenta aukaálag.„Aðeins Kópavogur, Garðabær, Seltjarnarnes og Vestmannaeyjabær innheimta útsvar undir hámarkinu en lægsta útsvarið er 13,7 prósent í Garðabæ og á Seltjarnarnesi,“ segir í samantekt Verðlagseftirlits ASÍ. Fram kemur að öll gjöld hafi hækkað í Reykjavík vegna töluverðrar hækkunar á fasteignamati. Þá megi sjá lækkun hjá Ísafjarðarbæ, vegna lækkunar á fasteignamati sem leiði til raunlækkunar á fasteignaskatti, lóðaleigu, vatnsgjaldi og holræsagjaldi. Álagningarprósenta fasteignaskatts er óbreytt hjá níu sveitarfélögum af fimmtán. Þrjú hækka skattinn, Reykjanesbær um 67 prósent, Árborg um níu prósent og Fjarðabyggð um sjö prósent. „Þau sveitarfélög sem lækka álagninguna eru Garðabær um átta prósent, Seltjarnarnes fimm prósent og Kópavogur tvö prósent.“Þá kemur fram í könnun ASÍ að allnokkrar breytingar eru á sorphirðu- og sorptengdum gjöldum sem ólíkt öðrum þáttum fasteignagjaldsins eru innheimt sem föst upphæð á hverja íbúð eða fjölda tunna við hús. Hjá fjórum sveitarfélögum, Reykjanesbæ, Akraneskaupstað, Ísafjarðarbæ og Sveitarfélaginu Skagafirði, eru sorphirðugjöld óbreytt á milli ára. Öll hin hækka hjá sér gjaldskrána (eins og sjá má í töflunni hér til hliðar). „Hæstu gjöldin eru greidd í Vestmannaeyjum 51.323 krónur á árinu 2015 en lægstu gjöldin eru greidd í Garðabæ 21.400 krónur og er það 140 prósenta verðmunur eða 29.923 krónur,“ segir í umfjöllun Verðlagseftirlits ASÍ.Gjöldin í hnotskurnSkatturinn sem sveitarfélög heimta af íbúum nefnist útsvar. Það leggst ofan á almennan tekjuskatt sem einstaklingar greiða og er reiknað út frá sama skattstofni.Einstaklingar greiða útsvar til þess sveitarfélags þar sem þeir höfðu lögheimili í lok árs.Fasteignagjöld samanstanda svo af fasteignasköttum, fráveitugjaldi, vatnsgjaldi, lóðaleigu og sorphirðugjöldum. Gjöldin eru í flestum tilfellum hlutfall af fasteigna- eða lóðamati.Sorphirðugjöld eru þó ávallt innheimt sem fast gjald eða eftir fjölda tunna á húsnæði.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira