Seldi bílinn 100 ára og keypti sér skutlu Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 12. febrúar 2015 08:00 Lárus er enn nokkuð hress þrátt fyrir háan aldur. Vísir/GVA Lárus Sigfússon, fyrrverandi ráðherrabílstjóri, fagnaði 100 ára afmæli sínu þann 5. febrúar. Hann starfaði sem ráðherrabílstjóri í alls tuttugu og eitt ár, lengst af fyrir Steingrím Hermannsson. Lárus hætti alfarið að keyra í nóvember í fyrra, rétt fyrir aldarafmælið, og fékk sér rafmagnsskutlu sem hann hyggst keyra þegar snjóa leysir. „Hún jafnast nú ekkert á við bílinn,“ segir Lárus hress, en síðasti bíll sem hann átti var Hyundai Galloper. Lárus hefur átt mikinn fjölda bifreiða yfir ævina, en auk þess að keyra ráðherrabifreiðar var Lárus leigubílstjóri lengi vel. „Ég fékk þær upplýsingar frá tryggingafélaginu mínu um daginn að ég hef átt hátt í tvö hundruð bíla á áttatíu árum og þann fyrsta tryggði ég hjá Samvinnutryggingum,“ segir hann.Guðni Ágústsson afhendi Lárusi ostakörfu í tilefni afmælisins. Með þeim á myndinni er Kristín kona Lárusar.Vísir/GVAFyrsta bílinn eignaðist Lárus árið 1933 en það var Ford-vörubíll. Bíllinn var notaður til að flytja steypuefni þegar Lárus vann að stækkun Reykjaskóla í Hrútafirði. „Mér leist svo vel á bílinn að ég ákvað bara að kaupa hann,“ segir hann. Lárus hætti að keyra fyrir ráðuneytin 73 ára og síðustu árin vann hann skrifstofustarf í ráðuneytinu. „Ég var að ljósrita og raða skjölum fyrir næsta ríkisstjórnarfund, það mátti aldrei neitt vanta á fundina.“ Aðspurður hvort eitthvert atvik standi upp úr í starfi hans sem ráðherrabílstjóri segist hann ekki muna eftir neinu einu. „Þetta var bara mjög skemmtilegt starf og allt indælismenn, hver öðrum betri að vinna með. Oft var ég nú beðinn um að keyra aðra ráðherra þegar ekki var annar bílstjóri við höndina. Þetta var bara eins og eitt heimili og allir hjálpuðust að,“ bætir hann við. Lárus segir ráðherrabílana hafa verið marga og mismunandi. „Ég man nú ekki allar tegundirnar, sumir voru á jeppum og aðrir fólksbílum. En ég hef alltaf verið hrifinn af Chevrolet,“ segir hann og hlær. Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira
Lárus Sigfússon, fyrrverandi ráðherrabílstjóri, fagnaði 100 ára afmæli sínu þann 5. febrúar. Hann starfaði sem ráðherrabílstjóri í alls tuttugu og eitt ár, lengst af fyrir Steingrím Hermannsson. Lárus hætti alfarið að keyra í nóvember í fyrra, rétt fyrir aldarafmælið, og fékk sér rafmagnsskutlu sem hann hyggst keyra þegar snjóa leysir. „Hún jafnast nú ekkert á við bílinn,“ segir Lárus hress, en síðasti bíll sem hann átti var Hyundai Galloper. Lárus hefur átt mikinn fjölda bifreiða yfir ævina, en auk þess að keyra ráðherrabifreiðar var Lárus leigubílstjóri lengi vel. „Ég fékk þær upplýsingar frá tryggingafélaginu mínu um daginn að ég hef átt hátt í tvö hundruð bíla á áttatíu árum og þann fyrsta tryggði ég hjá Samvinnutryggingum,“ segir hann.Guðni Ágústsson afhendi Lárusi ostakörfu í tilefni afmælisins. Með þeim á myndinni er Kristín kona Lárusar.Vísir/GVAFyrsta bílinn eignaðist Lárus árið 1933 en það var Ford-vörubíll. Bíllinn var notaður til að flytja steypuefni þegar Lárus vann að stækkun Reykjaskóla í Hrútafirði. „Mér leist svo vel á bílinn að ég ákvað bara að kaupa hann,“ segir hann. Lárus hætti að keyra fyrir ráðuneytin 73 ára og síðustu árin vann hann skrifstofustarf í ráðuneytinu. „Ég var að ljósrita og raða skjölum fyrir næsta ríkisstjórnarfund, það mátti aldrei neitt vanta á fundina.“ Aðspurður hvort eitthvert atvik standi upp úr í starfi hans sem ráðherrabílstjóri segist hann ekki muna eftir neinu einu. „Þetta var bara mjög skemmtilegt starf og allt indælismenn, hver öðrum betri að vinna með. Oft var ég nú beðinn um að keyra aðra ráðherra þegar ekki var annar bílstjóri við höndina. Þetta var bara eins og eitt heimili og allir hjálpuðust að,“ bætir hann við. Lárus segir ráðherrabílana hafa verið marga og mismunandi. „Ég man nú ekki allar tegundirnar, sumir voru á jeppum og aðrir fólksbílum. En ég hef alltaf verið hrifinn af Chevrolet,“ segir hann og hlær.
Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira