Mansal í vændi á Íslandi er algengt Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 12. febrúar 2015 08:00 Konur og karlar eru ginnt í vændi með loforðum um betra líf. Nordic Photos/Getty Vændi tengt mansali er algengt hérlendis. Þetta segir Heiða Björk Vignisdóttir sem skrifaði meistararitgerð í lögfræði um tengsl vændis og mansals við skipulagða glæpastarfsemi hérlendis. Í ritgerðinni komst hún að því að vændi væri umtalsvert á Íslandi og það vændi sem hér væri stundað tengdist í mörgum tilfellum mansali. Bæði er um að ræða konur af erlendum uppruna sem komi hingað til að stunda vændi en einnig séu dæmi um að íslenskar konur séu fórnarlömb mansals. Þeir sem standa fyrir mansalinu eru bæði íslenskir og erlendir aðilar og oft eru tengsl við skipulögð glæpasamtök.Heiða Björk Vignisdóttir„Það er miklu meira vændi hér en meðaljóninn gerir sér grein fyrir. Erlendar konur eru sendar hingað í þeim eina tilgangi að stunda vændi. Það er líka meiri eftirspurn eftir vændi heldur en framboð,“ segir Heiða. Hún segir augu almennings hafa opnast fyrir því á undanförnum árum að mansal sé til staðar hérlendis líkt og annars staðar. Bendir hún í því tilliti á nektardansstaðina sem starfræktir voru hér um árabil. Flestir voru staðirnir þrettán og í kringum aldamótin komu um þúsund erlendar konur hingað til lands til þess að dansa á þessum stöðum. „Það er engin tilviljun að flestum þessum stöðum var lokað þegar einkadansinn var bannaður,“ segir Heiða.Sönnunarstaðan erfið Sakfellingartíðni er afar lág í þessum málum, hérlendis sem og erlendis. Um er að ræða flókin og margþætt mál. „Sönnunarstaðan er erfið í þessum málum og vissulega ekkert hægt að hnika frá þeim kröfum sem gerðar eru til sönnunar í þessum málum frekar en öðrum. Fórnarlömbin taka yfirleitt ekki virkan þátt í því að upplýsa um málin af ýmsum ástæðum,“ segir Heiða. Í mörgum tilfellum hefur þeim verið hótað, þeim talin trú um að þau hafi einnig framið brot í landinu eða koma jafnvel frá löndum þar sem erfitt er að treysta lögreglunni. „Það þarf mikið til þess að þessi mál fari alla leið á borð dómara. Hvað þá þegar fórnarlambið vill ekki viðurkenna að það sé fórnarlamb eða upplifir sig ekki þannig. Vill ekki segja frá og óttast um líf sitt, þá er lítið sem lögreglan getur gert. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um eru dæmi um það að mansalsfórnarlömb hafi verið dæmd og setið í fangelsi hérlendis vegna skjalafals. „Þau játa þá frekar á sig skjalafals, vegna falsaðra skilríkja, en vilja ekki segja frá öðru vegna ótta.“ Heiða telur að það ætti að gefa þessu málefni meiri gaum og er afar ánægð með aukna áherslu í þessum málum hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Aukið fjármagn til handa lögreglu er auk þess nauðsynlegt svo hægt sé að taka á þessum vanda af aukinni hörku. Úrræði handa hugsanlegum mansalsfórnarlömbum virðist líka algjörlega vanta og aukna þekkingu á þessu sviði hjá þeim sem þurfa í starfi sínu að meta hvort um mansalsfórnarlömb er að ræða.“Sigþrúður GuðmundsdóttirMun færri fórnarlömb Líkt og komið hefur fram í umfjöllun Fréttablaðsins var Kristínarhúsi, sem var búsetuúrræði fyrir konur á leið úr vændi og mansalsfórnarlömb, lokað í enda árs 2013. Heiða segir að eftir að því var lokað séu í raun lítil sem engin úrræði fyrir fórnarlömb mansals. Á þeim tveimur árum sem Kristínarhús var opið dvöldu þar 15 erlendar konur sem grunur lék á að væru fórnarlömb mansals. Eftir að húsinu var lokað tekur Kvennaathvarfið við kvenkyns fórnarlömbum mansals. Kvennaathvarfið er hins vegar neyðarathvarf meðan Kristínarhús var langtímaúrræði. Frá því að úrræðinu var lokað hafa dvalið í Kvennaathvarfinu 3-4 konur sem komu vegna gruns um að þær væru þolendur mansals sem er talsvert minna en árin tvö á undan. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að líklega sé ástæðan ekki sú að fórnarlömbin séu færri, þau hins vegar skili sér ekki til þeirra. „Mann grunar að það hafi ekki með að gera að fjöldi þessara kvenna hafi minnkað heldur að maður sjái þær síður. Í fæstum tilvikum voru þetta konur sem leituðu sjálfar til okkar heldur frekar að lögregla rækist á þær og kannski eru bara þeir sem rekast á möguleg fórnarlömb mansals meðvitaðir um að það sé enginn staður til. Kannski liggur þessi munur þar. Við erum skammtímaúrræði meðan Kristínarhús var langtímaúrræði,“ segir hún. Ef hugsanlegt fórnarlamb mansals kemur í Kvennaathvarfið er skipað sérstakt teymi í kringum fórnarlambið. „Það er gengið frá því þegar hún kemur í athvarfið að finna langtímaúrræði.“ Stundum sé um að ræða eigin íbúð eða þá að fórnarlambið dvelji áfram í athvarfinu. Það sé hins vegar ekki heppilegt því eins og áður segir er um neyðarúrræði að ræða. Fórnarlömbin þurfi meiri hjálp þar sem þau komi úr afar flóknum og erfiðum aðstæðum.Sendar heimshorna á milli til að leggja stund á vændi Við rannsókn sína á skipulagðri brotastarfsemi tengdri vændi og mansali aflaði Heiða Björk Vignisdóttir sér upplýsinga víða. Hún tók viðtöl við sérfræðinga á sviði mansals, studdist við sett lög, greinargerðir, dómaframkvæmdir og skrif sérfræðinga. Úr ritgerð Heiðu:„Vændi er ein birtingarmynd mansals og mansal er ein birtingarmynd skipulagðrar glæpastarfsemi. Þær stúlkur sem seldar eru mansali eru sendar heimshorna á milli í þeim tilgangi að leggja stund á vændi. Þær eru fluttar og hýstar, oftast gegn eigin vilja, og fá lítið eða ekkert af ágóða vændisins. Gjarnan hefst brotið gegn þeim með loforði um bætt líf og lífskjör, til dæmis með boði um atvinnu í nýju landi. Vegna bágrar stöðu þeirra, fátæktar, örbirgðar og vonleysis taka þær þessum gylliboðum fegins hendi. Félagsleg vandamál geta gert fólk að auðveldara skotmarki manseljenda og því er það eitt af stefnumálum ríkja að vinna í þeim þætti að sporna við mansali. Dæmi eru um að fórnarlömb mansals viti vel hvað bíður þeirra, en kjósi það frekar en þær bágu aðstæður sem þau komu úr, sem sýnir vel hve auðvelt er að misnota neyð bágstaddra einstaklinga. Mansal krefst ekki hlekkja, fórnarlambið getur verið líkamlega frjálst, en undir hælnum á kúgara sínum vegna hótana, ofbeldis eða annarra ógnana.“Flest fórnarlömbin konur Í skýslu UNODC, skrifstofu Sameinuðu þjóðanna á sviði fíkniefna og glæparannsókna, sem gefur út skýrslu um mansal á 2 ára fresti, kemur fram að konur eru fórnarlömb mansals í 55-60% tilfella. Ungum stúlkum hefur fjölgað, eru því konur og stúlkubörn fórnarlömb mansals í 75% tilvika. Samkvæmt upplýsingum frá Evrópuþinginu eru 62% fórnarlamba mansals seld í kynlífsþrælkun og eru 96% þeirra konur og stúlkubörn. Konur og ungar stúlkur eru því langalgengustu fórnarlömb mansals, sérstaklega þegar um mansal tengt kynlífsþjónustu er að ræða. Fréttaskýringar Tengdar fréttir Ekkert fjármagn fylgdi með aðgerðaáætlun gegn mansali Úrræðaleysi hvað varðar þolendur mansals er algjört þrátt fyrir að stjórnvöld hafi skuldbundið sig til þess að veita þeim nauðsynlega aðstoð og tryggja þeim skjól. Ef við höfum ekki öruggt skjól að bjóða þá getur lögreglan sáralítið gert,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarlögreglustjóri. 31. janúar 2015 10:00 Mansalsfórnarlömb fangelsuð Hreiðar Eiríksson, héraðsdómslögmaður og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, telur að hann hafi rætt við á annan tug mansalsbrotaþola á Íslandi. Að hans mati hafa stjórnvöld brugðist í því að veita brotaþolum úrræði sem henta og bendir á að vanþekking á 28. janúar 2015 07:00 Barnshafandi í mansalsmáli Allt að tíu mansalsmál koma til kasta lögreglunnar á Suðurnesjum á hverju ári. Hér á landi er stödd ung, barnshafandi kona sem er grunað mansalsfórnarlamb. Hún afþakkar aðstoð og hefur sótt um hæli. 2. febrúar 2015 07:00 Vill skrifleg svör um mansal á Íslandi Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til innanríkisráðherra um aðgerðir gegn mansali. 5. febrúar 2015 07:00 Fórnarlömb mansals sögðu ekki frá gerendum vegna hræðslu Í Kristínarhúsi dvöldu á rúmum tveimur árum 15 konur af erlendu bergi brotnar sem voru mansalsfórnarlömb. Konurnar komu úr ömurlegum aðstæðum þar sem þær höfðu upplifað mikinn hrylling. Flestar þeirra voru sendar hingað til lands til þess að stunda vændi. 29. janúar 2015 07:00 Róttækar breytingar gerðar hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins Alda Hrönn Jóhannsdóttir mun hafa yfirumsjón með innleiðingu á nýju verklagi vegna heimilisofbeldis, mansals og útlendingamála. 22. janúar 2015 07:00 Blekkt og notuð sem burðardýr Við rannsókn á máli konu sem flutti þúsundir e-taflna til landsins kviknaði grunur um að hún væri fórnarlamb mansals. Kærasti hennar blekkti hana og nú afplánar hún dóm vegna innflutningsins. Hún hefur fengið litla hjálp og reynir að gera það besta úr aðs 30. janúar 2015 07:00 Nútímaþrælahald Það er lágmarkskrafa í lýðræðissamfélagi sem aðhyllist mannréttindavernd að tryggja að fólk geti um frjálst höfuð strokið. Ef það sem vantar upp á er fjárstuðningur og aðhald stjórnvalda þá er það skýlaus krafa að því verði kippt í liðinn hið snarasta. 29. janúar 2015 07:00 Fleiri ábendingar um vinnumansal Grunur um mansal á Íslandi hefur löngum verið tengdur nektardansstöðum og vændi. Þau mál sem lögreglan hefur haft til skoðunar sýna þó að brotin eru af fjölbreyttara tagi. 27. janúar 2015 07:00 Telur vanta úrræði fyrir karlmenn Karlar eru líka fórnarlömb mansals en engin úrræði eru í boði fyrir þá. Eygló Harðardóttir velferðarráðherra vill bæta stöðu þeirra. Fátt hefur komið til framkvæmda í aðgerðaáætlun gegn mansali. 3. febrúar 2015 09:15 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Vændi tengt mansali er algengt hérlendis. Þetta segir Heiða Björk Vignisdóttir sem skrifaði meistararitgerð í lögfræði um tengsl vændis og mansals við skipulagða glæpastarfsemi hérlendis. Í ritgerðinni komst hún að því að vændi væri umtalsvert á Íslandi og það vændi sem hér væri stundað tengdist í mörgum tilfellum mansali. Bæði er um að ræða konur af erlendum uppruna sem komi hingað til að stunda vændi en einnig séu dæmi um að íslenskar konur séu fórnarlömb mansals. Þeir sem standa fyrir mansalinu eru bæði íslenskir og erlendir aðilar og oft eru tengsl við skipulögð glæpasamtök.Heiða Björk Vignisdóttir„Það er miklu meira vændi hér en meðaljóninn gerir sér grein fyrir. Erlendar konur eru sendar hingað í þeim eina tilgangi að stunda vændi. Það er líka meiri eftirspurn eftir vændi heldur en framboð,“ segir Heiða. Hún segir augu almennings hafa opnast fyrir því á undanförnum árum að mansal sé til staðar hérlendis líkt og annars staðar. Bendir hún í því tilliti á nektardansstaðina sem starfræktir voru hér um árabil. Flestir voru staðirnir þrettán og í kringum aldamótin komu um þúsund erlendar konur hingað til lands til þess að dansa á þessum stöðum. „Það er engin tilviljun að flestum þessum stöðum var lokað þegar einkadansinn var bannaður,“ segir Heiða.Sönnunarstaðan erfið Sakfellingartíðni er afar lág í þessum málum, hérlendis sem og erlendis. Um er að ræða flókin og margþætt mál. „Sönnunarstaðan er erfið í þessum málum og vissulega ekkert hægt að hnika frá þeim kröfum sem gerðar eru til sönnunar í þessum málum frekar en öðrum. Fórnarlömbin taka yfirleitt ekki virkan þátt í því að upplýsa um málin af ýmsum ástæðum,“ segir Heiða. Í mörgum tilfellum hefur þeim verið hótað, þeim talin trú um að þau hafi einnig framið brot í landinu eða koma jafnvel frá löndum þar sem erfitt er að treysta lögreglunni. „Það þarf mikið til þess að þessi mál fari alla leið á borð dómara. Hvað þá þegar fórnarlambið vill ekki viðurkenna að það sé fórnarlamb eða upplifir sig ekki þannig. Vill ekki segja frá og óttast um líf sitt, þá er lítið sem lögreglan getur gert. Líkt og Fréttablaðið hefur fjallað um eru dæmi um það að mansalsfórnarlömb hafi verið dæmd og setið í fangelsi hérlendis vegna skjalafals. „Þau játa þá frekar á sig skjalafals, vegna falsaðra skilríkja, en vilja ekki segja frá öðru vegna ótta.“ Heiða telur að það ætti að gefa þessu málefni meiri gaum og er afar ánægð með aukna áherslu í þessum málum hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Aukið fjármagn til handa lögreglu er auk þess nauðsynlegt svo hægt sé að taka á þessum vanda af aukinni hörku. Úrræði handa hugsanlegum mansalsfórnarlömbum virðist líka algjörlega vanta og aukna þekkingu á þessu sviði hjá þeim sem þurfa í starfi sínu að meta hvort um mansalsfórnarlömb er að ræða.“Sigþrúður GuðmundsdóttirMun færri fórnarlömb Líkt og komið hefur fram í umfjöllun Fréttablaðsins var Kristínarhúsi, sem var búsetuúrræði fyrir konur á leið úr vændi og mansalsfórnarlömb, lokað í enda árs 2013. Heiða segir að eftir að því var lokað séu í raun lítil sem engin úrræði fyrir fórnarlömb mansals. Á þeim tveimur árum sem Kristínarhús var opið dvöldu þar 15 erlendar konur sem grunur lék á að væru fórnarlömb mansals. Eftir að húsinu var lokað tekur Kvennaathvarfið við kvenkyns fórnarlömbum mansals. Kvennaathvarfið er hins vegar neyðarathvarf meðan Kristínarhús var langtímaúrræði. Frá því að úrræðinu var lokað hafa dvalið í Kvennaathvarfinu 3-4 konur sem komu vegna gruns um að þær væru þolendur mansals sem er talsvert minna en árin tvö á undan. Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að líklega sé ástæðan ekki sú að fórnarlömbin séu færri, þau hins vegar skili sér ekki til þeirra. „Mann grunar að það hafi ekki með að gera að fjöldi þessara kvenna hafi minnkað heldur að maður sjái þær síður. Í fæstum tilvikum voru þetta konur sem leituðu sjálfar til okkar heldur frekar að lögregla rækist á þær og kannski eru bara þeir sem rekast á möguleg fórnarlömb mansals meðvitaðir um að það sé enginn staður til. Kannski liggur þessi munur þar. Við erum skammtímaúrræði meðan Kristínarhús var langtímaúrræði,“ segir hún. Ef hugsanlegt fórnarlamb mansals kemur í Kvennaathvarfið er skipað sérstakt teymi í kringum fórnarlambið. „Það er gengið frá því þegar hún kemur í athvarfið að finna langtímaúrræði.“ Stundum sé um að ræða eigin íbúð eða þá að fórnarlambið dvelji áfram í athvarfinu. Það sé hins vegar ekki heppilegt því eins og áður segir er um neyðarúrræði að ræða. Fórnarlömbin þurfi meiri hjálp þar sem þau komi úr afar flóknum og erfiðum aðstæðum.Sendar heimshorna á milli til að leggja stund á vændi Við rannsókn sína á skipulagðri brotastarfsemi tengdri vændi og mansali aflaði Heiða Björk Vignisdóttir sér upplýsinga víða. Hún tók viðtöl við sérfræðinga á sviði mansals, studdist við sett lög, greinargerðir, dómaframkvæmdir og skrif sérfræðinga. Úr ritgerð Heiðu:„Vændi er ein birtingarmynd mansals og mansal er ein birtingarmynd skipulagðrar glæpastarfsemi. Þær stúlkur sem seldar eru mansali eru sendar heimshorna á milli í þeim tilgangi að leggja stund á vændi. Þær eru fluttar og hýstar, oftast gegn eigin vilja, og fá lítið eða ekkert af ágóða vændisins. Gjarnan hefst brotið gegn þeim með loforði um bætt líf og lífskjör, til dæmis með boði um atvinnu í nýju landi. Vegna bágrar stöðu þeirra, fátæktar, örbirgðar og vonleysis taka þær þessum gylliboðum fegins hendi. Félagsleg vandamál geta gert fólk að auðveldara skotmarki manseljenda og því er það eitt af stefnumálum ríkja að vinna í þeim þætti að sporna við mansali. Dæmi eru um að fórnarlömb mansals viti vel hvað bíður þeirra, en kjósi það frekar en þær bágu aðstæður sem þau komu úr, sem sýnir vel hve auðvelt er að misnota neyð bágstaddra einstaklinga. Mansal krefst ekki hlekkja, fórnarlambið getur verið líkamlega frjálst, en undir hælnum á kúgara sínum vegna hótana, ofbeldis eða annarra ógnana.“Flest fórnarlömbin konur Í skýslu UNODC, skrifstofu Sameinuðu þjóðanna á sviði fíkniefna og glæparannsókna, sem gefur út skýrslu um mansal á 2 ára fresti, kemur fram að konur eru fórnarlömb mansals í 55-60% tilfella. Ungum stúlkum hefur fjölgað, eru því konur og stúlkubörn fórnarlömb mansals í 75% tilvika. Samkvæmt upplýsingum frá Evrópuþinginu eru 62% fórnarlamba mansals seld í kynlífsþrælkun og eru 96% þeirra konur og stúlkubörn. Konur og ungar stúlkur eru því langalgengustu fórnarlömb mansals, sérstaklega þegar um mansal tengt kynlífsþjónustu er að ræða.
Fréttaskýringar Tengdar fréttir Ekkert fjármagn fylgdi með aðgerðaáætlun gegn mansali Úrræðaleysi hvað varðar þolendur mansals er algjört þrátt fyrir að stjórnvöld hafi skuldbundið sig til þess að veita þeim nauðsynlega aðstoð og tryggja þeim skjól. Ef við höfum ekki öruggt skjól að bjóða þá getur lögreglan sáralítið gert,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarlögreglustjóri. 31. janúar 2015 10:00 Mansalsfórnarlömb fangelsuð Hreiðar Eiríksson, héraðsdómslögmaður og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, telur að hann hafi rætt við á annan tug mansalsbrotaþola á Íslandi. Að hans mati hafa stjórnvöld brugðist í því að veita brotaþolum úrræði sem henta og bendir á að vanþekking á 28. janúar 2015 07:00 Barnshafandi í mansalsmáli Allt að tíu mansalsmál koma til kasta lögreglunnar á Suðurnesjum á hverju ári. Hér á landi er stödd ung, barnshafandi kona sem er grunað mansalsfórnarlamb. Hún afþakkar aðstoð og hefur sótt um hæli. 2. febrúar 2015 07:00 Vill skrifleg svör um mansal á Íslandi Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til innanríkisráðherra um aðgerðir gegn mansali. 5. febrúar 2015 07:00 Fórnarlömb mansals sögðu ekki frá gerendum vegna hræðslu Í Kristínarhúsi dvöldu á rúmum tveimur árum 15 konur af erlendu bergi brotnar sem voru mansalsfórnarlömb. Konurnar komu úr ömurlegum aðstæðum þar sem þær höfðu upplifað mikinn hrylling. Flestar þeirra voru sendar hingað til lands til þess að stunda vændi. 29. janúar 2015 07:00 Róttækar breytingar gerðar hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins Alda Hrönn Jóhannsdóttir mun hafa yfirumsjón með innleiðingu á nýju verklagi vegna heimilisofbeldis, mansals og útlendingamála. 22. janúar 2015 07:00 Blekkt og notuð sem burðardýr Við rannsókn á máli konu sem flutti þúsundir e-taflna til landsins kviknaði grunur um að hún væri fórnarlamb mansals. Kærasti hennar blekkti hana og nú afplánar hún dóm vegna innflutningsins. Hún hefur fengið litla hjálp og reynir að gera það besta úr aðs 30. janúar 2015 07:00 Nútímaþrælahald Það er lágmarkskrafa í lýðræðissamfélagi sem aðhyllist mannréttindavernd að tryggja að fólk geti um frjálst höfuð strokið. Ef það sem vantar upp á er fjárstuðningur og aðhald stjórnvalda þá er það skýlaus krafa að því verði kippt í liðinn hið snarasta. 29. janúar 2015 07:00 Fleiri ábendingar um vinnumansal Grunur um mansal á Íslandi hefur löngum verið tengdur nektardansstöðum og vændi. Þau mál sem lögreglan hefur haft til skoðunar sýna þó að brotin eru af fjölbreyttara tagi. 27. janúar 2015 07:00 Telur vanta úrræði fyrir karlmenn Karlar eru líka fórnarlömb mansals en engin úrræði eru í boði fyrir þá. Eygló Harðardóttir velferðarráðherra vill bæta stöðu þeirra. Fátt hefur komið til framkvæmda í aðgerðaáætlun gegn mansali. 3. febrúar 2015 09:15 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Ekkert fjármagn fylgdi með aðgerðaáætlun gegn mansali Úrræðaleysi hvað varðar þolendur mansals er algjört þrátt fyrir að stjórnvöld hafi skuldbundið sig til þess að veita þeim nauðsynlega aðstoð og tryggja þeim skjól. Ef við höfum ekki öruggt skjól að bjóða þá getur lögreglan sáralítið gert,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir aðstoðarlögreglustjóri. 31. janúar 2015 10:00
Mansalsfórnarlömb fangelsuð Hreiðar Eiríksson, héraðsdómslögmaður og fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður, telur að hann hafi rætt við á annan tug mansalsbrotaþola á Íslandi. Að hans mati hafa stjórnvöld brugðist í því að veita brotaþolum úrræði sem henta og bendir á að vanþekking á 28. janúar 2015 07:00
Barnshafandi í mansalsmáli Allt að tíu mansalsmál koma til kasta lögreglunnar á Suðurnesjum á hverju ári. Hér á landi er stödd ung, barnshafandi kona sem er grunað mansalsfórnarlamb. Hún afþakkar aðstoð og hefur sótt um hæli. 2. febrúar 2015 07:00
Vill skrifleg svör um mansal á Íslandi Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi til innanríkisráðherra um aðgerðir gegn mansali. 5. febrúar 2015 07:00
Fórnarlömb mansals sögðu ekki frá gerendum vegna hræðslu Í Kristínarhúsi dvöldu á rúmum tveimur árum 15 konur af erlendu bergi brotnar sem voru mansalsfórnarlömb. Konurnar komu úr ömurlegum aðstæðum þar sem þær höfðu upplifað mikinn hrylling. Flestar þeirra voru sendar hingað til lands til þess að stunda vændi. 29. janúar 2015 07:00
Róttækar breytingar gerðar hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins Alda Hrönn Jóhannsdóttir mun hafa yfirumsjón með innleiðingu á nýju verklagi vegna heimilisofbeldis, mansals og útlendingamála. 22. janúar 2015 07:00
Blekkt og notuð sem burðardýr Við rannsókn á máli konu sem flutti þúsundir e-taflna til landsins kviknaði grunur um að hún væri fórnarlamb mansals. Kærasti hennar blekkti hana og nú afplánar hún dóm vegna innflutningsins. Hún hefur fengið litla hjálp og reynir að gera það besta úr aðs 30. janúar 2015 07:00
Nútímaþrælahald Það er lágmarkskrafa í lýðræðissamfélagi sem aðhyllist mannréttindavernd að tryggja að fólk geti um frjálst höfuð strokið. Ef það sem vantar upp á er fjárstuðningur og aðhald stjórnvalda þá er það skýlaus krafa að því verði kippt í liðinn hið snarasta. 29. janúar 2015 07:00
Fleiri ábendingar um vinnumansal Grunur um mansal á Íslandi hefur löngum verið tengdur nektardansstöðum og vændi. Þau mál sem lögreglan hefur haft til skoðunar sýna þó að brotin eru af fjölbreyttara tagi. 27. janúar 2015 07:00
Telur vanta úrræði fyrir karlmenn Karlar eru líka fórnarlömb mansals en engin úrræði eru í boði fyrir þá. Eygló Harðardóttir velferðarráðherra vill bæta stöðu þeirra. Fátt hefur komið til framkvæmda í aðgerðaáætlun gegn mansali. 3. febrúar 2015 09:15