Besta leiðin til að tækla óþolandi fólk Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 18. febrúar 2020 12:00 Þegar við hugleiðum æfum við okkur í því að stjórna huganum og fáum til dæmis meira vald yfir þeim hluta heilans sem tekur ósjálfáðar ákvarðanir. Það hefur meira að segja verið vísindalega sannað að eðluheilinn minkar við það að iðka hugleiðslu. Það eru ótal markað aðferðir við það að hugleiða en margir hugsa oftast um það að maður verði að sitja í óþægilegri stellingu með lokuð augun en það er alls ekki nauðsynlegt þó það sé vissulega áhrifaríkt. Flow býður til dæmis upp á hugleiðslur þar sem maður hristir líkamann, öskrar og svo notum við allskonar skemmtilegar tæknilausnir líka. Eitt sem er mjög einfalt að gera er til dæmis að nota möntrur í hugleiðslu en það þarf ekki að vera óskiljanlegur texti á framandi tungumáli. Mig langar að gefa þér möntruna sem ég er að nota í dag. Hún er svona: Ég er jákvæð, dugleg og sanngjörn. Þessa möntru segi ég í huganum nokkrum sinnum í dag. Til dæmis þegar ég labba að kaffivélinni í vinnunni þá endurtek ég í huganum: Ég er jákvæð, dugleg og sangjörn. Stundum endurtek ég þetta upphátt, til dæmis ef ég er ein í bílnum en það er um það bil það flippaðasta sem ég geri með þessa möntru. Þessi orð eru líka alls ekkert heilög og það má nota hvaða orð sem maður tengir við í það og það skiptið. Einn dag í síðust viku hafði ég valið mér önnur orð: Ég er róleg, glöð og þolinmóð. Þann dag hitti ég erfða eða bara óþolandi manneskju. Æ þið vitið manneskju sem var kannski ekki beint dónaleg við mig en hefði getað stolið gleðinni minni því hún var að eiga eitthvað erfiðan dag. Þá gat ég snúið möntrunni minni við og hugsað hana til viðkomandi á meðan hann sagði mér í óspurðum fréttum að það væri óþolandi að búa á þessu ömurlega landi, ríkisstjórnin, lægðin, verðlagið og eitthvað meira. Ég hugsaði á meðan: Ég óska þess að sért rólegur, glaður og þolinmóður. Það gerðist ekkert undravert við þetta. Viðkomandi breyttist ekki eins og fyrir töfra en það sem breytist gerist innra með mér. Ég dustaði leiðindin af mér eins og regndropa af goretex jakka og hélt áfram út í daginn róleg, glöð og þolinmóð. Höfundur er framkvæmdastjóri Flow. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Þegar við hugleiðum æfum við okkur í því að stjórna huganum og fáum til dæmis meira vald yfir þeim hluta heilans sem tekur ósjálfáðar ákvarðanir. Það hefur meira að segja verið vísindalega sannað að eðluheilinn minkar við það að iðka hugleiðslu. Það eru ótal markað aðferðir við það að hugleiða en margir hugsa oftast um það að maður verði að sitja í óþægilegri stellingu með lokuð augun en það er alls ekki nauðsynlegt þó það sé vissulega áhrifaríkt. Flow býður til dæmis upp á hugleiðslur þar sem maður hristir líkamann, öskrar og svo notum við allskonar skemmtilegar tæknilausnir líka. Eitt sem er mjög einfalt að gera er til dæmis að nota möntrur í hugleiðslu en það þarf ekki að vera óskiljanlegur texti á framandi tungumáli. Mig langar að gefa þér möntruna sem ég er að nota í dag. Hún er svona: Ég er jákvæð, dugleg og sanngjörn. Þessa möntru segi ég í huganum nokkrum sinnum í dag. Til dæmis þegar ég labba að kaffivélinni í vinnunni þá endurtek ég í huganum: Ég er jákvæð, dugleg og sangjörn. Stundum endurtek ég þetta upphátt, til dæmis ef ég er ein í bílnum en það er um það bil það flippaðasta sem ég geri með þessa möntru. Þessi orð eru líka alls ekkert heilög og það má nota hvaða orð sem maður tengir við í það og það skiptið. Einn dag í síðust viku hafði ég valið mér önnur orð: Ég er róleg, glöð og þolinmóð. Þann dag hitti ég erfða eða bara óþolandi manneskju. Æ þið vitið manneskju sem var kannski ekki beint dónaleg við mig en hefði getað stolið gleðinni minni því hún var að eiga eitthvað erfiðan dag. Þá gat ég snúið möntrunni minni við og hugsað hana til viðkomandi á meðan hann sagði mér í óspurðum fréttum að það væri óþolandi að búa á þessu ömurlega landi, ríkisstjórnin, lægðin, verðlagið og eitthvað meira. Ég hugsaði á meðan: Ég óska þess að sért rólegur, glaður og þolinmóður. Það gerðist ekkert undravert við þetta. Viðkomandi breyttist ekki eins og fyrir töfra en það sem breytist gerist innra með mér. Ég dustaði leiðindin af mér eins og regndropa af goretex jakka og hélt áfram út í daginn róleg, glöð og þolinmóð. Höfundur er framkvæmdastjóri Flow.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar