Glænýtt „cold-wave synthapopp“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. febrúar 2015 09:30 Antimony kemur fram í fyrsta skipti í kvöld. vísir/ernir Antimony er ný hljómsveit sem er að gefa út sína fyrstu plötu. Hún kemur út í dag og af því tilefni kemur sveitin fram á Húrra á sínum fyrstu tónleikum ásamt öðrum vel völdum sveitum. Hljómsveitin samanstendur af kanadísku söngkonunni RX Beckett, bassaleikaranum Birgi Sigurjóni Birgissyni og Sigurði Angantýssyni sem leikur á hljómborð, forritar og sér um hin ýmsu hljóð. Sigurður var áður í Knife Fights og Birgir er í Godchilla og Panos From Komodo. „Það kemur út fjögurra laga plata í dag sem heitir Ova,“ segir Birgir bassaleikari. Nafnið er komið frá söngkonunni en Ova er latneska orðið yfir eggfrumu. Nafnið er því afar táknrænt þar sem um frumburð sveitarinnar er að ræða. Platan kemur út á netinu og fylgja myndbönd, gerð af meðlimum sveitarinnar, með öllum lögunum. Áætlað er að hún komi út á vínyl í sumar en að myndböndin komi brátt út á DVD-disk. Fyrsta lagið er nú þegar komið á vefinn en það heitir So Bad. Birgir lýsir tónlistinni sem nokkurs konar „goth skotnu cold-wave syntha-poppi“. Hljómsveitin kemur fram í kvöld á Húrra ásamt sveitunum Börn, Döpur og russian.girls. Herlegheitin hefjast klukkan 20 og aðgangseyrir er 1.000 krónur, sem renna óskiptar til Krabbameinsfélagsins. Tónlist Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK Lífið samstarf Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Antimony er ný hljómsveit sem er að gefa út sína fyrstu plötu. Hún kemur út í dag og af því tilefni kemur sveitin fram á Húrra á sínum fyrstu tónleikum ásamt öðrum vel völdum sveitum. Hljómsveitin samanstendur af kanadísku söngkonunni RX Beckett, bassaleikaranum Birgi Sigurjóni Birgissyni og Sigurði Angantýssyni sem leikur á hljómborð, forritar og sér um hin ýmsu hljóð. Sigurður var áður í Knife Fights og Birgir er í Godchilla og Panos From Komodo. „Það kemur út fjögurra laga plata í dag sem heitir Ova,“ segir Birgir bassaleikari. Nafnið er komið frá söngkonunni en Ova er latneska orðið yfir eggfrumu. Nafnið er því afar táknrænt þar sem um frumburð sveitarinnar er að ræða. Platan kemur út á netinu og fylgja myndbönd, gerð af meðlimum sveitarinnar, með öllum lögunum. Áætlað er að hún komi út á vínyl í sumar en að myndböndin komi brátt út á DVD-disk. Fyrsta lagið er nú þegar komið á vefinn en það heitir So Bad. Birgir lýsir tónlistinni sem nokkurs konar „goth skotnu cold-wave syntha-poppi“. Hljómsveitin kemur fram í kvöld á Húrra ásamt sveitunum Börn, Döpur og russian.girls. Herlegheitin hefjast klukkan 20 og aðgangseyrir er 1.000 krónur, sem renna óskiptar til Krabbameinsfélagsins.
Tónlist Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK Lífið samstarf Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira