„Þessi sameinaði kraftur í Hörpu er einstakur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. febrúar 2015 09:58 DJ Margeir mun þeyta skífum í hádeginu á föstudaginn. „Milljarður rís í Hörpu er eitt af skemmtilegustu DJ-giggum sem ég tek að mér. Það er sannur heiður að fá að leggja UN Women og þessu brýna og mikilvæga málefni lið,“ segir DJ Margeir sem ætlar að sjá til þess að þakið rifni af Hörpu á Milljarður rís í Hörpu, föstudaginn 13.febrúar kl.12. Milljarður rís er haldinn í samstarfi við tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík og er haldinn í þriðja sinn hér á landi. „Stemningin er ólýsanleg og ólík öllum öðrum giggum sem ég tek þátt í. Þessi sameinaði kraftur sem myndast í Hörpu er einstakur og það er ólýsanleg fegurð að sjá fólk á öllum aldri af báðum kynjum sameina krafta sína og dansa af gleði,“ segir Margeir og bætir við; „Sónar Reykjavík vill hvorki leggja nafn sitt við aðra viðburði né pólitík af neinu tagi en þar sem þetta málefni, að dansa fyrir mannréttindum kvenna og stúlkna, er einstaklega gott þá máttum við til með að slá til, líkt og við höfum gert undanfarin þrjú ár.“ Þess má geta að Sónar Reykjavík lánar Hörpu fyrir Milljarður rís. Byltingin fer fram um heim allan og með samtakamætti munum við láta til okkar taka. Milljarður kemur saman til að dansa fyrir réttlæti, fyrir heimi þar sem konur og stúlkur þurfa ekki að óttast ofbeldi, þar sem þær njóta sömu tækifæra og karlmenn og strákar. En fleiri konur deyja eða tapa heilsu vegna ofbeldis heldur en vegna krabbameins, umferðaslysa, HIV og malaríu ár hvert. Á síðasta ári kom saman einn milljarður manna í 207 löndum og dansaði gegn gegn kynbundnu ofbeldi. Íslendingar létu ekki sitt eftir liggja og 3.000 manns fylktu liði á dansgólf landsins í Reykjavík, á Ísafirði, Seyðisfirði og Akureyri. Milljarður rís er einnig haldinn í samstarfi við Reykjavík Lunch Beat en þess má geta að Saga Garðarsdóttir verður kynnir í Hörpu. Byltingin fer einnig fram í Menntaskólanum Ísafirði, Félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði og í Hofi Akureyri. UN Women á Íslandi hvetur alla til að taka þátt í Milljarður rís föstudaginn 13. febrúar stundvíslega kl.12 og dansa í hádeginu fyrir mannréttindum kvenna og stúlkna. Hægt verður að leggja frítt við Hörpu á meðan fjörið stendur yfir en UN Women hvetur fólk til að koma gangandi eða nota almenningssamgöngur. Kassamerkið # fyrir viðburðinn er #milljardurris15 Sónar Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
„Milljarður rís í Hörpu er eitt af skemmtilegustu DJ-giggum sem ég tek að mér. Það er sannur heiður að fá að leggja UN Women og þessu brýna og mikilvæga málefni lið,“ segir DJ Margeir sem ætlar að sjá til þess að þakið rifni af Hörpu á Milljarður rís í Hörpu, föstudaginn 13.febrúar kl.12. Milljarður rís er haldinn í samstarfi við tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík og er haldinn í þriðja sinn hér á landi. „Stemningin er ólýsanleg og ólík öllum öðrum giggum sem ég tek þátt í. Þessi sameinaði kraftur sem myndast í Hörpu er einstakur og það er ólýsanleg fegurð að sjá fólk á öllum aldri af báðum kynjum sameina krafta sína og dansa af gleði,“ segir Margeir og bætir við; „Sónar Reykjavík vill hvorki leggja nafn sitt við aðra viðburði né pólitík af neinu tagi en þar sem þetta málefni, að dansa fyrir mannréttindum kvenna og stúlkna, er einstaklega gott þá máttum við til með að slá til, líkt og við höfum gert undanfarin þrjú ár.“ Þess má geta að Sónar Reykjavík lánar Hörpu fyrir Milljarður rís. Byltingin fer fram um heim allan og með samtakamætti munum við láta til okkar taka. Milljarður kemur saman til að dansa fyrir réttlæti, fyrir heimi þar sem konur og stúlkur þurfa ekki að óttast ofbeldi, þar sem þær njóta sömu tækifæra og karlmenn og strákar. En fleiri konur deyja eða tapa heilsu vegna ofbeldis heldur en vegna krabbameins, umferðaslysa, HIV og malaríu ár hvert. Á síðasta ári kom saman einn milljarður manna í 207 löndum og dansaði gegn gegn kynbundnu ofbeldi. Íslendingar létu ekki sitt eftir liggja og 3.000 manns fylktu liði á dansgólf landsins í Reykjavík, á Ísafirði, Seyðisfirði og Akureyri. Milljarður rís er einnig haldinn í samstarfi við Reykjavík Lunch Beat en þess má geta að Saga Garðarsdóttir verður kynnir í Hörpu. Byltingin fer einnig fram í Menntaskólanum Ísafirði, Félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði og í Hofi Akureyri. UN Women á Íslandi hvetur alla til að taka þátt í Milljarður rís föstudaginn 13. febrúar stundvíslega kl.12 og dansa í hádeginu fyrir mannréttindum kvenna og stúlkna. Hægt verður að leggja frítt við Hörpu á meðan fjörið stendur yfir en UN Women hvetur fólk til að koma gangandi eða nota almenningssamgöngur. Kassamerkið # fyrir viðburðinn er #milljardurris15
Sónar Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira