Fulltrúar samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan tíu í dag til að reyna að finna lausn á deilu þeirra.
Ótímabundið verkfall Eflingarstarfsmanna hjá borginni er nú á öðrum degi, en lítið hefur gengið í samningaviðræðum undanfarnar vikur og raunar hefur ekki verið fundað í deilunni í ellefu daga.
Verkfallið nær til allra leikskólabarna hjá borginni og hefur einnig mikil áhrif á velferðarþjónustu borgarinnar, en notendur hennar eru 1.650 manns.
Eftir því sem verkfallið lengist mun það hafa áhrif á sorphirðu í Reykjavík og aðra umhirðu borgarlandsins.
Um 1.850 manns í Eflingu starfa hjá borginni á um 129 starfsstöðvum.