Gylfi og félagar nú aðeins fimm stigum frá Meistaradeildarsæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2020 16:30 Gylfi Þór Sigurðsson og félagar eiga enn möguleika á að ná Meistaradeildarsæti. Hér fagna þeir marki Bernard á móti Crystal Palace. Getty/Alex Livesey Manchester United hjálpaði ekki bara sér með sigrinum á Chelsea á Brúnni í gærkvöldi heldur er baráttan um síðustu sætin í Meistaradeildinni varð enn harðari eftir þessi úrslit. Manchester United hélt sér á lífi í baráttunni um Meistaradeildarsæti og létti á pressunni á knattspyrnustjóranum Ole Gunnar Solskjær með 2-0 útisigri á Chelsea í gærkvöldi en þetta var lokaleikur vetrarfrís umferfðarinnar sem tók tvær vikur. Manchester United er aðeins þremur stigum á eftir Chelsea eftir þennan sigur en Chelsea menn sitja eins og er í fjórða og síðasta sætinu sem á að gefa þátttökurétt í Meistaradeildinni á næsta ári. Fimmta sætið gæti hins vegar gefið Meistaradeildarsæti líka fari svo að Meistaradeildarbann Manchester City standi. Tottenham er nú komið upp fyrir nýliða Sheffield United og sitja í fimmta sætinu, aðeins stigi á eftir Chelsea. | “I like to treat not only the players, but all the people who work with me at the Club, as a person. “It’s funny, if you ask a player, ‘Who are you?’, they say, ‘I am a football player’. No, you are a man that plays football." - @MrAncelotti.— Everton (@Everton) February 16, 2020 Fyrir neðan Manchester United (7. sæti) eru síðan lið Wolves og Everton sem eru jöfn með 36 stig. Everton er reyndar með sjö mörkum slakari markatölu en Úlfarnir og situr því í níunda sætinu. Everton liðið hefur unnið tvo leiki í röð, er taplaust í síðustu fimm leikjum og hefur alls unnið fimm af níu leikjum síðan að Carlo Ancelotti tók við liðinu. Everton hefur náð í sautján stig í níu leikjum undir stjórn Ítalans, 1,9 í leik, en fékk bara nítján stig í fyrstu sautján deildarleikjum tímabilsins eða 1,1 að meðaltali í leik. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton eru nú aðeins fimm stigum frá Meistaradeildarsæti en það reynir á liðið í næstu leikjum. Næstu fjórir leikir Everton eru á móti Arsenal (úti), Manchester United (heima), Chelsea (úti) og Liverpool (heima). Haldi gott gengi Everton áfram í þessum fjórum leikjum yrði ljóst að Carlo Ancelotti væri búinn að koma liðinu fyrir alvöru inn í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni. Man Utd move to within 3 points of Chelsea#CHEMUNpic.twitter.com/5SgZG2OMDW— Premier League (@premierleague) February 17, 2020 Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira
Manchester United hjálpaði ekki bara sér með sigrinum á Chelsea á Brúnni í gærkvöldi heldur er baráttan um síðustu sætin í Meistaradeildinni varð enn harðari eftir þessi úrslit. Manchester United hélt sér á lífi í baráttunni um Meistaradeildarsæti og létti á pressunni á knattspyrnustjóranum Ole Gunnar Solskjær með 2-0 útisigri á Chelsea í gærkvöldi en þetta var lokaleikur vetrarfrís umferfðarinnar sem tók tvær vikur. Manchester United er aðeins þremur stigum á eftir Chelsea eftir þennan sigur en Chelsea menn sitja eins og er í fjórða og síðasta sætinu sem á að gefa þátttökurétt í Meistaradeildinni á næsta ári. Fimmta sætið gæti hins vegar gefið Meistaradeildarsæti líka fari svo að Meistaradeildarbann Manchester City standi. Tottenham er nú komið upp fyrir nýliða Sheffield United og sitja í fimmta sætinu, aðeins stigi á eftir Chelsea. | “I like to treat not only the players, but all the people who work with me at the Club, as a person. “It’s funny, if you ask a player, ‘Who are you?’, they say, ‘I am a football player’. No, you are a man that plays football." - @MrAncelotti.— Everton (@Everton) February 16, 2020 Fyrir neðan Manchester United (7. sæti) eru síðan lið Wolves og Everton sem eru jöfn með 36 stig. Everton er reyndar með sjö mörkum slakari markatölu en Úlfarnir og situr því í níunda sætinu. Everton liðið hefur unnið tvo leiki í röð, er taplaust í síðustu fimm leikjum og hefur alls unnið fimm af níu leikjum síðan að Carlo Ancelotti tók við liðinu. Everton hefur náð í sautján stig í níu leikjum undir stjórn Ítalans, 1,9 í leik, en fékk bara nítján stig í fyrstu sautján deildarleikjum tímabilsins eða 1,1 að meðaltali í leik. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton eru nú aðeins fimm stigum frá Meistaradeildarsæti en það reynir á liðið í næstu leikjum. Næstu fjórir leikir Everton eru á móti Arsenal (úti), Manchester United (heima), Chelsea (úti) og Liverpool (heima). Haldi gott gengi Everton áfram í þessum fjórum leikjum yrði ljóst að Carlo Ancelotti væri búinn að koma liðinu fyrir alvöru inn í baráttunni um sæti í Meistaradeildinni. Man Utd move to within 3 points of Chelsea#CHEMUNpic.twitter.com/5SgZG2OMDW— Premier League (@premierleague) February 17, 2020
Enski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira