Klopp: Eitt af því erfiðasta sem þú gerir sem fótboltamaður er að spila við Atletico Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2020 12:00 Jürgen Klopp á blaðamannafundi í gær. Getty/ David S. Bustamante Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpol, varaði sína leikmenn við fyrir leik kvöldsins þar sem Liverpool heimsækir Atletico Madrid í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool hefur aldrei tapað í tveggja leikja útsláttarviðureign í Evrópukeppni síðan að Jürgen Klopp tók við liðinu af Brendan Rodgers og það þótt að mótherjarnir hafi verið lið eins og Barcelona, Bayern München, Manchester City og Roma. Liverpool er ríkjandi Evrópu- og heimsmeistari og með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það búast því flestir að liðið slái út Atletico Madrid og komist áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Að spila á móti Atletico er eitt af því erfiðasta sem fótboltamaður gerir. Þeir eru mjög skipulögð fótboltavél sem kreistir fram úrslit,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. Liverpool's #ChampionsLeague tie at Atletico Madrid "is one of the most difficult fixtures in the life of a football player", says Jurgen Klopp. Here's why https://t.co/Wt9ly5hh0i#LFC#UCL#bbcfootballpic.twitter.com/NQ9V3hwjEm— BBC Sport (@BBCSport) February 17, 2020 „Ef það er til lið þar sem þú þarft að vera upp á þitt besta á öllum sviðum þá er það Atletico því þeir gefa þér alls engar gjafir inn á vellinum. Ef þú spilar ekki þinn besta leik þá áttu ekki möguleika,“ sagði Klopp. „Liðið lítur út eins og alvöru vél. Ef eitthvað gerist þá eru þeir mættir. Þeir pressa boltann með tveimur eða þremur leikmönnum, vinna hann og sækja hratt,“ sagði Klopp. Liverpool hefur verið á mikilli sigurgöngu heima fyrir og vann einnig heimsmeistarakeppni félagsliða í desember. Atletico Madrid hefur aftur á móti aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum í öllum keppnum. „Við viljum vera annað af liðunum sem kemst í úrslitaleikinn. Við sem lið eigum möguleika á því að komast þangað. Við vorum í smá vandræðum í riðlakeppninni en komust áfram. Við höfum verið meira sannfærandi í útsláttarkeppninni síðustu ár og vonandi heldur það áfram,“ sagði Klopp. „Okkur líður samt ekki eins og meisturum. Okkur líður eins og eitt af liðunum sem eiga möguleika í ár og við viljum komast í úrslitaleikinn í Istanbul,“ sagði Klopp. Leikur Atletico Madrid og Liverpool hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir Meistaradeildina hefst klukkan 19.15 og þá verður leikur Borussia Dortmund og PSG sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpol, varaði sína leikmenn við fyrir leik kvöldsins þar sem Liverpool heimsækir Atletico Madrid í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool hefur aldrei tapað í tveggja leikja útsláttarviðureign í Evrópukeppni síðan að Jürgen Klopp tók við liðinu af Brendan Rodgers og það þótt að mótherjarnir hafi verið lið eins og Barcelona, Bayern München, Manchester City og Roma. Liverpool er ríkjandi Evrópu- og heimsmeistari og með 25 stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það búast því flestir að liðið slái út Atletico Madrid og komist áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Að spila á móti Atletico er eitt af því erfiðasta sem fótboltamaður gerir. Þeir eru mjög skipulögð fótboltavél sem kreistir fram úrslit,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. Liverpool's #ChampionsLeague tie at Atletico Madrid "is one of the most difficult fixtures in the life of a football player", says Jurgen Klopp. Here's why https://t.co/Wt9ly5hh0i#LFC#UCL#bbcfootballpic.twitter.com/NQ9V3hwjEm— BBC Sport (@BBCSport) February 17, 2020 „Ef það er til lið þar sem þú þarft að vera upp á þitt besta á öllum sviðum þá er það Atletico því þeir gefa þér alls engar gjafir inn á vellinum. Ef þú spilar ekki þinn besta leik þá áttu ekki möguleika,“ sagði Klopp. „Liðið lítur út eins og alvöru vél. Ef eitthvað gerist þá eru þeir mættir. Þeir pressa boltann með tveimur eða þremur leikmönnum, vinna hann og sækja hratt,“ sagði Klopp. Liverpool hefur verið á mikilli sigurgöngu heima fyrir og vann einnig heimsmeistarakeppni félagsliða í desember. Atletico Madrid hefur aftur á móti aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum í öllum keppnum. „Við viljum vera annað af liðunum sem kemst í úrslitaleikinn. Við sem lið eigum möguleika á því að komast þangað. Við vorum í smá vandræðum í riðlakeppninni en komust áfram. Við höfum verið meira sannfærandi í útsláttarkeppninni síðustu ár og vonandi heldur það áfram,“ sagði Klopp. „Okkur líður samt ekki eins og meisturum. Okkur líður eins og eitt af liðunum sem eiga möguleika í ár og við viljum komast í úrslitaleikinn í Istanbul,“ sagði Klopp. Leikur Atletico Madrid og Liverpool hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir Meistaradeildina hefst klukkan 19.15 og þá verður leikur Borussia Dortmund og PSG sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Bruno til bjargar Enski boltinn Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Sjá meira