Mig langar til þess að gefa þér betra líf! Bragi Þór Thoroddsen skrifar 18. febrúar 2020 08:00 Já, ég er að meina það. Í alvöru, mig langar að þú lifir betra lífi. Ekki bara þú, heldur öll fjölskylda þín og flestir sem þú umgengst dags daglega. Allir á vinnustaðnum þínum, í skólanum, á sjónum og bara allir í næsta húsi og þarnæsta. Og ég ætla að veita þér betra líf. Ég ætla að borga fyrir það sjáflur. Eina sem þú þarft að gera er að leggja í það doldla upphæð af framtíðartekjum þínum og þinna til næstu 15 ára. En ekki hafa áhyggjur, þetta er win/win, alveg eins og hjá Ólafi Ragnari þegar hann fékk reinsann í vaktaþáttunum. Sigurður Ingi ráðherra er flottur náungi, viðkunnanlegur og vel að sér um marga hluti. Hann er að mínu mati skemmtilegur í viðkynnum, hreinn til svars og almennt trúverðugur fulltrúi. Hann er það sem mig langaði að verða þegar ég yrði stór, þ.e. dýralæknir, enda hafði ég enga drauma um að verða ráðherra fyrir tvítugt. Líkt og margir aðrir batt ég miklar vonir við Sigurð Inga þegar hann kom fram á sjónarsvið okkar allra eftir hrun, arftaki sem reysti flokk sinn úr sögulegri öskustó. Forverum hans hafði eitthvað misfarist með trúverðugleikann og var sem var. En Sigurður Ingi reddaði því öllu og gerði gott betur. Hann er ráðherra í dag og gerir margt vel þar. Trúverðugur, traustur og ráðherrayfirbragð á honum. En þessi pistil er ekki bara til þess að mæra Sigurð Inga. Ráðherrann fer fyrir málaflokki sem varðar landsmenn alla, ekki bara einn heldur tvo. Samgöngumál heldur hann utan um í ráðuneyti sínu. Þá er hann og sveitarstjórnarráðherra. Það þýðir að landsmenn eiga allt sitt undir ráðuneytinu þegar þeir skottast á milli sveitarfélaga - vegi og vegleysur. Einnig er við ráðuneytið að eiga um það hversu mörg þessi sveitarfélög eru. Sveitarfélögin eru 72, lítil og stór, fjölmenn og fámenn. Ráðuneyti Sigurðar Inga ætlar að gefa litlu sveitarfélögunum betra líf. Íbúum þess öllum, ljá þeim trúverðuga rödd og þjónustu eins og hæfir fólki á 21. öld. Allir hafi það betra, bæði í stórum og smáum sveitarfélögum. Þau verði færri og stærri og geti eitthvað sjálf. Geti tekið verkefni af ríkinu og þannig fengið meiri peninga og klárað að reka sig sjálf. Verið sjálfbær. En eina sem stór og smá, færri sveitarfélög þurfi að gera til þess að ráðuneyti sveitarstjórnar geri þetta allt að veruleika er að sameinast. Fyrir það fá þau milljón skrilljónir og skuldi ekkert þegar allt er af staðið. Þannig lítur þetta út í dag í samráðsgáttinni (nota bene þetta er greinargerð): "Þá er gert ráð fyrir að haldið verði eftir einum milljarði á hverju ári í 15 ár af ákveðnum tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að jafna út auknar greiðslur Jöfnunarsjóðs vegna sameiningarframlaga næstu árin, á heildarúthlutanir sjóðsins. Munu framlög Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga lækka sem því nemur á tímabilinu. Rétt er að taka fram að sameiningarframlög hafa verið lögbundið hlutverk sjóðsins í langan tíma og er því ekki um breytingar að ræða að því leyti. Hafa framlög vegna sameininga verið að jafnaði um kr. 300 milljónir á ári hverju undanfarin 10 ár. Með því að halda eftir þeirri upphæð sem lagt er til í frumvarpinu af tekjum sjóðsins næstu 15 ár, er verið að lágmarka þau áhrif sem aukinn fjöldi sameininga sveitarfélaga á næstu árum mun hafi á heildarúthlutanir Jöfnunarsjóðs. Viðræður fara fram um möguleikann á því að sjóðnum verði tryggðar auknar tekjur úr ríkissjóði til að lágmarka þau áhrif sem kunna að verða á framlögum sjóðsins vegna fjölgunar á sameiningum sveitarfélaga sem vænta má með lögfestingu frumvarpsins." Jújú, smá hængur. Silfrið sem ég lofaði fyrir að mynda skarð í varnirnar sveitarfélaganna borgið þið sjálf. Það er eitt af því litla sem ég gleymdi að segja ykkur. Og þið voruð farin að borga inn á þetta fyrir löngu. En þetta verður allt voða fínt og allir ánægðir og miklu færri og stærri. Og jú, það er bara eitt enn. Samband íslenskra sveitarfélaga – sem er félag með enga prókúru eða umboð á lagamáli – er sá sem ætlar að klára þetta. En auðvitað hafði sambandið samráð sín á milli um örlög litlu sveitarfélaganna, sem auðvitað á ekki fulltrúa í stjórn með neitt atkvæðavægi. En þetta heitir auðvitað á þingmáli samráð. En svo því sé til haga haldið - Sigurður Ingi er frábær náungi og eflaust veit hann alveg hvað hann er að gera. Ég er honum bara svo hjartanlega ósammála um flest þessa dagana annað en að mig langaði að verða dýralæknir þegar ég var yngri og hann var víst liðtækur í körfu. Höfundur er lögfræðingur og sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Súðavíkurhreppur Sveitarstjórnarmál Bragi Þór Thoroddsen Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Já, ég er að meina það. Í alvöru, mig langar að þú lifir betra lífi. Ekki bara þú, heldur öll fjölskylda þín og flestir sem þú umgengst dags daglega. Allir á vinnustaðnum þínum, í skólanum, á sjónum og bara allir í næsta húsi og þarnæsta. Og ég ætla að veita þér betra líf. Ég ætla að borga fyrir það sjáflur. Eina sem þú þarft að gera er að leggja í það doldla upphæð af framtíðartekjum þínum og þinna til næstu 15 ára. En ekki hafa áhyggjur, þetta er win/win, alveg eins og hjá Ólafi Ragnari þegar hann fékk reinsann í vaktaþáttunum. Sigurður Ingi ráðherra er flottur náungi, viðkunnanlegur og vel að sér um marga hluti. Hann er að mínu mati skemmtilegur í viðkynnum, hreinn til svars og almennt trúverðugur fulltrúi. Hann er það sem mig langaði að verða þegar ég yrði stór, þ.e. dýralæknir, enda hafði ég enga drauma um að verða ráðherra fyrir tvítugt. Líkt og margir aðrir batt ég miklar vonir við Sigurð Inga þegar hann kom fram á sjónarsvið okkar allra eftir hrun, arftaki sem reysti flokk sinn úr sögulegri öskustó. Forverum hans hafði eitthvað misfarist með trúverðugleikann og var sem var. En Sigurður Ingi reddaði því öllu og gerði gott betur. Hann er ráðherra í dag og gerir margt vel þar. Trúverðugur, traustur og ráðherrayfirbragð á honum. En þessi pistil er ekki bara til þess að mæra Sigurð Inga. Ráðherrann fer fyrir málaflokki sem varðar landsmenn alla, ekki bara einn heldur tvo. Samgöngumál heldur hann utan um í ráðuneyti sínu. Þá er hann og sveitarstjórnarráðherra. Það þýðir að landsmenn eiga allt sitt undir ráðuneytinu þegar þeir skottast á milli sveitarfélaga - vegi og vegleysur. Einnig er við ráðuneytið að eiga um það hversu mörg þessi sveitarfélög eru. Sveitarfélögin eru 72, lítil og stór, fjölmenn og fámenn. Ráðuneyti Sigurðar Inga ætlar að gefa litlu sveitarfélögunum betra líf. Íbúum þess öllum, ljá þeim trúverðuga rödd og þjónustu eins og hæfir fólki á 21. öld. Allir hafi það betra, bæði í stórum og smáum sveitarfélögum. Þau verði færri og stærri og geti eitthvað sjálf. Geti tekið verkefni af ríkinu og þannig fengið meiri peninga og klárað að reka sig sjálf. Verið sjálfbær. En eina sem stór og smá, færri sveitarfélög þurfi að gera til þess að ráðuneyti sveitarstjórnar geri þetta allt að veruleika er að sameinast. Fyrir það fá þau milljón skrilljónir og skuldi ekkert þegar allt er af staðið. Þannig lítur þetta út í dag í samráðsgáttinni (nota bene þetta er greinargerð): "Þá er gert ráð fyrir að haldið verði eftir einum milljarði á hverju ári í 15 ár af ákveðnum tekjum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að jafna út auknar greiðslur Jöfnunarsjóðs vegna sameiningarframlaga næstu árin, á heildarúthlutanir sjóðsins. Munu framlög Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaga lækka sem því nemur á tímabilinu. Rétt er að taka fram að sameiningarframlög hafa verið lögbundið hlutverk sjóðsins í langan tíma og er því ekki um breytingar að ræða að því leyti. Hafa framlög vegna sameininga verið að jafnaði um kr. 300 milljónir á ári hverju undanfarin 10 ár. Með því að halda eftir þeirri upphæð sem lagt er til í frumvarpinu af tekjum sjóðsins næstu 15 ár, er verið að lágmarka þau áhrif sem aukinn fjöldi sameininga sveitarfélaga á næstu árum mun hafi á heildarúthlutanir Jöfnunarsjóðs. Viðræður fara fram um möguleikann á því að sjóðnum verði tryggðar auknar tekjur úr ríkissjóði til að lágmarka þau áhrif sem kunna að verða á framlögum sjóðsins vegna fjölgunar á sameiningum sveitarfélaga sem vænta má með lögfestingu frumvarpsins." Jújú, smá hængur. Silfrið sem ég lofaði fyrir að mynda skarð í varnirnar sveitarfélaganna borgið þið sjálf. Það er eitt af því litla sem ég gleymdi að segja ykkur. Og þið voruð farin að borga inn á þetta fyrir löngu. En þetta verður allt voða fínt og allir ánægðir og miklu færri og stærri. Og jú, það er bara eitt enn. Samband íslenskra sveitarfélaga – sem er félag með enga prókúru eða umboð á lagamáli – er sá sem ætlar að klára þetta. En auðvitað hafði sambandið samráð sín á milli um örlög litlu sveitarfélaganna, sem auðvitað á ekki fulltrúa í stjórn með neitt atkvæðavægi. En þetta heitir auðvitað á þingmáli samráð. En svo því sé til haga haldið - Sigurður Ingi er frábær náungi og eflaust veit hann alveg hvað hann er að gera. Ég er honum bara svo hjartanlega ósammála um flest þessa dagana annað en að mig langaði að verða dýralæknir þegar ég var yngri og hann var víst liðtækur í körfu. Höfundur er lögfræðingur og sveitarstjóri í Súðavíkurhreppi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun