Blátindur sekkur Helgi Máni Sigurðsson skrifar 18. febrúar 2020 15:00 Í óveðrinu 14. febrúar gerðist það meðal annars að í Vestmannaeyjum flaut hinn sögufrægi vélbátur Blátindur upp, slitnaði frá bryggju og sökk í höfninni. Þegar þetta er skrifað hafa ekki borist fregnir af til hvaða ráða Vestmannaeyjabær ætlar að grípa varðandi bátinn. Ljóst er að hann hefur orðið fyrir miklu tjóni en hægt væri að bæta það og vonandi verður það gert. Vestmannaeyjar hafa verið ein stærsta verstöð landsins um aldir enda er þaðan skammt í gjöful fiskimið. Þar á ofan eru Eyjar einstaklega fallegar og eitt af því sem prýddi bæinn var Blátindur, sem smiðaður var í Dráttarbraut Vestmannaeyja árið 1947, 45 rúmlestir að stærð, sléttsúðaður eikarbátur. Þegar Blátindi var hleypt af stokkunum var hann meðal stærstu og glæsilegustu fiskiskipa í Vestmannaeyjum. Hann var gerður út frá Eyjum til ársins 1959 og síðan frá ýmsum verstöðvum vestan og norðan lands. Þá var Blátindur notaður sem varðskip í Faxaflóa um skeið og var þá búinn fallbyssu. Árið 1993 lá Blátindur í reiðileysi við bryggju norður í landi og fékkst þá dreginn til Eyja af Landhelgisgæslunni. Þar var hann settur í slipp og ekkert hugsað um hann í nokkur ár. Árið 1998 fóru fram umræður um bátinn og vildu sumir farga honum. Það sem mælti gegn því var að þetta væri eini vélbáturinn smíðaður í Eyjum á fyrri hluta aldarinnar sem eftir væri og í óbreyttu ástandi, jafnvel með sama stýrishúsinu. Auk þess hefði báturinn smíðalag sem einkennandi var fyrir vertíðarbáta smíðaða í Eyjum. Í september 2001 var stofnað „Áhugamannafélag um endurbyggingu vélbátsins Blátinds VE 21“ og ákveðið að hraða framkvæmdum svo báturinn yrði afhentur Menningarmálanefnd Vestmannaeyja fullbúinn næsta Sjómannadag til varðveislu og sýningar. Það gekk eftir og var sérlega myndarlega staðið að endurbyggingu bátsins. Vorið 2018 var Blátindi komið fyrir hjá Skansinum og átti það að vera endanlegur staður fyrir hann. Hann naut sín þar vissulega vel í fallegu umhverfi. Næsta skref átti að vera að koma bátnum í sýningarhæft ástand en nú hefur orðið óvænt og veruleg röskun á þeirri áætlun. Blátindur VE 21 á Sjómannadaginn 2001, þegar hann var afhentur menningarmálanefnd Vestmannaeyja.heimaslod.is Hvert sem framhaldið verður ber að hafa í huga að Blátindur er friðaður á grundvelli aldurs, skv. lögum um menningarminjar nr. 80/2012, og heyrir undir Minjastofnun Íslands. Einnig að það er ábyrgðarhluti ef Blátindi verður ekki lyft úr sjó eins fljótt og við verður komið. Eigendum hans ber skylda til þess. Í tengslum við þetta má geta þess að fjallað er um Blátind á ítarlegan hátt í Fornbátaskrá 2019 sem nýkomin er út og nálgast má á netinu, batasmidi.is/files, rúmlega 800 blaðsíður að lengd, prýdd fjölda mynda. Fjallað er um einstaka báta, uppruna þeirra og gerð, notkun og eigendur, ástand og sögulegt gildi. Áhugavert er meðal annars hve einkenni og saga báta eru ólík eftir héruðum og landsvæðum. Tilgangurinn með skránni var að safna og varðveita upplýsingar um þessa merku farkosti, sem voru undirstaða velferðar á Íslandi á 19. og 20. öld. Staða bátavarðveislu er í ólestri hérlendis að mati þeirra sem til þekkja. Til að mynda hefur enginn aðili það hlutverk að hafa eftirlit með varðveislu fornbáta. Og fjárframlög ríkisins til bátavarðveislu eru nær engin. En áhugi almennings á fornbátum hefur stóraukist undanfarin ár og vonandi verður það til þess að bætt verði úr stöðu mála. Höfundur er formaður Sambands íslenskra sjóminjasafna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fornminjar Sjávarútvegur Söfn Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Vélbáturinn Blátindur sökk við bryggju í Vestmannaeyjum Fyrst losnaði báturinn frá bryggju og flaut út á höfnina. Að endingu tókst þó að draga hann aftur að bryggju og sökk hann þar. Göt voru gerð á bátinn til að koma í veg fyrir að hann losnaði frá bryggju. Það virðist þó ekki hafa dugað til. 14. febrúar 2020 10:48 Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Sjá meira
Í óveðrinu 14. febrúar gerðist það meðal annars að í Vestmannaeyjum flaut hinn sögufrægi vélbátur Blátindur upp, slitnaði frá bryggju og sökk í höfninni. Þegar þetta er skrifað hafa ekki borist fregnir af til hvaða ráða Vestmannaeyjabær ætlar að grípa varðandi bátinn. Ljóst er að hann hefur orðið fyrir miklu tjóni en hægt væri að bæta það og vonandi verður það gert. Vestmannaeyjar hafa verið ein stærsta verstöð landsins um aldir enda er þaðan skammt í gjöful fiskimið. Þar á ofan eru Eyjar einstaklega fallegar og eitt af því sem prýddi bæinn var Blátindur, sem smiðaður var í Dráttarbraut Vestmannaeyja árið 1947, 45 rúmlestir að stærð, sléttsúðaður eikarbátur. Þegar Blátindi var hleypt af stokkunum var hann meðal stærstu og glæsilegustu fiskiskipa í Vestmannaeyjum. Hann var gerður út frá Eyjum til ársins 1959 og síðan frá ýmsum verstöðvum vestan og norðan lands. Þá var Blátindur notaður sem varðskip í Faxaflóa um skeið og var þá búinn fallbyssu. Árið 1993 lá Blátindur í reiðileysi við bryggju norður í landi og fékkst þá dreginn til Eyja af Landhelgisgæslunni. Þar var hann settur í slipp og ekkert hugsað um hann í nokkur ár. Árið 1998 fóru fram umræður um bátinn og vildu sumir farga honum. Það sem mælti gegn því var að þetta væri eini vélbáturinn smíðaður í Eyjum á fyrri hluta aldarinnar sem eftir væri og í óbreyttu ástandi, jafnvel með sama stýrishúsinu. Auk þess hefði báturinn smíðalag sem einkennandi var fyrir vertíðarbáta smíðaða í Eyjum. Í september 2001 var stofnað „Áhugamannafélag um endurbyggingu vélbátsins Blátinds VE 21“ og ákveðið að hraða framkvæmdum svo báturinn yrði afhentur Menningarmálanefnd Vestmannaeyja fullbúinn næsta Sjómannadag til varðveislu og sýningar. Það gekk eftir og var sérlega myndarlega staðið að endurbyggingu bátsins. Vorið 2018 var Blátindi komið fyrir hjá Skansinum og átti það að vera endanlegur staður fyrir hann. Hann naut sín þar vissulega vel í fallegu umhverfi. Næsta skref átti að vera að koma bátnum í sýningarhæft ástand en nú hefur orðið óvænt og veruleg röskun á þeirri áætlun. Blátindur VE 21 á Sjómannadaginn 2001, þegar hann var afhentur menningarmálanefnd Vestmannaeyja.heimaslod.is Hvert sem framhaldið verður ber að hafa í huga að Blátindur er friðaður á grundvelli aldurs, skv. lögum um menningarminjar nr. 80/2012, og heyrir undir Minjastofnun Íslands. Einnig að það er ábyrgðarhluti ef Blátindi verður ekki lyft úr sjó eins fljótt og við verður komið. Eigendum hans ber skylda til þess. Í tengslum við þetta má geta þess að fjallað er um Blátind á ítarlegan hátt í Fornbátaskrá 2019 sem nýkomin er út og nálgast má á netinu, batasmidi.is/files, rúmlega 800 blaðsíður að lengd, prýdd fjölda mynda. Fjallað er um einstaka báta, uppruna þeirra og gerð, notkun og eigendur, ástand og sögulegt gildi. Áhugavert er meðal annars hve einkenni og saga báta eru ólík eftir héruðum og landsvæðum. Tilgangurinn með skránni var að safna og varðveita upplýsingar um þessa merku farkosti, sem voru undirstaða velferðar á Íslandi á 19. og 20. öld. Staða bátavarðveislu er í ólestri hérlendis að mati þeirra sem til þekkja. Til að mynda hefur enginn aðili það hlutverk að hafa eftirlit með varðveislu fornbáta. Og fjárframlög ríkisins til bátavarðveislu eru nær engin. En áhugi almennings á fornbátum hefur stóraukist undanfarin ár og vonandi verður það til þess að bætt verði úr stöðu mála. Höfundur er formaður Sambands íslenskra sjóminjasafna.
Vélbáturinn Blátindur sökk við bryggju í Vestmannaeyjum Fyrst losnaði báturinn frá bryggju og flaut út á höfnina. Að endingu tókst þó að draga hann aftur að bryggju og sökk hann þar. Göt voru gerð á bátinn til að koma í veg fyrir að hann losnaði frá bryggju. Það virðist þó ekki hafa dugað til. 14. febrúar 2020 10:48
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar