Bæjarpóstur deyr 7. janúar 2005 00:01 Héraðsfréttablaðið Bæjarpósturinn á Dalvík hætti að koma út nú fyrir jólin. Rekstrargrundvöllur reyndist ekki vera fyrir blaðinu að óbreyttu. Bæjarpósturinn hefur um nokkuð langt skeið barist í bökkum, rétt eins og nær öll héraðsfréttablöð á Íslandi sem eru í þeirri erfiðu stöðu að vera gefin út á tiltölulega smáum markaði þar sem möguleikar á auglýsingatekjum eru takmarkaðar en kostnaður þó engu minni - ef ekki hlutfallslega meiri - en hjá stærri útgáfum. Mikilvægi héraðsfréttablaða, bæði í þéttbýlinu á suðvesturhorninu og á landsbyggðinni, er trúlega eitt best varðveitta leyndarmál þeirrar viðamiklu fjölmiðlaumræðu sem geisað hefur í landinu frá því síðastliðið vor. Fjölmiðlastormarnir hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu í kringum landsmiðlana, stóru dagblöðin og útvarps- og sjónvarpsstöðvarnar. Umræðan hefur snúist um stórgróssera og stjórnmálaöfl sem hugsanlega eru að sölsa undir sig sjálft fjórða valdið ýmist með heljartökum á blaðamarkaði eða á stafrænum ljósvakamarkaði eða bæði. Vissulega er það þörf og gagnleg umræða og ekki skal lítið gert úr henni. Hins vegar er sú umræða ekki sagan öll. Ekki frekar en ef menn héldu því fram að skilgreining á íþróttum væri íþróttakappleikir í meistaraflokki karla og ekkert annað. Nærmiðlun héraðsfréttablaðanna og einstakra staðbundinna ljósvakamiðla skiptir ekki síður máli. Erlendis sýna rannsóknir að staðbundnir miðlar skipa miklu fyrir samheldni og lýðræðislega þátttöku í nærsamfélaginu og þær takmörkuðu rannsóknir sem til eru hér á landi um þetta benda einnig til þess að svo sé. Þessi tegund fjölmiðlunar fékk ekki rými eða athygli í gjörningahríðinni sem stóð um fjölmiðlafrumvarp Davíðs Oddssonar á síðastliðnu vori. Ekki frekar en svo margt annað sem hefði í raun átt erindi í þá umræðu ef hún átti að standa undir nafni sem tilraun til að tryggja fjölbreytni og heilbrigðan fjölmiðlamarkað á Íslandi. Málið virðist í mun uppbyggilegri farvegi nú með nýrri fjölmiðlanefnd og nýjum áherslum þar sem fleiri aðilar koma að. Engu að síður eru áherslurnar í erindisbréfi hinnar nýju nefndar enn litaðar af ógninni um samþjöppun fjölmiðla í hendur fárra fjársterkra aðila og þar eru ekki viðraðar áhyggjur af fjölbreytni sem ekki þrífst vegna fátæktar sem rekja má til erfiðra markaðsaðstæðna í smærri samfélögum. Jafnvel þó viðurkennt sé að viðkomandi fjölmiðlar skipti miklu fyrir lýðræði og lífsgæði viðkomandi samfélags. Það er vissulega skylda ríkisvaldsins að setja stóru miðlunum reglur sem tryggja að sú umfjöllun sem þar fer fram sé fjölbreytt og þjóni lýðræðislegum tilgangi. Að verulegu leyti er slíkt hægt með boðum og bönnum - einhvers konar regluverki um hvað megi og hvað megi ekki. Ríkisvaldið verður hins vegar líka að koma með virkum hætti inn í þetta mál ef vel á að vera. Það mun óhjákvæmilega kosta skattgreiðendur eitthvað að tryggja fjölbreytni og raunverulega lýðræðislega umræðu. Ríkisútvarpið er augljóslega stærsti hluti þessa opinbera framlags og til þess hljótum við að gera þá kröfu að það tryggi ákveðin grundvallar gæðastaðal. En fleiri leiðir eru til - þar á meðal beinir styrkir til blaða eða fjölmiðla sem mæta ákveðnum skilgreindum skilyrðum. Þetta hafa nágrannar okkar á Norðurlöndum viðurkennt og hafa þróað hjá sér kerfi blaðastyrkja. Fjölmiðlar eru vissulega fyrirtæki og eiga að lúta viðskiptalegum forsendum. Auglýsingamarkaðurinn er hins vegar afar sérstakur og magnar upp samþjöppun ef eitthvað er og vinnur gegn þeim sem ekki geta boðið næga útbreiðslu eða nægjanlega hagstætt snertiverð. Slík markaðsrök spyrja ekki um lýðræðislega umræðu eða samfélagsleg gildi. Blaðastyrkir fengu á sig ákveðið óorð á tímum flokksblaðanna og til þess má eflaust rekja tortryggni manna nú í þeirra garð. Sú tortryggni þarf hins vegar að hverfa. Það er sorglegt til þess að vita að fjárlaganefnd Alþingis hafði ekki kjark til þess í haust að taka vel í erindi nokkurra héraðsfréttablaða um að koma á takmörkuðum styrkjum til þessarar tegundar blaða. Tveir ungir þingmenn, þau Birkir Jón Jónsson og Dagný Jónsdóttir, tóku hins vegar málið upp á sína arma og lögðu fram þingsályktun um að nefnd skoðaði þetta mál. Eiga þau hrós skilið fyrir það, en því miður virðist sú þingsályktun ekki hafa náð inn í erindisbréf fjölmiðlanefndarinnar nýju - nema þá mjög óbeint. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Guðmundsson Fastir pennar Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun
Héraðsfréttablaðið Bæjarpósturinn á Dalvík hætti að koma út nú fyrir jólin. Rekstrargrundvöllur reyndist ekki vera fyrir blaðinu að óbreyttu. Bæjarpósturinn hefur um nokkuð langt skeið barist í bökkum, rétt eins og nær öll héraðsfréttablöð á Íslandi sem eru í þeirri erfiðu stöðu að vera gefin út á tiltölulega smáum markaði þar sem möguleikar á auglýsingatekjum eru takmarkaðar en kostnaður þó engu minni - ef ekki hlutfallslega meiri - en hjá stærri útgáfum. Mikilvægi héraðsfréttablaða, bæði í þéttbýlinu á suðvesturhorninu og á landsbyggðinni, er trúlega eitt best varðveitta leyndarmál þeirrar viðamiklu fjölmiðlaumræðu sem geisað hefur í landinu frá því síðastliðið vor. Fjölmiðlastormarnir hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu í kringum landsmiðlana, stóru dagblöðin og útvarps- og sjónvarpsstöðvarnar. Umræðan hefur snúist um stórgróssera og stjórnmálaöfl sem hugsanlega eru að sölsa undir sig sjálft fjórða valdið ýmist með heljartökum á blaðamarkaði eða á stafrænum ljósvakamarkaði eða bæði. Vissulega er það þörf og gagnleg umræða og ekki skal lítið gert úr henni. Hins vegar er sú umræða ekki sagan öll. Ekki frekar en ef menn héldu því fram að skilgreining á íþróttum væri íþróttakappleikir í meistaraflokki karla og ekkert annað. Nærmiðlun héraðsfréttablaðanna og einstakra staðbundinna ljósvakamiðla skiptir ekki síður máli. Erlendis sýna rannsóknir að staðbundnir miðlar skipa miklu fyrir samheldni og lýðræðislega þátttöku í nærsamfélaginu og þær takmörkuðu rannsóknir sem til eru hér á landi um þetta benda einnig til þess að svo sé. Þessi tegund fjölmiðlunar fékk ekki rými eða athygli í gjörningahríðinni sem stóð um fjölmiðlafrumvarp Davíðs Oddssonar á síðastliðnu vori. Ekki frekar en svo margt annað sem hefði í raun átt erindi í þá umræðu ef hún átti að standa undir nafni sem tilraun til að tryggja fjölbreytni og heilbrigðan fjölmiðlamarkað á Íslandi. Málið virðist í mun uppbyggilegri farvegi nú með nýrri fjölmiðlanefnd og nýjum áherslum þar sem fleiri aðilar koma að. Engu að síður eru áherslurnar í erindisbréfi hinnar nýju nefndar enn litaðar af ógninni um samþjöppun fjölmiðla í hendur fárra fjársterkra aðila og þar eru ekki viðraðar áhyggjur af fjölbreytni sem ekki þrífst vegna fátæktar sem rekja má til erfiðra markaðsaðstæðna í smærri samfélögum. Jafnvel þó viðurkennt sé að viðkomandi fjölmiðlar skipti miklu fyrir lýðræði og lífsgæði viðkomandi samfélags. Það er vissulega skylda ríkisvaldsins að setja stóru miðlunum reglur sem tryggja að sú umfjöllun sem þar fer fram sé fjölbreytt og þjóni lýðræðislegum tilgangi. Að verulegu leyti er slíkt hægt með boðum og bönnum - einhvers konar regluverki um hvað megi og hvað megi ekki. Ríkisvaldið verður hins vegar líka að koma með virkum hætti inn í þetta mál ef vel á að vera. Það mun óhjákvæmilega kosta skattgreiðendur eitthvað að tryggja fjölbreytni og raunverulega lýðræðislega umræðu. Ríkisútvarpið er augljóslega stærsti hluti þessa opinbera framlags og til þess hljótum við að gera þá kröfu að það tryggi ákveðin grundvallar gæðastaðal. En fleiri leiðir eru til - þar á meðal beinir styrkir til blaða eða fjölmiðla sem mæta ákveðnum skilgreindum skilyrðum. Þetta hafa nágrannar okkar á Norðurlöndum viðurkennt og hafa þróað hjá sér kerfi blaðastyrkja. Fjölmiðlar eru vissulega fyrirtæki og eiga að lúta viðskiptalegum forsendum. Auglýsingamarkaðurinn er hins vegar afar sérstakur og magnar upp samþjöppun ef eitthvað er og vinnur gegn þeim sem ekki geta boðið næga útbreiðslu eða nægjanlega hagstætt snertiverð. Slík markaðsrök spyrja ekki um lýðræðislega umræðu eða samfélagsleg gildi. Blaðastyrkir fengu á sig ákveðið óorð á tímum flokksblaðanna og til þess má eflaust rekja tortryggni manna nú í þeirra garð. Sú tortryggni þarf hins vegar að hverfa. Það er sorglegt til þess að vita að fjárlaganefnd Alþingis hafði ekki kjark til þess í haust að taka vel í erindi nokkurra héraðsfréttablaða um að koma á takmörkuðum styrkjum til þessarar tegundar blaða. Tveir ungir þingmenn, þau Birkir Jón Jónsson og Dagný Jónsdóttir, tóku hins vegar málið upp á sína arma og lögðu fram þingsályktun um að nefnd skoðaði þetta mál. Eiga þau hrós skilið fyrir það, en því miður virðist sú þingsályktun ekki hafa náð inn í erindisbréf fjölmiðlanefndarinnar nýju - nema þá mjög óbeint.