Óku fram á bíl í björtu báli
Lögreglumenn óku í nótt fram á bíl sem stóð í björtu báli á Rafstöðvarveginum í Elliðaárdal en ekkert sást til ökumannsins. Við nánari athugun kom í ljós að þetta var bíll sem hafði verið stolið í Árbæjarhverfi í gærkvöldi. Bíllinn sem er nýlegur er talinn ónýtur og er þjófurinn ófundinn.