Erlent

Enn barist á Gaza

Ekkert lát er á ofbeldinu á Gaza-ströndinni þrátt fyrir að vopnahlé eigi að vera í gildi á milli Fatah og Hamas-samtakanna. Í morgun gerðu nokkrir Hamas-liðar árás á þjálfunarbúðir lífvarðar forsetans nærri landamærastöð sem kallast Karni. Átta manns létu lífið, allt saman Fatah-menn en lífvörður Abbas forseta er eingöngu skipaður mönnum úr þeirri fylkingu. Frá því á sunnudag hafa 16 manns fallið í átökum hreyfinganna á Gaza og hefur ástandið þar ekki verið verra frá því að þjóðstjórn þeirra tók við völdum í febrúarbyrjun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×