Erlent

Blóðugir bardagar milli Palestínumanna

Óli Tynes skrifar
Grímuklæddir byssumenn hafa tekið völdin á Gaza ströndinni.
Grímuklæddir byssumenn hafa tekið völdin á Gaza ströndinni.

Að minnsta kosti ellefu Palestínumenn voru drepnir í innbyrðist átökum á Gaza ströndinni í dag. Í einni árásinni voru átta liðsmenn forsetavarðar Abbas forseta felldir í fyrirsát þegar þeir voru á leið að hjálpa félögum sínum sem byssumenn Hamas höfðu gert árás á. Einn varðanna sem komst lífs af segir að Hamas liðar hafi myrt félaga hans með köldu blóði.

Vopnahlé milli Hamas og Fatah, sem boðað var á föstudag, rann samdægurs út í sandinn og að minnsta kosti 20 palestínumenn hafa síðan fallið í valinn. Hamas liðar hafa sakað Fatah um að hafa banað einum leiðtoga sinna fyrr í dag.

Þjóðstjórnin sem Fatah og Hamas mynduðu fyrir tveim mánuðum virðist ekki hafa dugað til þess að setja niður deilur og valdabaráttu þessara tveggja fylkinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×