Erlent

Sjónvarpspresturinn Jerry Falwell deyr

Sigríður Guðlaugsdóttir skrifar
Jerry Falwell lést í dag 73 ára að aldri.
Jerry Falwell lést í dag 73 ára að aldri. MYND/AFP

Jerry Falwell einn fyrsti sjónvarpsprestur Bandaríkjamanna lést á sjúrkahúsi í  Bandaríkjunum í dag. Hann fannst meðvitundarlaus á skrifstofu sinni í Virginíu í eftirmiðdaginn og var fluttur á sjúkrahús. Aðstoðarmenn Falwells greindu frá því að lífgunartilraunir á sjúkrahúsinu hefðu ekki borið árangur.

Árið 2005 veiktist presturinn tvisvar sinnum alvarlega, en hann hefur verið hjartasjúklingur um langt skeið.

Falwell varð tánkmynd trúarlegrar réttsýni í sjónvarpi á níunda áratugnum og milljónir fylgdust með þætti hans The Old Time Gospel Hour.

Fréttamaður BBC í Washington segir að Falwell hafi verið afar umdeildur og hann hafi á ferli sínum móðgað marga. En tengsl hans við Repúblíkana á níunda áratugnum hjálpuðu Ronald Reagan þegar hann bauð sig fram til forseta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×